Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.01.2014, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 18.01.2014, Qupperneq 34
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Hver vill ekki láta gögnin sín dvelja á öruggum og aðgengilegum stað? Ef þú ert að vinna með hópi fólks sem dreift er víðs vegar um heiminn er forritið einkar hentugt. Það skiptir engu máli hvar þú ert staddur í heiminum, þú getur alltaf komist inn í smáforritið, að því gefnu að nettenging sé fyrir hendi. Uppfært Fyrir skömmu var smáfor- ritið Box uppfært verulega og er nú ein áhugaverðasta rafræna gagna- geymslan sem til er. Box er ásamt Dropbox eitt vinsælasta gagna- geymsluforrit sem til er. Í nýjustu uppfærslunni er boðið upp á fimmtíu gígabæta gagnageymslu frítt, sem er veruleg uppfærsla. Það er eitt stærsta gagnageymsluplássið sem hægt er að nálgast án endurgjalds. Box gerir þér kleift að geyma alls kyns gögn eins og skjöl, tónlist og í raun hvað sem er og er öll uppsetning og allt skipulag mjög fágað og snyrtilegt. Möguleikar Þá er hægt að skoða öll gögn í forritinu á einfaldan og snyrti- legan máta þannig að ekki er þörf á að hala niður ákveðnum gögnum án gaumgæfilegrar forskoðunar. Sem stendur eru notendur Box um 20 milljónir manna en einnig nota um 200 þúsund fyrirtæki forritið í starfi sínu. Hentugt Hægt er að sækja smáfor- ritið fyrir iPhone, iPad og iPod touch. Einnig virkar það fyrir Android og Windows. 1 Hvað halda margir um þig sem er alls ekki rétt? Að ég sé Nilli. 2 Hvað kæmi fólki sem kynntist þér mest á óvart? Ég á mér rosalega praktíska hlið. Mér finnst alveg geggjað að nostra við einhver Excel-skjöl. Eftirfylgni Excel-skjala áætlana. Ekki jafn góð. 3 Hvað kemur út á þér tárunum? Ég er við-kvæmur snemma á morgnana. Mynd af krökkum sem söfnuðu 3.500 krónum með tombólu fyrir Rauða krossinn getur dugað til. 4 Hvað gerir þig pirraðan? Að kaupa í matinn, skafa bílinn, mæta á fundi, að þurfa að pissa, svara tölvupósti, bíða eftir fólki, bíða eftir mat, of kaldar sturtur, sírennsli í klósettum, þegar maður er blautur á fótunum, skammdegið, kuldinn, vindurinn, útrunnin matvæli, umferðin og þá helst dónaskapur í umferðinni. Þetta virkar eins og ég sé alltaf pirraður en ég tek fram að þetta er algjörlega tæmandi listi. Ég er í raun mjög skapgóður og dagfarsprúður náungi. 5 Hvað er fyndnast í heimi? Segjum bara Mið-Íslandsuppistandið. Lítillæti er svo mikið anno 2008-2011. 6 Er líf á öðrum hnöttum? Mér finnst það líklegt. Hef ekki miklar áhyggjur samt. Ég er „team“ Homo sapiens. Við erum langflottust. 7 Hvert er fallegasta hljóð sem þú hefur heyrt? Windows 95 startup-„soundið“. Ég var svo spenntur þegar ég fékk tölvu að ég endurræsti hana 120 sinnum á dag til að heyra þetta hljóð. Hún bræddi úr sér á innan við þremur vikum. 8 Hvað gerirðu þegar allir aðrir eru sofnaðir? Stari á Gordon Ramsey-þætti í iPadinum. Ég sofna alltaf svangur eins og börnin hans Bjarts í Sumarhúsum. 9 Hvaða frægu persónu ertu skotinn í? Ég er óður í þessar helstu. Ég er sérstaklega ánægður með hvað Bandaríkin eru góð að pródúsera heitar píur sem heita Jennifer. Fyrst voru það Jennifer Aniston og Jennifer Lopez. Jennifer Caprati var flott í tennisnum. Svo kom Jennifer Connelly sterk inn áður en hún byrjaði með Jason Priestley. Svo mætti auðvitað nefna Jennifer Garner, Jennifer Jason Leigh og auðvitað Jennifer Love Hewitt, sem var alveg með þetta á tímabili. En nú er það Jennifer Lawrence með sitt „girl next door“-útlit sem er algjörlega tekin við og heldur manni við efnið. 10 Ef þú mættir taka eina bók, eina plötu og eina bíómynd með þér á eyðieyjuna, hvað yrði fyrir valinu? Alltaf kemur nú þessi spurning. En ætli ég myndi ekki segja fjórði árgangurinn af Eimreiðinni, Í fylgd með fullorðn- um með Bjartmari og Persona eftir Bergmann. Það er hæfileg dýpt í henni en „dass“ af erótík líka, svona þar sem maður er fastur á eyðieyju. 11 Hver er fyrsta minningin þín? Standar með öskubökkum á göngunum í Kringlunni þegar hún var nýopnuð. Að minnsta kosti eftirminnilegt. Hvað var fólk að spá? 12 Hvað verðurðu að gera eftir fimm ár? Taka úr vél, setja í vél, útrétta, skafa bílinn, bíða eftir fólki, bíða eftir mat, gera skattaskýrsluna, redda ryksugum. Þetta tekur yfirleitt mesta tímann. Vonandi fær maður einhverjar lím- ónur þess á milli. 13 Ricky Gervais eða Richard Pryor? Báðir góðir. En Pryor var meistari í uppistandi. Algjör frumkvöðull. 14 Hver var æskuhetjan þín? Michael J. Fox. Ég horfði örugglega 55 sinnum á myndina Doc Hollywood. Hún er arfaslök. 15 Horfirðu á EM í handbolta? Alveg límdur. Bara áðan öskraði ég leikleysa í röð sem mér fannst ekki ganga nógu hratt. Ég er sérstak- lega ánægður með hvað Bandaríkin eru góð að pródús- era heitar píur sem heita Jennifer. YFIRHEYRSLAN JÓHANN ALFREÐ KRISTINSSON, GRÍNISTI Í MIÐ-ÍSLANDI Geggjað að nostra við Excel FRÉTTABLAÐ IÐ /VILH ELM APP VIKUNNAR BOX Löður er með á allan bílinn Við erum á sex stöðum á höfuðborgarsvæðinu www.lodur.is - Sími 544 4540 Rain-X býður upp á fullkomna yfirborðsvörn Rain-X verndar bílinn, eykur útsýni og öryggi Hreinn bíll eyðir allt að 7% minna eldsneyti Skýringar App fyrir Apple-tæki App fyrir Android-tæki App fyrir Windows Eitt af því allra nýjasta á árinu 2014 verður að lita hárið ljóst. Sumir geta verið svo djarfir að lita hárið nánast hvítt en aðrir lýsa aðeins dökka hárið. Stjörnurnar vestan hafs hafa ekki farið varhluta af þessari tískubólu og hafa fjölmargar stjörnur tekið stakkaskiptum og skipt úr dökkum lokkum yfir í ljósa upp á síðkastið. Ekki skemmir fyrir að ljósu lokkarnir geta lýst upp hversdagsleikann í vetrarmyrkrinu. HVERNIG VÆRI AÐ PRÓFA AÐ LITA HÁRIÐ LJÓST Á ÞESSU ÁRI? BEYONCE KNOWLES ASHLEY GREENE KIM KARDASHIAN CIARA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.