Fréttablaðið - 04.03.2014, Page 14

Fréttablaðið - 04.03.2014, Page 14
4. mars 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Hvernig má örva krakka frekar í námi, auka virkni þeirra, vekja með þeim for- vitni og gera námið sem skemmtilegast? Um þetta fjallar verkefnið Biophilia sem er eitt af stórum verkefnum formennsku- árs Íslands í norrænu samstarfi. Um 2,8 milljónir danskra króna renna til verk- efnisins á þessu ári, sem nemur tæpum 60 milljónum íslenskra króna. Vísindamenn í skólastofunni Verkefnið felst í þróun kennsluaðferða þar sem tónlist, tækni og vísindi eru tvinnuð saman á nýstárlegan hátt til að örva skynjun og áhuga barna á náttúru- fyrirbærum og eðlisfræði. Hugmyndina má rekja til tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Hefðbundið kennslu- form er brotið upp og allir aldurshópar vinna saman, þvert á námsgreinar og fagsvið. Vísindakenningar öðlast líf þar sem krakkarnir fá sjálfir að prófa þær á skemmtilegan og einfaldan hátt og námið verður því fróðlegur leikur sem skilur eftir sig þekkingu og áhuga á frekara námi í tækni og vísindum. Komdu og skoðað‘í kistuna mína Þegar hafa hátt í 30 íslenskir skólar tekið þátt í verkefninu Biophiliu og nú er stefnt að því að börn annars staðar á Norður- löndunum fái að njóta þess líka. Þróaðar verða svokallaðar kistur sem innihalda kennslumyndbönd, spjaldtölvur og annað tæknilegt sem til þarf. Hvert og eitt Norð- urlandanna mun búa að einni kistu sem flyst milli skólanna til að kynna kennslu- aðferðina á tungumáli viðkomandi lands. Vísindasöfn á Norðurlöndum munu einnig koma að verkefninu sem og háskólar og menningarsöfn. Á slóðinni biophiliaeduca- tional.org er verkefnið kynnt á myndræn- an hátt. Árið 2016 fer fram mat á árangri verkefnisins. Það er von mín að Biophilia takist vel og verði grunnur að þróun nýrra kennsluhátta sem veita börnum og ung- mennum gott veganesti út í lífið. Biophilia – verkefni um skapandi kennslu                                 !!  "     #       "      " #    $     " % ! "   " "     "    &      !                      MENNTUN Eygló Harðardóttir norrænn samstarfs- ráðherra ➜ Hefðbundið kennsluform er brotið upp og allir aldurshópar vinna saman, þvert á námsgreinar og fagsvið. R áðherrar og stjórnarþingmenn vísa ekki eingöngu til „ómöguleikans“ þegar þeir verja þá ákvörðun að ætla að svíkja kosningaloforðin og slíta aðildarviðræðunum við ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu. Sumir vilja nota skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu viðræðnanna sem átyllu. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, orðaði þetta þannig á Bylgjunni í gær: „Menn voru að tala um að það ætti að kjósa um þetta. Síðan kemur hér skýrsla sem segir: Það eru engar varanlegar lausnir í boði. Þá er auðvitað ekkert hægt að fara að kjósa um þetta.“ Þessi framsetning er beinlínis rangtúlkun á niðurstöðum skýrsl- unnar. Þar er ekkert sem gefur ástæðu til að slíta viðræðunum. Í skýrslunni kemur í fyrsta lagi fram að ekki séu dæmi um varanlegar undanþágur frá stefnu ESB í sjávarútvegs- og landbún- aðarmálum. Það segir okkur út af fyrir sig ekkert um það að Ísland fái ekki slíka undanþágu; sérstaða okkar í sjávarútvegsmálum er svo miklu meiri en annarra ríkja sem áður hafa samið um aðild að ESB að það er ekki hægt að útiloka það fyrirfram. Svo mikið er víst að ótal dæmi eru um varanlegar undanþágur í aðildarsamningum ESB-ríkja, sem hafa verið veittar á grundvelli þjóðarhagsmuna. Í öðru lagi kemur fram að hægt sé að fá tímabundnar undan- þágur og dæmi séu um þær, til dæmis í landbúnaðarmálunum. Í þriðja lagi eru sérlausnir, þar sem löggjöf ESB er breytt til að mæta hagsmunum umsóknarríkis. Slík lausn er til dæmis breyting á landbúnaðarstefnu ESB fyrir „heimskautalandbúnað“ Svía og Finna. Það er að sjálfsögðu varanleg lausn; hún hefur gilt í 20 ár og stendur ekki til að hrófla við henni. Annað dæmi eru sérlausnir til að mæta sérstöðu Möltu í sjávar- útvegi. Fjármálaráðherrann gerði lítið úr þeim á fundi í Valhöll; sagði að heildarafli Möltu væri eins og hjá einum íslenzkum línu- báti. Það væri því ekki hægt að bera saman sjávarútvegshagsmuni Íslands og Möltu. Það er rétt, en það eru ekki rök fyrir því að Ísland fengi síður sérlausnir en Malta. Þvert á móti er Ísland margfalt líklegra til að fá sérlausnir, vegna mikilvægis sjávarútvegsins. Allt frá því að Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, setti fram hugmyndir um að hægt væri að búa til innan sjávarútvegsstefnu ESB sérstakt fiskveiðistjórn unarsvæði á Íslandsmiðum, hafa menn fremur horft til þess að löggjöf sambandsins yrði breytt en að Ísland þyrfti sérstakar undanþágur. Þannig orðaði Halldór það í ræðu sinni í Berlín í marz 2002; þetta yrði ekki undanþága frá stefnunni, heldur sértæk beiting hennar. Evrópusambandið hefur margoft lýst því yfir að hægt sé að semja um slíkt, meðal annars í rökstuðningi framkvæmdastjórnarinnar fyrir því að hefja aðildarviðræður við Ísland. Þar er það orðað svo að aðild Íslands myndi hafa mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu sambandsins. Þetta hefur út af fyrir sig allt legið fyrir; í skýrslunni eru engin ný sannindi að þessu leyti. Og þegar allt kemur til alls fáum við aldrei að vita þetta fyrir víst nema við klárum aðildarviðræður og sjáum aðildarsamninginn. Skýrslan breytir engu um það. Stjórnarliðar virðast raunar ekki trúaðri en svo á þetta skýrslu- tromp sitt að þeir gerðu ekkert með orð stjórnarsáttmálans um að fyrst ætti að ræða skýrsluna á þingi og kynna hana svo fyrir þjóðinni; þeir lögðu í óðagoti fram tillögu um að slíta viðræðunum áður en skýrslan var einu sinni útrædd á þinginu. Það sem þeir eiga auðvitað að gera er að leyfa þjóðinni að kynna sér hana rækilega – og kjósa svo um framhald viðræðna. Eru engar lausnir í boði í aðildarviðræðunum? Skýrslutrompið Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Ráðherra ritstýrir Það líður ekki sá dagur að ekki gerist eitthvað vandræðalegt, hjákátlegt eða beinlínis skaðlegt í kringum alþingis- mennina okkar. Í gær neitaði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra að ræða við fréttamann RÚV nema viðtal við hann væri ekki klippt í sundur. Fréttastofa RÚV brást að vonum ókvæða við og hefur óskað eftir skýringum á þessum skil- yrðum ráðherrans frá utanríkisráðuneytinu. Aðstoðarkona ráðherra vísaði í samtali við Vísi til fréttar sem birtist fyrir helgi sem hann var ósáttur við og fannst Gunnari Braga fréttamaður RÚV fara illa með það sem hann sagði þá. Það er merkileg af- staða að ráðherra ríkisstjórnar telji það vera hlutverk sitt að stýra fréttaflutningi Ríkisútvarpsins, en það er svo sem eftir öðru þessa dagana. Hvers konar klúbbur? Það er vægast sagt allt á suðupunkti á Krímskaganum þessa dagana og ógn- vænleg staða sem þar er uppi. Rússar hóta innrás og í versta falli sjáum við fram á stríð milli þeirra og Úkraínu- manna. Íslensk stjórnvöld leggja, að sögn utanríkisráðherra, þunga áherslu á að Rússar láti umsvifa- laust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. Þá hefur ráðherra sagt kröfuna skýra um að rússnesk stjórnvöld leiti sátta með friðsamlegum hætti í stað þess að grípa til vopnaðrar íhlutunar. En síðan er það „hinn utan- ríkisráðherrann“– forsetinn, sem sér ekkert athugavert við það að lyfta glasi og dilla sér með Pútín Rússlandsforseta og harðneitar að gauka að honum at- hugasemdum um stöðu mannréttinda- mála þar í landi milli skála. Það er eigin- lega óhjákvæmilegt að velta fyrir sér „hvers konar klúbbur er þetta eigin- lega“ eins og forsetinn sjálfur spurði í viðtali við Bloomberg þegar rætt var um Evrópusam- bandið árið 2010 þar sem hann var staddur í Kína. Hvers konar klúbbur er það eiginlega sem forsetinn er svona áhugasamur um að við göngum í? fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.