Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2014, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 30.08.2014, Qupperneq 20
30. ágúst 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20 TÓKU ÁKVÖRÐUN UM AÐ HÆTTA ÖLLU SULLI Æ fleiri Íslendingar kjósa að lifa lífinu án áfengis. Margvíslegar ástæður geta legið að baki þess að drekka ekki áfengi. Fréttablaðið tók púlsinn á nokkrum einstaklingum sem hafa kosið áfengislausan lífsstíl, forvitnaðist um af hverju og fékk að vita hverjir eru kostir þess og gallar. Frosti Gnarr listamaður Ætlaði bara að taka nokkurra vikna pásu Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakona Veit alltaf hvað ég er að gera og fer ekki yfir á VISA-kortinu Bergsteinn Jónsson verkefnastjóri hjá UNICEF Missti allt í einu algjörlega lystina á því að drekka Bára Hólmgeirsdóttir eigandi verslunarinnar AFTUR Fólk upplifir mann stundum sem þögla ógn Jón Jónsson tónlistarmaður Ég á bágt með að pikka út gallana Heiða Kristín Helgadóttir stjórnmálakona Ekki pláss fyrir svona „ææii fokk it attitude“. „Í upphafi var ekkert endilega pælingin að hætta algjörlega að drekka enda átti ég ekki í neinum teljandi vandræðum með mína neyslu. En eftir að hafa fjarlægst áfengi sé ég skýrar hvaða áhrif áfengi var farið að hafa á mig, jafn- vel þó að mér hafi fundist ég hafa ágæta stjórn á minni áfengisneyslu. Áfengi var orðinn stærri partur af lífi mínu en mig grunaði og tilefn- unum hafði fjölgað þar sem áfengi varð að vera með því annars yrði ekki gaman. Það var alveg oft gaman, en það var líka alveg rosalega oft ekki gaman og tók meira en það gaf. Samt leit ég aldrei svo á að áfengisneysla mín væri mikil eða fram úr hófi, en áfengi er mjög útsmogið og svo er það auðvitað eitur og kemur manni í eitrunarástand, sem ég sé betur í dag hvaða áhrif það var að hafa mig. Fyrst þegar ég var að velta fyrir mér að hætta að drekka tengdist það meira tímabundnu álagi og mig vantaði meiri fókus. Ég var fljót að fá meiri fókus, en svo fylgdi bara svo margt annað sem mér þykir í dag meira virði en áhrifin af nokkrum rauðvínsglösum og skuldin sem fylgir oftast daginn eftir. Mér varð fljótt ljóst að áfengis- laust líf setur lífið í annað samhengi, allt verður skýrara, afköstin aukast og erfiðar ákvarð- anatökur verða auðveldari. Það er ekki þetta pláss fyrir svona „ææii fokk it attitude“. Kostirnir eru nær óendan- legir, ég og maður- inn minn drekkum hvorugt áfengi og fyrir vikið er tengingin okkar á milli hrein og tær, sem er mér gríðarlega mikilvægt. Andlegi ávinningurinn af áfengislaus- um lífsstíl er líka mikill. Það er engin flóttaleið og því er ekki um neitt annað að ræða en að takast á við erfiðar tilfinningar og vanlíðan um leið ef slíkt kemur upp. Líkamlegur og efnahags- legur ávinningur er líka umtalsverður. Mikil- vægust af öllu er samt tengingin við strákana mína tvo og vissa mín um að geta alltaf verið til staðar fyrir þá allsgáð, sem er e-ð sem ég taldi mig alveg vera áður og sú tenging hefur bara orðið sterkari og dýpri. Í raun eru engir gallar við drekka ekki áfengi. Ef einhverjir, þá liggja þeir kannski helst í því hvað áfengisneysla er mikið norm og hvað hún er beintengd við allt sem þykir skemmtilegt og spennandi. Það loðir við áfengislausan lífsstíl að lífið sé tilbreytingar- laust og leiðinlegt. Eftir því sem ég færist fjær áfengisheimum þykir mér mikilvægara að taka þátt í að breyta þessari hugsanavillu. Aðallega vegna þess að ég var svo þungt haldin af henni sjálf og það voru ekki margir að halda þessum valmöguleikum á lofti í kringum mig, nema þá helst einhverjir sem höfðu sannarlega klárað kvótann sinn og vel það. Ég kláraði í sjálfu sér engan kvóta og hefði vel getað troðið marvaða léttmarineruð í kúltíveraðri rauðvínsdrykkju einu sinni til þrisvar í viku um ókomna tíð. En eftir að hafa losað mig við áfengi og séð heiminn með þeim augum sem ég sé hann með í dag þá langar mig ekkert til baka og mér finnst mikilvægt að segja frá því. Á sama tíma er þetta mjög vandmeðfarið, því ég ber mikla virðingu fyrir því að fólk gerir bara það sem það gerir og það tekur sínar eigin ákvarðanir og ég er ekki í neinni kross- ferð gegn áfengi. En mér finnst hins vegar mjög mikilvægt að halda þessum valkosti á lofti og ekki síður mikilvægt að finna að fleiri og fleiri eru að átta sig á því hvað lífið er miklu betra í háskerpu.“ „Það er engin sérstök ástæða sem hefur ráðið því að ég drekk ekki. Ég einfaldlega byrjaði aldrei. Ég hef alltaf átt mjög auðvelt með að skemmta mér og hef yfirleitt bara gaman af því þegar félagar mínir eru að fá sér. Jafnvel fer það stundum svo að ég segi eða geri mestu vitleysuna þó ég sé sá eini sem er allsgáður. Í seinni tíð hef ég fundið fyrir því að þessi lífsstíll minn er öðrum til eftirbreytni og það er mér mikil hvatning. Kostir þess að drekka ekki eru klárlega þeir að ég man alltaf allt sem gerist og eins get ég ekið í rólegheitunum heim á leið. Ég held að áfengisleysið eigi líka stóran þátt í því að ég get tvinnað saman tónlist og knattspyrnu og það finnst mér stór plús. Þó ég haldi nú ekkert sérstakt bókhald yfir þær upphæðir sem mögulega hefðu getað farið í áfengi þá er það ekkert launungarmál að ég hef sparað stórar fjárhæðir á því að drekka ekki áfengi, bæði í beinum og óbeinum kostnaði. Ég á bágt með að pikka út gallana sem þessu fylgja. Það er kannski aðallega það að geta ekki þegið gott boð um einn kaldan eða eitt rauðvíns- glas þegar fólk er ekkert nema almennilegheitin uppmáluð. Ég get auðvitað ekki talað fyrir aðra en í mínu tilfelli þá er áfengislaus lífsstíll málið. Mér finnst þó gott að vera ekkert að básúna þetta í upphafi hverrar samkomu og eins þá á ég yfirleitt til rautt og hvítt hér heima til að geta boðið gestum. Sjálfur er ég líka bara svo heimakær og rólegur á milli þess sem ég svala athyglis- þorstanum að þessi lífsstíll hentar mér afskaplega vel.“ „Ég vaknaði einn morguninn stuttu eftir að ég hafði hellt mér út í hugleiðslu- og jógaiðkun af krafti– og þurfti að horfast í augu við það að ég hafði allt í einu algjör- lega misst lystina á því að drekka. Frá því að ég komst yfir áfallið, því að mér fannst þetta mjög skrítið 21 árs gömlum, hefur lífið leitt mér í ljós smátt og smátt hversu bráðsniðugt það er fyrir mig að deyfa ekki vitund mína með víni. Maður á auðveldara með að lifa í núinu þegar ytri spennuvaldar móta ekki stefnu manns og stýra hvötum. Það á við um áfengi ásamt mörgu öðru. Auk þess eru skýrleiki og næmleiki hugleiðslu- iðkanda afar dýrmæt tæki og tól til að að koma honum í samband við sitt innra líf, því þar er sko hægt að fara á massíft fyllerí– maður lifandi! Ég get verið stropaður í skallanum af djúsí boðefnum, gleði og friði heilu og hálfu dag- ana. Það er annars svo langt síðan að ég hætti að drekka að ég er búinn að gleyma flestum göllum þess að drekka ekki. Ég hef ekki drukkið í nítján ár. Eins og Bára þá var ég að breyta svo mörgu í einu að ég get ekki neglt eitthvað sérstakt á drykkjuna. Kannski bara þá gjöf að fá og þurfa að vera ég sjálfur öllum stundum– til þess þarf pínu hetjulund sem bætir hressir og kætir.“ „Það hentaði ekki lífsstíl mínum að drekka eftir að ég byrjaði að stunda hugleiðslu og jóga. Það skipti mig raunverulega engu máli þegar ég hætti fyrir þrettán árum. Ég var aldrei dugleg að drekka hvort eð er. Það skiptir aldrei máli hvaða dagur er. Það er magnað frelsi í því að það byggist ekki upp spenna fyrir helgar. Allir dagar eru jafn góðir. Að vera góð fyrirmynd fyrir börnin mín finnst mér líka ótvíræður kostur. Annars er það svo margt– ekkert djammviskubit, ekki að redda pössun fyrir börnin, ekki að bæta þeim upp fjarvistirnar á djamminu, og svo náttúrulega skýr hugur. Helsti gallinn er sá að drekkandi fólk upplifir mann stundum sem þögla ógn við sinn lífsstíl eða einhvers konar siðgæðisvörð. Manni er síður boðið í veislur eða matarboð þar sem áfengi er haft um hönd. Svo er af- skaplega þreytandi að í þau skipti sem maður fer út er algengara en ekki að annað fólk finni sig knúið til að ræða eigin drykkju við mann eins og maður sé eftir- litsaðili eða yfir- höfuð eitt- hvað að spá í það.“ „Ég hef aldrei fundið neina þörf fyrir að „detta í það“. Á unglingsárunum fannst mér sumt sam- ferðafólk mitt ekki beint heillandi þegar það lá í tröppunum fyrir utan skemmtistaðina með ælu á buxnaskálminni og grátbólgin augu út af einhverju kærastadrama. Mér fannst þetta frekar fyndið og pínlegt í senn og ákvað því að velja hinn kostinn, vera allsgáð, þurr og vel lyktandi. Svo liðu árin og mér fannst einfaldlega gaman að skemmta mér án áfengis og fann því enga þörf fyrir að breyta því. Kostir þess að drekka ekki eru auðvitað þeir að þú veist alltaf hvað þú ert að gera, ert hress daginn eftir, ferð ekki yfir á VISA-kortinu og sparar þér leigubílaferðirnar. Ég hef í rauninni ekki fundið neinn galla við þennan valkost enn. Áfengislaus lífsstíll hentar mér allavega ákaflega vel.“ „Ég hætti að drekka af því að mér fannst það takmarka líf mitt. Í upphafi ætlaði ég bara að taka nokkurra vikna pásu en naut þess það vel að ég er enn edrú. Fyrir mig hefur helsti kosturinn við að hætta verið meiri stöðugleiki í lífi mínu. Helsti galli þess að hætta að drekka fyrir mig er bara hversu þreyt- andi viðbrögð fólks geta verið við því að ein- hver í hópnum drekki ekki. Það er oft lítill skilningur á því og fólk á það til að horfa á það sem árás á sinn eigin lífsstíl. En ég hætti að drekka fyrir tveimur og hálfu ári og við það öðlaðist ég betri andlega og líkamlega heilsu.“ Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.