Fréttablaðið - 18.01.2014, Síða 38

Fréttablaðið - 18.01.2014, Síða 38
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Mér finnst stundum enn eins og Sjonni hafi rétt skroppið frá og komi aftur til baka. Fráfall hans er óraunverulegt og ég efa að svo óvæntur missir verði nokkurn tímann raunverulegur,“ segir Þórunn, sem í gær átti dýrmæta stund með vinum og fjölskyldu Sigurjóns Brink. Þá voru liðin þrjú ár síðan Sjonni féll frá. „Við hittumst í kirkjugarðinum, gengum saman að leiðinu hans Sjonna, kveiktum á kertum og sungum lögin hans saman. Það var falleg stund og gott að vera saman á þessum degi.“ Þórunn segir tímann ekki lækna sárin heldur geri það bæri- legra að lifa með þau. „Ég sakna Sjonna á hverjum degi og þessi þrjú ár síðan hann dó hafa auðvitað verið virkilega erfið. Höggið var stórt og verður ekkert auðveldara eða minna. Það er verkefni þeirra sem lenda í stórum missi að læra að lifa upp á nýtt og það eru forréttindi að fá að lifa og fylgjast með börnunum sínum alast upp. Stundum á mað- ur kannski erfitt með að sjá það en það er svo óskaplega margt fallegt í lífinu, eins og börnin hans Sjonna sem blómstra öll fjögur og eru ótrúlega sterkar og fallegar mannverur.“ KYNNTIST ÁSTINNI AFTUR Þórunn er í stjórn Ljónshjarta, nýrra samtaka fyrir ungar ekkjur og ekkla. „Ég hef reynt að miðla af reynslu minni og hef þörf fyrir að tala við aðra sem eiga sameigin- lega lífsreynslu. Samtökin eru mikilvæg fyrir margar sakir, með- al annars vegna þess að að vissu leyti fer það mikið eftir því hvort fráfall á sér langan aðdraganda eða ber snöggt að hversu sterkt netið er sem grípur syrgjendur. Þetta þarf að laga, bæði fyrir eftir- lifandi maka og börn. Það skiptir sköpum að geta leitað í reynslu annarra og yfirleitt er það svo að báðir aðilar hjálpa hvor öðrum; hvort sem þeir eru komnir stutt eða lengra á veg í sorginni.“ Þórunn segir undarleg spor að vera ung ekkja og standa eftir með lítil börn. „Börn eru ótrúlega dugleg og með mikla aðlögunarhæfni. Þau taka sorgina út í tímabilum og öðruvísi en fullorðnir.“ Hún segir fjölbreytta verkefna- vinnu við leik og söng hafa hjálp- að sér mikið í sorginni. Þar hafi skipt sköpum að hafa tækifæri til að skapa, hafa eitthvað fyrir stafni og eitthvað til að hlakka til í vinnu. „Mamma mín, fjölskylda og vinir hjálpuðu mér líka mikið og það að kynnast ástinni aftur. Kær- astinn minn, Arne Friðrik Karls- son, er yndislegur maður og hann og dætur hans hafa tekið sonum mínum opnum örmum og reynst þeim óskaplega vel. Það að hafa hann í lífi okkar hefur gert það að verkum að við höfum aftur fundið fegurð og gleði, til dæmis í hvers- dagsleikanum. Hversdagsleikinn verður nefnilega svo erfiður við svona missi. Ég er samt að sumu leyti eins og tvær manneskjur; önnur er sorgmædd en hin lífs- glöð og nýtur lífsins. Ég veit að margir eiga erfitt með að leyfa sér að verða ástfangnir á ný eða sjá hið góða í lífinu eftir áföll, en það er ekki annað í stöðunni en að leyfa sér að lifa áfram og reyna að njóta lífsins á meðan maður fær það og getur.“ „ÞAÐ HEFÐI SJONNI VILJAГ Þórunn segir sára lífsreynsluna hafa breytt sér. „Þeir sem lenda í miklum missi syrgja á margan hátt sjálfan sig í leiðinni; þá grunlausu manneskju sem þeir voru áður en þeir vissu hve lífið yrði sárt. Þeir sakna áhyggjuleysis, hæfilegs kæru- leysis og barnslegrar einlægni sem hverfur við áfallið. Þá verður það svo áþreifanlegt að allt getur horfið á augabragði.“ Sjonni lést af völdum heilablóð- falls að kvöldi 17. janúar 2011 og var einn heima með tveggja og fimm ára gömlum sonum þeirra Þórunnar. Eldri sonurinn hringdi þá í sjúkrabíl. „Börn leyna á sér og búa oft yfir ótrúlegum styrk. Ég hafði kennt syni okkar símanúmer Neyðarlínunnar og hann hafði séð mig bregðast við þegar bróðir hans datt eitt sinn á höfuðið. Það sagðist hann hafa munað þegar hann hringdi og stóð sig eins og hetja, aðeins fimm ára gamall.“ Þórunn nýtir frítímann vel með sonum sínum. „Mér finnst að þegar maður á lítil börn eigi maður að gefa þeim þann frítíma sem maður getur. Þau eiga skilið að upp- lifa og eignast góðar minningar. Við förum í bíó, leikhús, sund og fleira skemmtilegt og á föstudags- kvöldum er heilög kósístund með bíómynd og poppkorni heima.“ Í dag keppir átta ára sonur þeirra Þórunnar og Sjonna í fyrsta sinn í hópfimleikum og á morgun keppir sá yngri í fótbolta í fyrsta sinn. „Þetta verður helgi þar sem fjölskyldan nýtur þess að vera saman og fylgja börnunum eftir í áhugamálum sínum,“ segir Þór- unn full tilhlökkunar. Í komandi forkeppni Eurovisi- on á Þórunn texta við lag Vignis Snæs Vigfússonar. „Eftir að Sjonni dó hef ég í auknum mæli farið að semja lög meðfram textasmíðum og syngja sjálf, en ég gaf út lagið Days Gone By á dánardægri hans í fyrra. Það er gullmoli sem fannst í tölvunni hans, líklega síðasta lagið sem Sjonni samdi. Í vor lýk ég svo söngnámi við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og hef uppgötvað alveg nýja hlið á mér í söngnum. Fyrst og fremst er ég þó leikkona og fæ vonandi að tak- ast áfram á við störf í leikhúsi og kvikmyndum í framtíðinni,“ segir Þórunn sem er einnig með 90‘s þáttinn Algjört möst á Bylgjunni á fimmtudagskvöldum þar sem hún spilar vel valdar perlur frá tíunda áratugnum og fær til sín skemmti- lega gesti. „Í minningu Sjonna hvet ég fólk til að nota tækifærið og hlusta á tónlistina hans. Það hefði Sjonni viljað.“ ■ thordis@365.is GÓÐAR MINNINGAR HELGIN Leikkonan Þórunn Erna Clausen hefur þurft að læra að lifa upp á nýtt eftir að eiginmaður hennar, Sigurjón Brink, féll frá fyrir þremur árum. www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Toppaðu öræ fatindana Alla leið! Skráðu þig in n – drífðu þig út Alla leið! Toppaðu öræfatindana með FÍ Ferðafélag Íslands býður nú upp á metnaðarfulla æfingaráætlun sem byrjar í febrúar og endar á því að ganga á Hvannadalshnúk eða Hrútsfjallstinda í lok maí eða byrjun júní. Akrafjall, Móskarðahnjúkar, Hekla, Fimmvörðuháls, Hvannadalshnjúkur eða Hrútfjallstindar og átta önnur fjöll. Tólf fjallgöngur, sex æfingatímar í Elliðaárdalnum og ganga á annaðhvort Hvannadalshnjúk eða Hrútsfjallstinda. Tveir mögulegir tindar í lokin og tvær helgar til að velja til að toppa. Kynningarfundur í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00, 3. febrúar n.k. Sjá nánar um „Alla leið“ á www.fi.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is TILHLÖKKUN Um helgina taka synir Þórunnar þátt í sínum fyrstu íþróttamótum og Þórunn hlakkar mikið til að fylgjast með. MYND/VILHELM WWW.FASHIONACADEMY.IS - INFO@FASHIONACADEMY.IS - 571 5151 - ÁRMÚLI 21 SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR NÆSTU NÁMSKEIÐ HEFJAST 20. JANÚAR NEMENDUR KOMA AÐ SKAPANDI VERKEFNUM M.A. REYKJAVIK FASHION FESTIVAL FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ STÍL ISTANÁM OPIÐ HÚS LAUGARDAGINN 18. JANÚAR MILLI 14 OG 16 FÖRÐUNARRÁÐGJÖF, KYNNING Á NÁMI 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM MAKE UP FOREVER VÖRUM ERUM AÐ LEITA AÐ FÓLKI Á ÖLLUM ALDRI Á CASTINGSKRÁ ELITE HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.