Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 86

Fréttablaðið - 18.01.2014, Side 86
18. janúar 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 50 „Þetta eru bæði skúlptúrar og teikningar og ég er líka með verk í glugganum, sem liggur í hinu hárfína bili milli listheims- ins og verslunargötunnar. Gegn- umgangandi þráður í sýningunni eru mörk eða tálmar sem minna á kort eða hnit enda heitir sýningin H N I T,“ segir Haraldur Jónsson myndlistarmaður um verk á sýn- ingu sem hann opnar í dag í Hafn- arborg í Hafnarfirði, nánar til- tekið í Sverrissal á neðri hæðinni. Hann segir hnitin vísa í margar áttir, til dæmis í kortlagningu á lífi og tilfinningum sem líkst geti völundarhúsi, og sömuleiðis hug- takinu að fara „yfir strikið“, inn í persónulegt rými annars í ein- hverjum skilningi. H N I T er fyrsta einkasýning Haraldar í nokkurn tíma en hann er á meðal þeirra sem sett hafa svip sinn á íslenskt listalíf um ára- bil. Hefur og haldið fjölda sýninga um víða veröld. Samhliða þessari sýningu kemur út bókverkið H O L D, sjálfstætt listaverk sem endurspeglar hug- myndir sýningarinnar. Að útgáfu bókverksins koma, auk Hafnar- borgar, bókaútgáfan Útúrdúr og hönnuðurinn Ármann Agnarsson. Á morgun, 19. janúar klukkan 15 tekur Haraldur þátt í leiðsögn um sýninguna og ræðir við gesti um verk sín. gun@frettabladid.is Lífi ð getur líkst völundarhúsi Haraldur Jónsson opnar sýningu á nýjum verkum í Sverrissal Hafnarborgar í dag klukkan 15. Titill hennar, H N I T, liggur eins og leiðarstef gegnum hana. MYNDLISTARMAÐURINN Haraldur við uppsetningu á verkum sínum í Hafnarborg. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta er saga um mann sem óverðskuldað fer illa út úr skiln- aði. Hann er örvæntingarfullur og sýn hans á lífið er orðin svo dökk að honum finnst mannlífið vera ein samfelld slysagildra,“ segir Steinunn Sigurðardóttir rithöfund- ur um efni leikritsins Slysagildran, sem Útvarpsleikhúsið flytur á morgun klukkan 13. Síðan kemur aðeins lengri útgáfa: „Ungi maður- inn kemur að torkennilegum stað. Þar er dyravörðurinn Petra sem reynir að ráðskast með hann og gera upp gamlar syndir, segir hann meðal annars hafa yfirgefið börn- in sín. Hann bregst ókvæða við því hans hlið á málinu er sú að konan hans fyrrverandi hafi gert honum ókleift að umgangast börnin.“ Steinunn kveðst ekki hafa séð það fyrir að rétt fyrir flutning leik- ritsins í útvarpi kæmi fram sönn frétt í fjölmiðlum um að margir feður á Íslandi byggju í iðnaðar- húsnæði og gætu ekki hitt börnin sín. „Ég þekki engin persónuleg dæmi um þetta en það er auðvelt að ímynda sér að fólk geti farið illa út úr skilnaði. Samt verður að halda því til haga að leikritið er sam- bland af raunsæi þar sem talað er um tilfinningar, ástand og aðstæð- ur og undarlegri tilveru, þannig að það liggur á vissum mörkum.“ Með aðalhlutverk í Slysa- gildrunni fara Ólafur Sveinn Gunnarsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Leikstjóri er Hlín Agnarsdóttir. „Mér finnst það tíðindi að Steinunn Ólína skyldi láta hafa sig í þetta verkefni því hún er hætt að leika fyrir áratug. Þarna leikur hún skrítna persónu sem er kannski ekki að öllu leyti mennsk en henni tekst að laða fram bæði hörku skrifræðisins og mann- lega hlýju með röddinni einni,“ segir Steinunn. Verkið var unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og frumgerð þess var leiklesin af sömu flytjend- um á síðustu Listahátíð. gun@frettabladid.is Er mannlíf slysagildra? Slysagildran, nýtt leikrit eft ir Steinunni Sigurðardóttur, verður fl utt á Rás 1 á morgun klukkan 13. Það fj allar um heitt mál í samtímanum á sérstakan hátt. HÖFUNDUR OG LEIKSTJÓRI Þær Steinunn og Hlín skapa dularfullan heim í Útvarpsleikhúsinu á morgun. Fagráð valdi úr innsendum tillög- um um framlag Íslands á Feneyja- tvíæringnum 2015 og samdóma álit þess er að tillaga Christophs Büchel myndlistarmanns uppfylli allar þær forsendur sem leitað var eftir. Hún þykir hugmyndafræði- lega sterk og eiga erindi við sam- tímann í íslensku og alþjóðlegu samhengi. Sýningarstjóri er Nína Magnús- dóttir. Christoph Büchel fæddist í Basel í Sviss 1966 en hefur búið á Íslandi frá árinu 2007. Hann er vel þekktur á alþjóðavettvangi fyrir konseptverk sín. Hann vinnur í ýmsa miðla en er hvað þekktast- ur fyrir hugmyndafræðileg verk og stórar og aðstæðubundnar inn- setningar. - gun Büchel til Feneyja Tillaga myndlistarmannsins Christoph Büchel verður framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum 2015. LISTAMAÐURINN Tillaga Christophs Büchel vekur fólk til umhugsunar um stöðu og þróun samfélaga, skilgrein- ingar og sjálfsmynd. Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari flytur þrjár af sellósvítum Johanns Sebastians Bach í Norður- ljósasal Hörpu á morgun 19. janúar. Tónleikarnir eru á vegum Kammermúsíkklúbbsins og hefjast klukkan 19.30. Sellósvítur Bachs, sex að tölu, eru meðal þekktustu einleiksverka tónlistarsögunnar. Heildarflutningar á þeim er ávallt merkisviðburður en Bryndís Halla sem ræðst nú í fyrsta sinn í þetta stórvirki, mun flytja seinni þrjár svíturnar að ári. Sellósvítur Bachs BRYNDÍS HALLA Hún ræðst í fyrsta skipti í það stórvirki að leika þrjár af sellósvítum Bachs. Kiljutilboð Þorsti Esther Gerritsen er ein fremsta skáldkona Hollendinga af yngri kynslóðinni. Í bókinni sýnir hún á afar fallegan hátt hvernig sambandsleysi móður og dóttur er á endanum það sem tengir þær. 2.699 2.699 Sandmaðurinn „Sandmaðurinn er ein sterkasta lestrarupplifun ársins í glæpasagnageiranum. Sá sem hættir sér inn í myrkustu heima Keplers fær það ríkulega launað.“ *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU MENNING
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.