Fréttablaðið - 06.03.2014, Page 52

Fréttablaðið - 06.03.2014, Page 52
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 ➜ Kassamerkið #FoodSongs tröll- ríður nú Twitter en þar keppist fólk um að breyta vinsælum lagatextum með ein- hverju matarkyns. Trend á Twitter Mat bætt inn í vinsæla dægurlagatexta Jee Young Han @lajeejee Sweet dreams are made of cheese, who am I to diss a brie? #FoodSongs Réttur texti Sweet dreams are made of this. Who am I to disagree? Eurythmics K Grubb @10MinuteWriter #FoodSongs Let‘s Hear It For The Soy! Réttur texti Let‘s hear it for the boy Deniece Williams Josh Stern @joshingstern I wanna hold your Ham #FoodSongs Réttur texti I wanna hold your hand Bítlarnir AMP Radio Calgary @ampcalgary What is love? Bacon don‘t hurt me … don‘t hurt me … anymore. #FoodSongs Réttur texti What is love? Baby don‘t hurt me. Don‘t hurt me, no more Haddaway Howard Ho @ho_howard Jello, is it me you‘re cooking for? @midnight #FoodSongs Réttur texti Hello, is it me you‘re looking for? Lionel Richie Dane Rauschenberg @seedanerun We Are Never Ever Getting Snacks Together #FoodSongs @midnight Réttur texti We are never ever getting back together Taylor Swift Útboð – Utanhúsmálun Húsfélagið Meistaravöllum 17 óskar eftir tilboðum í málun utanhúss ásamt minni háttar múrviðgerðum. Útboðsgögn er hægt að nálgast hjá formanni húsfélagsins, sími 866 22 58 (Salvör). Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 17 þann 18. mars, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim er þess óska. Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 69,9 millj. Seltjarnarnes - einbýlishús Tjarnarstígur 1 7 0 Selstjarnarnes Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 • Glæsilegt einbýlishús samtals að stærð 227,9 fm • Steypt hús • Eignarlóð • Tvöfaldur bílskúr Brávallagata 14 - Tvær íbúðir Vel skipulögð 4ra herbergja 85,4 fm. íbúð á 2. hæð í fjórbýlis- húsi auk sér um 40 fm. 2ja herbergja nýinnréttaðrar íbúðar í risi hússins. Skjólgóðar svalir til suðurs út af barnaherbergi stærri íbúðar. Auðvelt að breyta annarri stofu í herbergi. Nýlegir þakgluggar eru á risíbúð. Barnvænn bakgarður á milli Ljósvallagötu og Ásvallagötu. Verð 36,9 millj. Verið velkomin. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, sölustj. og lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17.30-18.00 OPI Ð H ÚS „Það er allt orðið klárt og það ríkir mikil eftirvænting. Nú treystum við bara á veðurguðina,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, við- burðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, sem stendur fyrir vetrarleikunum Iceland Winter Games sem hefjast í dag. Miklar framkvæmdir hafa verið í Hlíðarfjalli undanfarnar vikur til að gera allt klárt fyrir þessa einstöku vetrar- leika. „Á næsta ári verður mótið platinum-mót sem þýðir að allir bestu skíða- og brettakappar heimsins koma á svæðið. Þá erum við að tala um heimsmeistarann og Evrópumeist- arann. Menn verða að mæta á slík mót því annars hrynja þeir niður heimslistann. Menn eru mest að keppa á platinum-mótum,“ útskýr- ir Davíð Rúnar. Í ár taka þátt margir af fremstu bretta- og skíðamönnum heimsins eins og PK Hunder sem er í norska landsliðinu í free-ski. „Hann var í 14. sæti á Vetrarólympíuleikun- um. Hann er búinn að taka þátt í X games fimm sinnum og lenti í þriðja sæti í Frostgun í Frakk- landi. Felix Usterud er í norska lands- liðinu í free-ski. „Hann hefur tvisvar tekið þátt í heimsmeistara- mótinu í free-ski, lenti í þriðja sæti á Frostgun og í Street rail battle.“ Alls eru keppendur vetrarleik- anna um sextíu talsins. Þá eru margir frá erlendum fjölmiðlum fyrir norðan á meðan vetrarleik- arnir standa yfir. „Bærinn er að fyllast af erlendu skíða- og íþróttafólki. Við leggj- um mikið upp úr off-venue dag- skránni, það er alltaf eitthvað að gerast á kvöldin. Páll Óskar skemmtir á laugardagskvöldið í Sjallanum og Nýdönsk á Græna hattinum fyrr að kvöldi laugar- dags,“ bætir Davíð Rúnar við. gunnarleo@frettabladid.is Allt klárt í fj allinu Iceland Winter Games hefj ast í dag í Hlíðarfj alli. Um sextíu keppendur taka þátt í þessum einstöku vetrarleikum. Miklar framkvæmdir fylgja vetrarleikunum. TRYLLITÆKI Hér sjáum við ógnvænlegt tryllitæki við smíði stökkpalls í Hlíðarfjalli. MYND/DAVÍÐ RÚNAR GRÍÐARSTÓRIR PALLAR Stærðarinnar stökkpallar prýða hluta brekkunnar í fjallinu góða. MYND/DAVÍÐ RÚNAR HLÍÐARFJALL Mikið verður um dýrðir í fjallinu um helgina. Miklar framkvæmd- ir hafa staðið yfir undanfarnar vikur. MYND/DAVÍÐ RÚNAR MIKIL FEGURÐ Akureyrarbær lýsir upp myrkrið með einskærri fegurð. Hér sjáum við svokallað „rail“ sem menn ætla leika listir sínar á. MYND/DAVÍÐ RÚNAR DAVÍÐ RÚNAR GUNNARSSON HÖRKUVINNA Mikil vinna er að baki í Hlíðarfjalli fyrir vetrarleikana Iceland Winter Games sem haldnir verða um helgina. MYND/DAVÍÐ RÚNAR LÍFIÐ 6. mars 2014 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.