Fréttablaðið - 30.08.2014, Page 42

Fréttablaðið - 30.08.2014, Page 42
FÓLK|HELGIN K jötsúpa er uppáhaldsmaturinn minn og þegar ég fermdist vildi ég helst hafa kjötsúpu á borðum en það þótti ekki nógu fínt,“ segir Árný Lára Karvelsdóttir, markaðs- og kynn- ingarfulltrúi Rangárþings eystra. Árný er uppalin á Hvolsvelli þar sem haldin er dýrindis kjöt súpuhátíð með tilheyrandi húllumhæi í dag. „Íbúarnir byrjuðu á að skreyta bæinn og svo lagði lokkandi kjötsúpuilm um allan bæ í gærkvöldi þegar bæjarbúar buðu gestum heim í eldhús til að smakka á eigin kjötsúpugaldri og bænd- ur í sveitarfélaginu buðu í fyrsta sinn upp á kjötsúpu við Seljalandsfoss.“ Kjötsúpuhátíðin er bæjarhátíð Rang- árþings eystra og nú haldin í tíunda sinn. „Hátíðin varð til í kringum árlega kjötsúpuveislu Sláturfélags Suðurlands sem rekur stærstu kjötvinnslu landsins á Hvolsvelli. Við búum enda í miklu land- búnaðarhéraði og kunnum að gera vel við okkur í mat og drykk. Því má segja að einkenni okkur samheldni íbúanna, ægifögur náttúran, landbúnaðurinn og kjötið og krásirnar úr náttúrunni.“ Kjötsúpuveisla SS stendur frá klukkan 15.30 til 16.30 í dag. „Flestir gestanna koma héðan úr nærsveitum en líka er mikið um brottflutta Hvolhreppinga og aðra gesti víðar að. Hvolsvöllur er í 100 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík og því skottúr að bruna austur til að eiga skemmtilegan dag og ylja sér á góðri kjötsúpu,“ segir Árný kát. Margt verður til gamans gert á Kjötsúpu hátíðinni í dag; Sirkus Íslands og Ávaxtakarfan skemmta yngstu kynslóðinni, farið verður í Bubble- bolta, keppt í hreppahreysti og Magni Ásgeirsson stýrir vallasöng við brenn- una, ásamt því að bjóða upp á barna- ball með Á móti sól í Hvoli síðdegis og stíga á svið með hljómsveitinni á kjötsúpuballinu í kvöld.“ Árný segir upplagt að mæta á Hvols- völl upp úr klukkan 13 því þá hefjist dagskrá á Miðbæjartúni og í Sveita- markaðsbröggunum. „Dagskráin verður öll á sama stað svo fólk leggur bílnum, skemmtir sér á sama svæði og nýtur fegurðar Rangár- vallasýslu sem geymir jökla, eldfjöll, Þórsmörk og landsfræga fossa í næsta nágrenni.“ Árný segir kjötsúpu móður sinnar þá bestu í heimi. Hér er uppskrifin: ■ 1 kg súpukjöt frá SS (að sjálfsögðu) ■ ½ msk. salt ■ ¼-½ pakki súpujurtir ■ 1 ½ dl hrísgrjón ■ kartöflur ■ gulrætur ■ rófur Setjið kjötið í pott og fyllið af vatni þannig að fljóti vel yfir. Sjóðið í hálfa klukkustund. Setjið þá annað hráefni í pottinn og sjóðið áfram í 30 til 45 mínútur, eftir stærð kjötbitanna. Þykkið með grjónum eða haframjöli, ef vill. Skoðið dagskrá Kjötsúpuhátíðarinnar á Fa- cebook. KJÖTSÚPA Í HVOLI HELGIN Um helgina leggur kjötsúpuilm um Rangárþing eystra þegar gestum og gangandi verður boðið upp á gómsæta kjötsúpu á Hvolsvelli. RANGÆINGUR Árný Lára mennt- aði sig í Reykjavík og Danmörku en segir dásamlegt að koma aftur heim á Hvolsvöll. Hún mælir heilshugar með búsetu í Rangárþingi eystra. ÍSLENSK KJÖTSÚPA Sláturfélag Suðurlands býður gestum og gangandi upp á dýrindis kjötsúpu á Kjötsúpuhátíðinni á Hvolsvelli í dag.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.