Fréttablaðið - 04.03.2014, Page 24

Fréttablaðið - 04.03.2014, Page 24
4. MARS 2014 ÞRIÐJUDAGUR4 ● íslandsmót iðn- og verkgreina 2014 Einhverra hluta vegna hefur Börkur Guðmundsson raf- virki alltaf heillast af raf- magni. Þar fetar hann aðrar slóðir en margir karlmenn í fjölskyldu hans en flestir starfa þeir sem smiðir. „Áhug- inn kom greinilega mjög snemma því mamma kom að mér fjögurra ára gömlum uppi á eldhúsbekk þar sem ég var búinn að finna eldgamla og handónýta snúru og stinga henni í samband. Ég var hrein- lega heppinn að drepa mig ekki en það stoppaði mig ekki.“ Þegar grunnskóla lauk hóf Börkur tveggja ára nám í raf- virkjun við Verkmenntaskól- ann á Akureyri. Tíminn þar var skemmtilegur að sögn Barkar. „Ég var auðvitað ekki lengi að troða mér inn í Yggdrasil, leik- félag skólans, til að aðstoða við ljósin. Að tveimur árum liðnum þurfti ég að velja milli rafvirkj- unar eða rafeindavirkjunar og valdi rafvirkjun enda sterkari á því sviði. Vi útskrift. Í dag starfa ég hjá Víkurrafi á Húsa ljósauppsetningu og stjórnun.“ Börkur tók þátt í Íslandsmóti iðn- og verk leysa tvö verkefni en teikningar vegna þeirr uðum fyrr. Teikningum var hins vegar breyt af stað fyrri daginn en passaði mig betur da Hann var einnig einn fjögurra keppend iðn- og verkgreina í Leipzig í Þýskalandi á aðstæður en maður á að venjast heima, ti lífsreynsla og virkilega skemmtilegt en þa mörgum löndum á fjórum dögum.“ Aðspurður um nýliðun og horfur í grein nokkuð góðar. „Mér sýnist þetta líta ágætl Atvinnuhorfur eru fínar og launin góð.“ Ég vissi alltaf hvað mig langaði til að gera, alveg frá því ég var þriggja ára hef ég ætlað mér að verða hársnyrt- ir. Starfið er mín ástríða,“ segir Lena Magnúsdóttir hársnyrtimeistari á Eplinu í Borgartúni Lena vann keppni hársnyrtinema á Íslandsmóti iðn- og verkgreina á síð- asta ári og keppti í framhaldinu fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti hársnyrta sem haldið var í Þýskalandi. Hún segir heimsmeistaramótið hafa verið magnaða lífsreynslu „Þetta var mikil reynsla, bæði fyrir mig sem fagmanneskju en líka pers- ónuleg reynsla, að stíga svona hressilega út fyrir þægindarammann,“ segir Lena. „Keppninni fylgdi mikið stress og ég kom varla niður matarbita þessa daga. Þarna er fjöldi manns að fylgjast með manni vinna allan tímann. Þús- undir gesta fara þarna í gegn og dómarar fara um allt keppnissvæðið og taka út vinnu keppenda. Ég var úti í tíu daga en keppnin sjálf stóð í fjóra daga. Keppnisliðirnir voru átta og keppt í tveimur liðum á dag, uppgreiðslu og litun og dömuklipp- ingu, í sama haus þannig að liturinn þurfti að virka líka í klippingunni, gala- greiðslu, formblæstri og klippingu, skeggklippingu, permanenti og fleiru,“ útskýrir Lena. Hún undirbjó sig vel og var í stífri þjálfun í eitt ár og þrjá mánuði fyrir keppnina. „Það er allt önnur tíska í keppnisheiminum, allt aðrir litir og allt miklu ýkt- ara. Ég hafði ekkert viðmið og þurfti að setja mig inn í hvað væri flott og virkaði í keppni og hvað ekki. Svo þurfti ég bara að æfa mig aftur og aftur á því sama, til að ná bæði tækninni og þeim hraða sem þurfti sem var frekar erfitt,“ útskýrir Lena. Í keppninni fékk hún „Best of nation“-verðlaun og lenti í 15. sæti af 29 keppendum. Hún er sátt við frammistöðu sína í keppninni enda reynsl- unni ríkari. „Ég lærði ótrúlega mikið af þessu og kom heim stútfull af reynslu. Eftir keppnina hef ég verið að kenna í Tækniskólanum, sem er æðislega gaman.“ En tæki hún aftur þátt í svona stórri keppni? „Ég sé ekki eftir orkunni og tímanum sem fór í þetta en það er meira en nóg að gera þetta einu sinni um ævina.“ Laufey Dröfn Matthíasdóttir hafnaði í þriðja sæti á Íslandsmóti iðn- og verkgreina árið 2012. „Fyrsta daginn áttum við að hanna matseðil og seinni daginn ljósmyndabækling og plakat fyrir ljósmyndasýningu. Venj- an er að sigurvegarinn fari á heimsmeistaramótið en hann má þó ekki vera orðinn tuttugu og eins. Bæði sigurvegarinn og strákurinn sem lenti í öðru sæti voru orðnir of gamlir sem varð til þess að ég fékk að fara,“ útskýrir Laufey. Hún segist ekki hafa gert sér grein fyrir því þegar hún hélt utan hversu stór viðburður þetta var. „Þetta var ekkert smá flott mót og skipu- lagið til fyrirmyndar. Keppnin sjálf var með sams konar sniði og heima og áttum við meðal annars að hanna bæklinga, tímaritasíður, lógó og umbúðir.“ Laufey endaði í 22. sæti af 26 með 480 stig. Hún segist sátt við árangurinn og að þátttakan í keppninni hafi verið góð reynsla. Aðspurð segist Laufey upphaflega hafa ætlað í ljósmyndun. „Grunn- námið í Tækniskólanum fyrir ljósmyndun og grafíska hönnun er það sama og einhvers staðar á miðri leið áttaði ég mig á að mig langaði frekar að læra grafíska hönnun.“ Í dag er Laufey að vonast til að komast á samning til að geta farið í sveinspróf og lokið náminu. „Ég þarf að komast á samning hjá auglýs- ingastofu eða prentsmiðju í 28 vikur til að geta farið í prófið. Í framtíð- inni langar mig svo í ítarlegra nám í háskóla og fara þá meira út í hönn- unina. Draumurinn er svo að vinna á flottri auglýsingastofu.“ Þorri Pétur Þorláksson leiddist út í píparanám í gegnum fjölskylduna. „Pabbi minn er pípari og á fyrir- tæki sem mér var hálfvegis skófl- að inn í. Ég var búinn að vinna í fjölskyldufyrirtækinu í þó nokkurn tíma áður en ég byrjaði í náminu og vissi því sitt lítið af hverju um pípulagnir.“ NÓG AÐ GERA Hann segir píparastarfið vera fjöl- breytt og skemmtilegt. „Þetta er alls ekki eitthvert átta til fimm starf þar sem sami hluturinn er endur- tekinn dag eftir dag. Ég er að vinna með ýmiss konar efnivið, allt frá stáli til plasts. Svo legg ég jafnt grófar lagnir í nýbygging- ar og hengi upp fín og smágerð tæki sem þarf að láta passa upp á milli- metra. Það er líka nóg að gera hjá mér, ég gæti þess vegna unnið allan sólarhringinn ef ég vildi og er heppinn ef ég fæ frí um helgar.“ GEKK VEL FRAMAN AF Þorri Pétur var einn af þeim sem fóru á heimsmeistaramót iðn- og verk- greina, Worldskills í Leipzig 2013. „Mótið var risastórt og flott, ég á erf- itt með að lýsa upplifuninni. Ég fékk teikningu að verkefni í hendurnar þar sem ég átti að leggja lagnir í tilbúinn vegg. Ég fékk fimmtán klukku- stundir sem dreift var á tvo daga til að klára verkið. Mér gekk mjög vel fyrsta einn og hálfan daginn en þá var ég bæði andlega og líkam- lega búinn og allt fór í klessu. Það endaði svo með því að ég náði ekki að klára en það var aðeins einn sem kláraði verkefnið, heimamaðurinn, Þjóðverjinn.“ IÐNNÁMIÐ SKEMMTILEGT „Mótið úti fékk mikla athygli og greinilegt að þar er iðngreinum gert hátt undir höfði. Ég myndi alveg vilja sjá þetta hérna heima líka enda iðnnám skemmtilegt og fjölbreytt,“ segir Þorri Pétur. Íslenski hópurinn í Leipzig. Keppendur, dómarar sem jafnframt eru þjálfarar keppendanna, liðstjórar og kennarar í Hársnyrtiskólanum. Ólýsanleg upplifun Þorri Pétur Þorláksson pípari hefur nóg að gera og segist vera heppinn ef hann fær frí um helgar. MYND/GVA Er reynslunni ríkari Laufeyju dreymir um að vinna á flottri auglýsingastofu í framtíðinni. MYND/GVA Nóg að gera þetta einu sinni á ævinni Lena Magnúsdóttir hársnyrtir tók þátt í heimsmeistarakeppni hársnyrta. Worldskills í Leipzig Á Worldskills er keppt í öllum hugsanlegum iðn- og verkgreinum, bæði stórum og smáum. Fjórir Íslendinga Dröfn Matthíasdóttir, Lena Magnúsdóttir og Þorri Pétur Þorláksson, tóku þátt í heimsmeistaramóti iðngrei Heillaður af „Ég var h það stop rafvirki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.