Fréttablaðið - 04.03.2014, Page 22

Fréttablaðið - 04.03.2014, Page 22
4. MARS 2014 ÞRIÐJUDAGUR2 ● íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 Vinnumarkaðurinn er stöðugt að breytast og samkeppni harðnar ríkja á milli um þekkingu, hæfni og nýsköpun í atvinnulífi og menntun. Á sama tíma gerir launafólk ríkari kröfur um tækifæri til menntunar og starfsframa. Þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir eru sífellt að verða stærri og mikilvægt að vinna markvisst að samfélagi velmegunar og velferðar til framtíðar, samfélagi sem trygg- ir öllum góð lífskjör og störf við hæfi. Á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar hefur rík áhersla verið lögð á að efla samstarf samtaka launafólks, atvinnu- rekenda, fræðslustofnana og stjórnvalda við uppbyggingu og þróun starfsmenntunar. Því starfi verður að halda áfram og efla enn frekar. Auka þarf vægi verk- og starfsnáms í íslensku mennta- kerfi með áherslu á fjölbreytni í námsframboði. Af hálfu verkalýðshreyfingarinnar hefur í því starfi verið lögð rík áhersla á að verk- og starfsmenntun verði metin jafngild bóknámi. Mikilvægur liður í því er að þróa nýjar námsleiðir og tryggja að þeim sem lokið hafa starfsnámi á framhaldsskólastigi gefist kostur á frekara námi í beinu framhaldi með áherslu á aukna faglega þekkingu og sérhæfingu á fagháskólastigi og að núverandi meistaranám falli þar undir. Samstarf fyrirtækja, samtaka launafólks og fræðsluaðila um starfstengt nám þarf að efla. Við skipulagningu og framkvæmd þarf að horfa til þess að samþætta væntingar og hags- muni nemenda og atvinnulífs, auka verklega þáttinn í starfsmenntun almennt og samþætta bóklega og verklega hluta námsins með virkari þátttöku starfsgreinaráðanna. Það er mikilvægt að hefja kynningu á mikilvægi starfs- menntunar við upphaf skólagöngu og nemendur komist í snertingu við þær námsgreinar er lúta að starfsnámi. Jafn- framt að þeir fái tækifæri til að sinna verklegum viðfangs- efnum iðn- og verkgreina. Mikilvægt er að efla kynningar á starfsnámi sem beinist að ungu fólki sem hyggur á fram- haldsskólanám og forráðamönnum þess, ásamt því að vekja almenning til vitundar um fjölbreytt framboð starfsnáms og mikilvægi þess fyrir atvinnulíf og samfélag. ASÍ hafði frumkvæði að því að móta þá stefnu að hlutfall Íslendinga 25-64 ára sem ekki hafa formlega framhaldsmenntun lækki úr 30% í 10% fyrir árið 2020. Til að þetta geti orðið að raunveruleika á næstu 10 árum, eða 2024, þarf skilvirkni í menntakerfinu að aukast verulega, brotthvarf að minnka auk þess sem gera þarf stórátak í að auka mennt- un þeirra sem nú starfa á vinnumarkaði og hafa aðeins lokið grunnskólanámi. Hér er um gríðarlegt verkefni að ræða sem kallar á að á næstu 10 árum verða 30 þúsund einstaklingar sem nú eru á vinnumarkaði eða í atvinnuleit að útskrifast með fram- haldsskólamenntun. Nauðsynlegt er að samtök launafólks gæti hagsmuna félagsmanna sinna með því að taka virkan þátt í mótun og framkvæmd menntunar. Þá er einnig mikilvægt að Íslend- ingar taki virkan þátt í umræðu og samstarfi um mennta- mál á alþjóðavísu og hagnýti sér þá þekkingu og reynslu sem þar verður til. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands Íslandsmót iðn- og verkgreina fer fram helgina 6.-8. mars í Kórnum í Kópavogi. Tilgangur mótsins er að veita ungu fólki í starfsnámi tækifæri til að sýna færni sína og kunnáttu í iðn- og verkgreinum. Keppendur á Íslandsmóti iðn- og verk- greina eru ýmist enn í námi eða nýútskrif- aðir frá framhaldsskólum vítt og breitt um landið. Þeir takast á við hagnýt og krefjandi verkefni sem reyna á hæfni, skipulag og fagmennsku. Keppt er í yfir 20 faggreinum, en einnig fer fram sýning á margvísleg- um iðn- og tæknistörfum. Verkiðn, samtök um keppnir í iðn- og verk- greinum á Íslandi, standa að Íslandsmótinu með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneyt- isins. Ástæða er til að fagna þessu þarfa fram- taki Verkiðnar og því mikla kynningarstarfi sem hér fer fram. 6.000 grunnskólanemendum er boðið sérstaklega á þennan viðburð og verð- ur hann vonandi til þess að opna augu þeirra fyrir þeim margvíslegu tækifærum sem eru í boði í starfsnámi á Íslandi. 25 framhaldsskólar munu nú í fyrsta skipti kynna námsframboð sitt á sama stað og sama tíma, bóklegt nám jafnt sem verk- legt. Starfsfólk skólanna verður á staðnum og mun veita upplýsingar um það nám sem er í boði í hverjum skóla og um inntökuskilyrði. Allt það sem gert er til að kynna starfsnám, auka sýni- leika þess og vekja um leið áhuga grunnskólanemenda er af hinu góða. Auk þess að sýna það sem í boði er í verk- námi gefur mótið ungu og upprennandi starfsfólki í iðn- og verkgreinum tækifæri til að sýna hvernig það hefur náð góðum tökum á tækni- og verkkunnáttu. Það er full ástæða fyrir þetta unga fólk að vera stolt af þeim góða árangri. Ég vil þakka Verkiðn fyrir mikilvægt framlag samtak- anna til eflingar iðn- og verkgreinum á Íslandi og óska keppendum og öðrum þátttakendum í Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2014 alls hins besta. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra Keppnisgreinar á Íslandsmóti iðn- og verkgreina eru 24 og varpa ljósi á fjölbreytta flóru. Við hjá Samtökum iðnaðarins erum stolt og glöð yfir því að hafa tekið þátt í að styðja Íslandsmótið frá upphafi. Nú eru keppnisgreinar orðnar 24 sem er glæsilegt. Öll keppni er þannig í eðli sínu að sífellt hækka þau við- mið sem keppendur þurfa að ná til að sigra og það er stórmerkilegt að þessi metnaður nái nú til svo margra greina. Að auki fylgja keppninni skólakynningar allra framhaldsskóla landsins sem einnig er frábær árangur. Verkiðn sem stendur að mótinu eru samtök sem stofnuð voru sérstaklega í þeim tilgangi að skipuleggja og halda Ís- landsmótið í verk- og iðngreinum. Það var mikið gæfuspor að tengja mótið alþjóð- legri keppni World Skills og glæða þann- ig Íslandsmótið þeirri alþjóðlegu vídd sem við þekkjum úr öllum íþróttum, vís- indum og keppni meistara í iðngreinum s.s. matreiðslu, hárgreiðslu og kökugerð. Það er okkar trú að þegar ungt fólk sér þessi stórkostlegu tækifæri til að velja sér fag og sækja fram til fagmennsku á heimsmælikvarða efli það hag landsins og einstaklingana sem verða for- ystufólk í samfélaginu til framtíðar. Þess vegna er líka svo skemmtilegt að bjóða nemendum úr grunnskólum í þúsundatali að koma og sjá, læra og nú í fyrsta skipti prófa sjálfir að leysa ýmis dæmigerð viðfangsefni meistarafagmanna í vandasamri iðn. Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Öflugt iðn- og verknám Mikilvægi verk- og starfsmenntunar Stórkostleg tækifæri Útgefandi: Verkiðn, Stórhöfða 31, 110 Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Björn Ágúst Sigurjónsson. Netfang: bjorn@verkidn.is. Ritstjóri: Lilja Sæmundsdóttir. Heimasíða: www.verkidn.is Blaðið er gefið út í tilefni af Íslandsmóti iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningarinnar sem fer fram í Kórnum í Kópavogi 6.-8. mars 2014.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.