Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 80
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 44TÍMAMÓT
Ástkær systir okkar,
EDDA INGIMUNDARDÓTTIR
COLLINS SCHRA
lést í Fairborn, Ohio, þann 27. desember 2013.
Útför hennar fór fram þann 31. desember.
Gunnar Ingimundarson
Ásmundur Ingimundarson
Grétar Ingimundarson
Stefanía Ingimundardóttir
Innilegar þakkir færum við öllum þeim er
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRÐAR ÁRNASONAR
Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilisins Höfða fyrir
einstaka umönnun.
Sigríður Sigurjónsdóttir
Guðrún Þórðardóttir Ingileifur S. Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Sólheimum,
Flyðrugranda 6, Reykjavík,
sem lést 12. janúar sl., verður jarðsungin frá
Neskirkju þriðjudaginn 21. janúar kl. 15.
Valgerður J. Gunnarsdóttir Ingi Kr. Stefánsson
Ragnar Gunnarsson
Sigríður H. Gunnarsdóttir Eyþór Árnason
Ingibjörg Á. Gunnarsdóttir Sigvaldi Thordarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BRAGI EIRÍKUR PÁLSSON
Vatnsnesvegi 29, Keflavík,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 7. janúar.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir
auðsýnda samúð og hlýhug.
Hrönn Kristinsdóttir
Kristrún Bragadóttir Guðmundur Karl Tómasson
Pálmi Bragason Hanneke Post
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
BÁRA ELÍASDÓTTIR
Goðabraut 3, Dalvík,
lést þriðjudaginn 14. janúar á
Dvalarheimilinu Dalbæ. Jarðsungið verður
frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 25. janúar klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Dalbæ.
Sture Karlsson
Vignir Árnason Petra Árnason
Þorsteinn Árnason María Sigurjónsdóttir
Elías Árnason Svandís Hannesdóttir
Friðrika Árnadóttir Sigurður Bjarnason
og fjölskyldur.
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma og systir,
GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR DEL’ETOILE
(Didda Eiríks)
Jóruseli 4, Reykjavík,
áður í Keflavík og Florida, USA,
kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunnar á Landspítalanum
í Fossvogi föstudaginn 10. janúar. Útför hennar fer fram frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 29. janúar kl. 13.00.
Maryann Guðrún Phillips
Linda Stefanía DeL’Etoile Jón Gunnar Edvardsson
Janet Morgan DeL´Etoile
Ronald Sigurður DeL’Etoile Heather DeL´Etoile
ömmubörn, langömmubörn og systkini.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýju við útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ÁKA STEFÁNSSONAR
skipstjóra.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sigurlaug Magnúsdóttir
Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐLAUGAR LILLÝJAR
ÁGÚSTSDÓTTUR
Sérstaklega viljum við þakka starfsfólkinu á
Einihlíð, Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á
Akureyri, fyrir alúð og góða umönnun.
Gunnar Einarsson Guðrún S. Kristjánsdóttir
Hjörleifur Einarsson Sigurbjörg Sigurðardóttir
Þóra Einarsdóttir Rúnar Garðarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
„Mér líður þokkalega. Ég er aðeins far-
inn að velta fyrir mér dauðanum en ekk-
ert alvarlega. Það er samt frekar glatað
að eldast. Ég reyni bara að anda djúpt
enda ekkert við þessu að gera,“ segir
söngvarinn Páll Rósinkrans. Þessi hæfi-
leikaríki tónlistarmaður er fertugur í
dag og býður nánustu fjölskyldu í kaffi.
„Ég býð fjölskyldunni í kökusneið og
mjólkurglas í dag. Ég pantaði einhverja
tertu hjá Tertugalleríi Myllunnar. Ég
treysti mér ekki til að baka hana sjálfur
því ég hreinlega nenni ekki að standa í
því.“
Páll státar af farsælum ferli í tón-
listinni og sló fyrst í gegn með hljóm-
sveitinni Jet Black Joe sem gaf út þrjár
plötur á árunum 1992 til 1994. Síðari ár
hefur hann haft nóg að gera á sólóferli
sínum.
„Ég vinn við það að syngja og er búinn
að gera það eingöngu í fimmtán ár.
Maður er eins og jólasveinninn – mætir
bara þegar maður er pantaður. Ætli það
sé ekki plata í bígerð hjá mér og kannsi
„Best of“ líka. Það er alltaf nóg af hug-
myndum en spurning hvað gerist. Stund-
um er best að gera ekki neitt,“ segir Páll.
„Ég kannski fer aðeins yfir lífshlaupið
á þessum tímamótum, horfi til baka og
hvað ég ætla að gera næst. Það er ýmis-
legt sem stendur upp úr en ég rifja það
ekki allt saman upp hér. Það eru margar
sögur og margt sem hefur gerst á ferlin-
um. Það er efni í heila bók,“ segir Páll en
efast um að sú bók muni líta dagsins ljós.
„Ég er nú lítið hrifinn af því að nota
einhverjar sögur á gráu svæði og skand-
ala til að selja bækur og eintök. Það er
ekki alveg minn stíll.“
Páll tók sig til og breytti um lífsstíl
fyrir þremur árum og er mjög dugleg-
ur að hreyfa sig.
„Ég er í nokkuð góðu formi núna. Ég
gerði samning við sjálfan mig um að
byrja að mæta og vera flottur. Enda er
maður ekkert að yngjast eins og þetta
viðtal gefur til kynna.“
liljakatrin@frettabladid.is
„Það er glatað að eldast“
Söngvarinn Páll Rósinkrans fagnar fertugsafmæli í dag. Hann breytti um lífsstíl fyrir
þrem ur árum og hefur aldrei verið í betra formi. Hann býður fj ölskyldu í kökuveislu í dag.
Það er ýmislegt sem
stendur upp úr en ég rifja það
ekki allt saman upp hér. Það
eru margar sögur og margt
sem hefur gerst á ferlinum.
Það er efni í heila bók.
Í FLOTTU FORMI Páll hefur verið duglegur í ræktinni síðustu þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MERKISATBURÐIR
1886 Hokkí eins og það þekkist í dag verður til með tilkomu
Hokkísambandsins á Englandi.
1944 Metropolitan-óperuhúsið í New York heldur djasstónleika
í fyrsta sinn. Flytjendur eru Louis Armstrong, Benny Goodman,
Lionel Hampton, Artie Shaw, Roy Eldridge og Jack Teagarden.
1967 Albert DeSalvo, betur þekktur sem kyrkjarinn í Boston, er
dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir ýmsa glæpi.
1978 Mannréttindadómstóll Evrópu sakfellir Bretland fyrir illa með-
ferð á föngum á Norður-Írlandi en telur landið saklaust af pyntingum.
2002 Borgarastyrjöldinni í Sierra Leone lýkur.
2003 Fjórir deyja og rúmlega fimm hundruð heimili eyðileggjast
í skógareldum í Canberra í Ástralíu.