Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.03.2014, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 04.03.2014, Qupperneq 8
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ÚKRAÍNA Rússar hafa lokað aðgangi meginlands Úkraínu að Krímskaga og hyggjast byggja brú yfir sundið milli Krímskaga og Rússlands. Dmítrí Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, gaf fyrirmæli um þetta í gær. Rússneski herinn hafði í gær í reynd náð öllum Krímskaga á sitt vald, þótt úkraínskir hermenn á skaganum hafi ekki verið búnir að gefast Rússum á vald. Rússar báru hins vegar í gær til baka fréttir um að þeir hefðu gefið úkraínskum hermönnum á Krím- skaga lokafrest þangað til klukk- an þrjú í nótt, eða fimm að staðar- tíma, til að gefast upp. Rússneska fréttastofan Interfax hafði full- yrt að Alexander Vitko, yfirmað- ur Svartahafsflota rússneska sjó- hersins, hefði sett Úkraínumönnum þennan lokafrest. Denís Beresovskí, yfirmaður úkraínska sjóhersins á Krímskaga, gekkst hins vegar Rússum á hönd í gær. Síðar um daginn ræddi hann við fyrrverandi hermenn sína og hvatti þá til að gera slíkt hið sama, en þeir reyndust tregir til. Serhí Haídúk, sem tók við af Beresovskí, sagði hann vera svikara. Vesturlönd hafa fordæmt aðgerð- ir Rússa og hvatt þá til að fara heldur samningaleiðina. Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu gæti hugsanlega haft milligöngu í slíkum viðræðum. Engar raddir hafa heyrst um að Vesturlönd telji til greina koma að senda herlið til Úkraínu. Hins vegar hafa refsiaðgerðir gegn Rússum verið ræddar. Meðal annars hefur verið rætt um eigna- frystingu. Þá virðist G7-ríkjahóp- urinn staðráðinn í að mæta ekki til G8-fundar í Sotsjí í Rússlandi í sumar, þar sem Rússar yrðu með. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman á neyðarfund í gærkvöld og Atlantshafsráðið, æðsta valdastofnun NATO, kom einnig saman í gær og sendi frá sér ályktun um Úkraínu þar sem aðgerðir Rússa voru fordæmdar og sagðar ganga í bág við alþjóðalög. Þá sagðist Evrópusambandið hafa ákveðið að hætta í bili öllum viðræðum við Rússa um vegabréfs- áritanir, en Rússar hafa undanfar- ið reynt að ná samkomulagið við Evrópusambandið um að Rússar þyrftu ekki vegabréfsáritanir til að ferðast til aðildarríkja ESB. Joe Biden, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hvatt Rússa til að fallast á að alþjóðlegt friðargæslulið verði sent til Úkraínu. Angela Merkel Þýskalands- kanslari hefur sagt að Pútín gæti hafa misst öll tengsl við raunveru- leikann, en Rússar segjast vera að verja rússneskumælandi íbúa Úkraínu gegn öfgahægriöflum sem hafi tekið völdin í Úkraínu. Um sextíu prósent íbúa Krím- skaga eru rússneskumælandi, en engan veginn er þó víst að þeir vilji allir sameinast Rússlandi. Aðrir íbúar skagans hafa lítinn áhuga á yfirráðum Rússlands. gudsteinn@frettabladid.is Rússar allsráðandi á Krímskaga Rússar báru í gær til baka fréttir um að þeir hefðu sett úkraínskum hermönnum á Krímskaga lokafrest til að gefast upp. Þeir segjast hins vegar hvergi á förum. Bandaríkin, önnur vestræn ríki, NATO og Sameinuðu þjóðirnar fordæma aðgerðir Rússa en hóta ekki hernaði á móti. Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. Þrír möguleikar þykja líklegastir. Í versta falli gæti brotist út stríð milli Rússa og Úkraínumanna. Þetta myndi gerast ef Úkraínustjórn ákveður að veita Rússum mótspyrnu frekar en að láta undan. Átökin yrðu líklega helst á Krímskaga eða á mörkum Krímskaga og Úkraínu. Þau gætu breiðst út til annarra staða í Úkraínu, einkum austurhluta landsins þar sem rússneskumælandi íbúar eru fjölmennastir. Blaðamennirnir á Der Spiegel hafa ekki mikla trú á því að Vesturlönd grípi inn í og sendi herlið til að berjast við Rússa. Mjög líklega verði þó Rússar beittir refsiaðgerðum. Annar möguleiki er sá, sem leiðtogar á Vesturlöndum myndu helst kjósa, en það er að samningaviðræður fari fram með þátt- töku Vesturlanda og alþjóðastofnana í von um að menn rambi á endanum á lausn sem flestir gætu sætt sig við. Til greina kæmi að senda friðargæslulið til Úkraínu á meðan ástandið væri sem viðkvæmast. Þriðji möguleikinn, og sá sem líklegastur virðist orðinn eftir atburði gærdagsins, er sá að Úkraína liðist smám saman í sundur. Rússar hafi Krímskaga á valdi sínu til frambúðar og hugsanlega muni þeir hertaka einnig nokkur svæði í austurhluta Úkraínu, sem þeir myndu nefna verndarsvæði. Úkraínustjórn gæti lítið gert og eftir stæði mun minni Úkraína. Þrír möguleikar virðast líklegastir © GRAPHIC NEWSHeimild: Fréttastofur Dsjankoj Rússar herða tökin á Krímskaga Í VARÐSTÖÐU Úkraínskir lögreglumenn standa hér vörð við héraðsstjórnarbygg- ingu í hafnarborginni Odessu og varna því að stuðningsfólk Rússlands ráðist inn í bygginguna. NORDICPHOTOS/AFP Á KRÍMSKAGA Þessi maður stóð vörð um úkraínska herstöð í Kertsj á Krímskaga í gær. Úkraínskir hermenn horfa út um girðinguna. NORDICPHOTOS/AFP FJÖLMIÐLAR Gunnar Bragi Sveins- son utanríkisráðherra tjáði sig í gær um hvers vegna hann veitti RÚV ekki viðtal að loknum fundi í utanríkismálanefnd. Fréttamenn frá RÚV og Stöð 2 voru mættir á vettvang og fór svo að Gunnar Bragi ræddi aðeins við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2. „Til hvers veitir maður við- töl? Jú, til að svara spurningum fréttamanna sem leita upplýs- inga og til að veita upplýsingar. Ég hef ekki alltaf verið sáttur við það hvernig fréttamenn klippa til viðtöl og sleppa mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning,“ skrifaði Gunnar Bragi á Facebook-síðu sína. Hann segir steininn hafa tekið úr síðasta föstudag. „Og það sem verra er að þegar falast var eftir óklipptri upptöku af viðtalinu frá RÚV, var því neitað.“ Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarkona utanríkisráðherra, hafði áður vísað öllum ummælum um að utanríkisráðherra stundi ritskoðun á bug. „Þetta snýst að engu leyti um að ritskoða RÚV,“ sagði Sunna og vísaði til þess að ráðherra hefði einfaldlega verið ósáttur við frétt sem birtist fyrir helgi. - hvh Gunnar Bragi Sveinsson veitti RÚV ekki viðtal: Ósáttur við hvernig viðtöl eru klippt til GUNNAR BRAGI SVEINSSON Utan- ríkisráðherra er ekki sáttur við vinnubrögð sumra fréttamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Allsherjaratkvæðagreiðsla Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR Rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs sjö sæta í stjórn og þriggja til vara, skv. 20. gr. laga félagsins, hefst kl. 09:00 þann 6. mars nk. og lýkur kl. 12:00 á hádegi þann 14. mars nk. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á www.vr.is eða með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700. Kjörstjórn VR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.