Fréttablaðið - 18.01.2014, Page 55
| ATVINNA |
Hótel Reykjavík Centrum óskar eftir
að ráða í eftirfarandi stöður:
Starfsmann á dagvakt í gestamóttöku
Unnið er frá 08:00 – 20:00 samkvæmt vaktarplani.
Kröfur:
Góð tungumálakunnátta, íslenska og enska.
Rík þjónustulund og góð tölvukunnátta.
Umsækjendur sendið ferilskrá með mynd
til thorhallur@hotelcentrum.is
ATH um er að ræða framtíðarstarf
Umsóknafrestur er til 26/01/2014
www.hotelcentrum.is
Hönnunarfyrirtækið Vík Prjónsdóttir leitar að sölu- og
markaðsstjóra til að takast á við fjölbreytt en krefjandi og
spennandi verkefni. Við leitum að einstaklingi sem hefur áhuga á
að starfa í sprotaumhverfi og hefur þekkingu eða áhuga á hönnun.
Reynsla af sölu- og markaðsstörfum nauðsynleg.
Menntun á sviði viðskipta- og markaðsfræða æskileg.
Skipulag og sjálfstæð vinnubrögð í starfi nauðsynleg.
Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg.
Umsóknir og ferilskrá skal senda rafrænt á netfangið
info@vikprjonsdottir.com fyrir mánudaginn 27.janúar.
vikprjonsdottir.com
Viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði
Mynta óskar eftir að ráða viðskiptastjóra á fyrir tækjasvið. Leitað er að öflugum einstaklingi
til krefjandi sölu- og markaðsstarfs þar sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og skipulögð
vinnubrögð. Við bjóðum spennandi starf í ört stækkandi fyrirtæki á sviði kröfustjórnunar.
Ármúli 7
108 Reykjavík
Ísland
mynta@mynta.is
Sími 569 2000
Fax 569 2001
Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur Magnússon, framkvæmdastjóri, gm@mynta.is eða í síma 569 2000.
Umsóknarfrestur er til 25. janúar.
Ný störf í kröfustjórnun
Við leitum að viðskiptastjóra
Helstu verkefni
• Samskipti við nýja og núverandi viðskiptavini.
• Skipulagning og umsjón funda.
• Öflun nýrra viðskiptasambanda.
• Uppsetning og frágangur tilboða í þjónustu Myntu.
• Umsjón með og ábyrgð á öllum samskiptum
við viðskiptavini félagsins.
Hæfniskröfur
• Góð reynsla af sölustörfum æskileg
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Nákvæmni og sjálfstæð, öguð vinnubrögð
• Góð almenn tölvukunnátta
Starfssvið:
• Uppsetning, kennsla, þjónusta og ráðgjöf.
• Greiningar og breytingar á framleiðsluferlum.
• Aðstoð við þjónustusérfræðinga
dótturfyrirtækja Marel.
• Verkefnastjórnun.
Hæfniskröfur:
• Menntun á sviði kerfisfræði, tölvunarfræði eða verkfræði.
• Færni í Microsoft SQL gagnagrunnum og netkerfum.
• Reynsla af uppsetningum og innleiðingum á hugbúnaðar-
kerfum og verkferlum
• Sjálfstæð vinnubrögð.
• Hæfni í að greina framleiðsluferli.
• Hæfni í verkefnastjórnun.
Innleiðing hugbúnaðarkerfa
Einungis er tekið við umsóknum á heimasíðu Marel, www.marel.com/jobs.
Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hafsteinn Gunnarsson, hafsteinn.gunnarsson@marel.com, í síma 563 8000.
www.marel.com
Marel er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki
í fararbroddi í þróun og framleiðslu tækja,
hugbúnaðar og lausna fyrir matvælaiðnað.
Hjá fyrirtækinu starfa um 4000 manns
í fimm heimsálfum, þar af um 500 á Íslandi.
Við bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu, skil-
virka starfsþjálfun, sveigjanlegan vinnutíma,
mötuneyti, barnaherbergi, framúrskarandi
íþróttaaðstöðu og gott félagslíf.
Marel leitar að liprum, skipulögðum og úrræðagóðum kerfisráðgjafa í Innova vörusetur fyrirtækisins í uppsetningar
og innleiðingar á hugbúnaðarkerfum og verkferlum.
Innova,framleiðsluhugbúnaður Marel, þjónar matvælavinnslum í fiski, kjöti og kjúklingi og styður við heildarvinnslu-
ferlið, allt frá móttöku hráefnis til vöruafhendingar. Hugbúnaðurinn er notaður fyrir framleiðslueftirlit og stýringu og
þjónar lykilhlutverki í matvælavinnslum í heiminum dag.
Vörusetur Innova er í örum vexti og fyrir skemmstu var þúsundasta framleiðslukerfið selt. Samstarf við viðskiptavini,
teymisvinna og árangur eru meðal gilda Marel og nú starfa um 60 karlar og konur við þróun, sölu og þjónustu á
Innova hér á landi, í Danmörku, Hollandi og Úrugvæ.
Starfið krefst talsverðra ferðalaga utanlands.
14
-0
16
9
–
H
VÍ
TA
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
LAUGARDAGUR 18. janúar 2014 15