Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 06.03.2014, Blaðsíða 54
6. mars 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 46 „Þetta er eins og að klappa ketti,“ segir Tómas Einarsson fjalla- skíðakappi um skinnin sem sett eru undir fjallaskíði. Fjallaskíði eru ólík venjulegum skíðum að ýmsu leyti. „Skinn eru sett undir skíðin til að það sé hægt að ganga á þeim, jafnvel upp brekk- ur,“ segir Tómas. „Skinnin eru með stuttum hárum. Þau liggja þann- ig að þú getur rennt þér aðeins áfram,“ segir Tómas. „Skíðin sjálf eru sosum ekki mjög ólík venjulegum skíð- um, þótt þau séu aðeins breiðari. Aðalmunurinn er sá að hægt er að losa upp hælinn á binding- unum fyrir klossana þann- ig að þú ert frjálsari til gangs á skíðunum.“ Hópurinn sem stundar fjalla- skíðamennsku fer ört stækkandi. „Þetta er alltaf að öðlast meiri og meiri vinsældir, þessi skíða- mennska. Það er í rauninni hægt að stunda þetta nánast allt árið. Eins og þetta er búið að vera núna síðastliðið ár er hægt að komast á skíði alla mánuði ársins,“ segir Tómas sem byrjaði að stunda fjallaskíðamennsku fyrir fjórum árum. „Ég hef ekki alltaf verið mikill skíðamaður, en tók upp á því fyrir um sex eða sjö árum. Krakkarnir eru búnir að vera að æfa á skíðum og ég hef fylgt þeim. Síðan lá beinast við að fara út í fjalla- skíðamennsku meðfram hinu. Þetta er að vissu leyti meira krefjandi en venju- leg skíða- mennska. Þú verð- u r a ð geta geng- ið upp ti l að geta rennt þér niður. Það er ekki minnsta gleðin við það að vera úti í náttúrunni og bara ganga,“ segir Tómas. Tómas er búsettur á Akureyri. „Svæðið hérna á Tröllaskaganum er paradís fyrir svona skíðamennsku. Svo er fólk alveg að fara upp á jökla á fjallaskíðum, til dæmis á Hvanna- dalshnjúk. Þá næst alveg ævin- týralega langt rennsli. Ég hef hins vegar verið mest hér á þessu svæði á Tröllaskaganum. Ég var nefnilega skilinn eftir þegar hópurinn fór upp á Hvannadalshnjúk. Það var þannig að Andrésarleikarnir voru haldnir akkúrat sömu helgi. Sonur minn var að keppa, og það var ekki hægt að sleppa því. Á meðan fór kunningja- hópurinn á Hvannadalshnjúk. Það tók víst mjög á, ekki síst andlega, þetta er svo langur gangur.“ Á föstudaginn langa verður haldið fyrsta fjallaskíðamótið hér á landi. „Þá er gengin ákveðin leið sem við erum ekki alveg búin að negla niður. Þurfum að meta veður og aðstæður á keppnisdegi. Þetta snýst um það hver er fyrstur í mark. Það verður hópstart. Síðan er gengin ákveðin leið. Menn þurfa að skíða niður einhverjar brekkur, og síðan jafnvel að ganga aftur og skíða aftur niður. Við komum til með að birta frekari upplýsingar þegar nær dregur,“ segir Tómas. ugla@frettabladid.is Njóta náttúrunnar á fj allaskíðum Fjallaskíði njóta síaukinna vinsælda hér á landi en hægt er að stunda þessa skíðamennsku nánast allt árið um kring. Fjallaskíði eru ólík venjulegum skíðum að ýmsu leyti og segir fj allaskíðakapinn Tómas Einarsson íþróttina krefj andi. Fréttablaðið hafði samband við búðina Fjallakofann í Kringlunni, sem selur fjallaskíðabúnað, til að fá hugmynd um hvað kostar að stunda þessa íþrótt. Hér er verð á búnaði frá þeim. Ódýrasti pakkinn frá þeim kostar Völkl Qanik skíði 57.995 kr. Völkl Qanik skinn 36.995 kr. Marker F10 Tour binding 64.995 kr. Scarpa Thrill fjallaskíðaskór 79.995 kr. Samtals 239.980 kr. Miðlungsdýr pakki Völkl Nanuq skíði 109.995 kr. Völkl Nanuq skinn 36.995 kr. Diamir Fritschi Eagle 12 89.995 kr. Scarpa Maestrale RS 109.995 kr. Samtals 346.980 kr. Ef keyptur er pakki þá gefur Fjallakofinn 20% afslátt af honum. Að auki er nauðsynlegt að vera með góða stafi og hafa þá með breiðum kringlum. Verð 19.995-24.995 kr. Bakpoka er einnig nauðsynlegt að hafa fyrir aukaföt, nesti og snjóflóðabúnað. Verð á þeim er frá 13.995-28.995 kr. Heilög þrenning eins og fjallagarpar tala um er þetta: Snjóflóðaýlir 29.995-84.995 kr. Skófla 10.995-17.995 kr. Stöng 13.995-19.995 kr. ➜ Hvað kostar búnaðurinn? Þetta er að vissu leyti meira krefjandi en venjuleg skíðamennska. Þú verður að geta gengið upp til að geta rennt þér niður. Tómas Einarsson „Ég væri orðin ólétt aftur ef ég væri ekki föst í tónlistarverkefn- um. Mig langar í átta eða níu börn með Gerard – mitt eigið fótbolta- lið,“ segir söngkonan Shakira í viðtali við tímaritið Latina. Hún á soninn Milan, þrettán mánaða, með knattspyrnumanninum Ger- ard Pique og reynir nú að finna takt á milli einkalífsins og vinnunnar. „Ég fór stundum í hringi í kring- um hugmynd en ég hef ekki tíma í það síðan hann fæddist. Ég þarf að flýta mér aftur heim. Þannig að hann hefur kennt mér að einbeita mér,“ segir hún og vísar í son sinn. „Þegar maður á barn, þá finnur maður ást þess og friðinn í heim- inum. Maður vill deila góðu frétt- unum og deila hamingjunni sem maður finnur,“ bætir Shakira við. - lkg Langar í fl eiri börn Söngkonan Shakira væri til í átta eða níu stykki. BARNAÓÐ Shakira vill stóra fjölskyldu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY TÓMAS EINARSSON ➜ Aðalmunurinn á fjallaskíðum og venjulegum skíðum er sá að hægt er að losa upp hælinn á bindingunum fyrir klossana þannig að þú ert frjálsari til gangs á skíðunum. SKILINN EFTIR Tómas Einarsson var skilinn eftir á Akureyri á meðan vinir hans gengu á Hvannadalshnjúk. MYND/EIRÍKUR GEIR RAGNARSSON 2 3 4 Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Laugalandi, Holtum, föstudaginn 26. mars 2010 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 9. mars 2010. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. l l s svf. ver ur haldinn á Goðalandi Fljó shlíð, föstudagi n 21. mars 2014 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytingar á samþykktum. 3. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Reykjavík, 28. febrúar 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.