Fréttablaðið - 30.08.2014, Page 6
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
metra
sprunga í
Holuhrauni
opnaðist og
skilaði
hrauni sem
er 0,1
ferkílómetri.
600 Jarðvísindamenn hafa þegar bent á líkindin við upphaf Kröfluelda, en jarðhræring-
arnar stóðu frá 1975 allt til ársins 1984.
Upphaf þeirra umbrota var sumarið 1975 þegar land tók að gliðna í tengslum við
hreyfingar stóru skorpuflekanna á Íslandi. Nam gliðnun fljótlega mörgum metrum og
sprungur opnuðust.
Örlítið eldgos skammt frá Kröflu var það fyrsta í umbrotahrinunni. Næstu þrjú
eldgos þar á eftir, árin 1977 og 1980, voru kraftlítil og hraunin smá. Árin á eftir jókst
kraftur eldgosanna og árið 1984 varð stærsta gosið sem stóð í tvær vikur, en þá runnu
24 ferkílómetrar af hrauni og kvikustrókarnir stóðu allt að 70 metra í loft upp. Þetta
var níunda eldgosið á tímabilinu, og markaði það lok umbrotahrinunnar í Kröflu. Þá
höfðu 60 ferkílómetrar af hrauni runnið.
Heimild: Eldgos 1913-2004, Ari Trausti Guðmundsson - Ragnar Th. Sigurðsson
MINNIR STERKLEGA Á UPPHAF KRÖFLUELDA
HOLUHRAUN Eldgosinu lauk um klukkan fjögur í fyrrinótt en myndin er tekin klukkan 04.31. Gufur stíga upp af gosopunum og ná nokkra tugi metra í loft upp, en hraunin runnu 100 til 200 metra þaðan frá.
MYND/MARCONESCHER
Prófaðu Sensodyne vörurnar og finndu muninn.
Sensodyne fyrir viðkvæmar tennur
D
Y
N
A
M
O
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
NÝ OG BE
TRI
HÖNNUN
!
TANNBURSTAR OG
TANNKREM FYRIR
VIÐKVÆM SVÆÐI
ASKÝRING | 6
JARÐHRÆRINGAR Í VATNAJÖKLI: ELDGOS Í HOLUHRAUNI
Eldsumbrotin í Holuhrauni í fyrrinótt
eru flokkuð sem örgos af jarðvísinda-
mönnum. Gosið, sem er annað í röðinni
á fimm dögum, var mun minna en gosið
undir Vatnajökli fyrr í vikunni.
Ljóst var í gær að sprunga, um 600
metrar þegar hún var lengst, opnaðist
laust eftir miðnætti, og sást upphaf þess
á vefmyndavélum fjarskiptafyrirtækis-
ins Mílu auk þess sem gosórói var stað-
festur með mælakerfi Veðurstofunnar.
Sprungan liggur eftir eldri gossprungu
um Holuhraun, um fimm kílómetra frá
sporði Dyngjujökuls. Hraunrennsli var
lítið og stöðvaðist um klukkan fjögur um
nóttina, sem markar goslok. Hápunktur
þess stóð aðeins í um 20 mínútur nokkru
eftir miðnætti.
Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor
í jarðeðlisfræði, segir að um örgos hafi
verið að ræða, og hraunið sem rann
aðeins þúsundasti hluti þess kvikumagns
sem var undir. Gígarnir eru á sama
Eldur uppi í fjórar klukkustundir
Kvika braust upp á yfirborð í Holuhrauni norðan Dyngjujökuls laust eftir miðnætti í fyrrinótt og olli skammvinnu hraungosi. Umbrotin
undir jökli á laugardag mun stærri. Holuhraunsgosið hafði aðeins tímabundin áhrif á jarðskjálftavirkni sem er jafn áköf og fyrri daga.
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is