Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.08.2014, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 30.08.2014, Qupperneq 49
Við viljum ráða auglýsinga- eða grafískan hönnuð hjá fyrirtæki á sviði næringar, heilsu- og hjúkrunar. Starfið er 70 - 100% og felst í að hanna auglýsingar, markaðsefni og sjá um fréttabréf ásamt vefsíðu. Við leitum að jákvæðri manneskju sem getur unnið sjálfstætt og í teymi, hefur áhuga á heilsueflingu og jákvæðum lífsstíl. Reynsla og t ilvísun til meðmæla óskast. Góð vinnuaðstaða og fjölbreytt starf. Áhugasamir sendi umsókn á box@frett.is fyrir 10 sept. merkt “auglýsingar og sköpun 0710” AÞ-Þrif leitar að einstaklingum í vinnu. Ræstingar, afleysingar og gluggaþvottur. Einungis íslensku- eða enskumælandi einstaklingar koma til greina. Ákjósanlegur aldur er 20–40 ára. Gerðar eru kröfur um bílpróf og hreint sakavottorð. Umsóknir sendist á bjarki@ath-thrif.is eða á www.ath-thrif.is, merkt „ATVINNA“ ATVINNA Skeiðarási 12 210 Garðabæ Störf hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild og vöknun í Fossvogi eru laus til umsóknar. Á Gjörgæsludeild Fossvogi dvelja bæði börn og fullorðnir með margvísleg heilsufarsvandamál. Þar leggjast inn sjúklingar sem þarfnast gjörgæslumeðferðar af öðrum deildum LSH og veitt er margskonar sérhæfð meðferð sem krefst mikilla þekkingar. Starfshlutfall er 80%-100%. Vöknun Fossvogi sinnir sjúklingum eftir skurðaðgerðir. Einnig leggjast inn sjúklingar eftir ýmsar aðrar meðferðir og rannsóknir sem þarfnast svæfingar eða deyfingar. Um er að ræða vaktavinnu í miðri viku. Vöknun er lokuð um helgar og lögbundna frídaga. Starfshlutfall er 60-100%. Störfin eru laus frá 15. september 2014 eða eftir nánari samkomulagi. Á deildunum gefst kjörið tækifæri til að kynnast gefandi og einstaklingshæfðri hjúkrun sjúklinga sem þurfa mikla og flókna umönnun. Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingum sem búa yfir þekkingu og reynslu sem og nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Lögð áhersla á að taka vel á móti nýju fólki og veita góða aðlögun undir leiðsögn reyndra hjúkrunarfræðinga. Helstu verkefni og ábyrgð Að veita einstaklingshæfða hjúkrun, ráðgjöf og stuðning til skjólstæðinga og aðstandenda þeirra. Lögð er áhersla á þátttöku í teymisvinnu. Hæfnikröfur » Íslenskt hjúkrunarleyfi » Góð samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð » Faglegur metnaður og áhugi á gjörgæsluhjúkrun/ hjúkrun á vöknun Umhyggja • Fagmennska • Öryggi • Framþróun Laun samkvæmt samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir „laus störf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum. Nánari upplýsingar » Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2014. » Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Ákvörðun um ráðningu byggist á innsendum gögnum og viðtölum. » Upplýsingar veita Kristín Ingibjörg Gunnarsdóttir, deildarstjóri, krisgunn@landspitali.is, sími 824 5986 og Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur, olofss@landspitali.is, sími 824 5860. GJÖRGÆSLA OG VÖKNUN FOSSVOGI Hjúkrunarfræðingar REIKNISTOFA BANKANNA | Höfðatorg | Katrínartúni 2 | 105 Reykjavík | Sími: 569 8877 | www.rb.is Á R N A S Y N IR RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað hinar ýmsu fjármálalausnir, þar á meðal öll megin greiðslukerfi landsins. Helstu viðskiptavinir RB eru fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög. Markmið RB er að gegna lykilhlutverki í hagræðingu innan íslenska fjármálamarkaðarins með því að lækka upplýsingatæknikostnað fjármálafyrirtækja. Hjá RB starfar mikið af öflugasta IT-fólki landsins – og þó víðar væri leitað. Við leitum að framúrskarandi kerfisstjórum í eftirfarandi störf: · Kerfisstjóri í grunnþjónustu (IT Infrastructure) · Kerfisstjóri fyrir Linux Það tekur mörg ár að verða framúrskarandi kerfisstjóri. Ef þín sýn og vilji er að sjálfvirknivæða hlutina og starfa í hópi jafningja sem hafa sömu sýn þá er þetta rétta starfið fyrir þig. Okkar æðsta markmið er að veita viðskiptavinum okkar 100% uppitíma og það gerum við með því að hafa í okkar röðum kerfisstjóra í fremstu röð. Einstaklinga sem við treystum fyrir lyklinum að mikilvægustu upplýsingatæknikerfum landsins. Það eru ekki margir sem uppfylla þau skilyrði, ert þú einn af þeim? Við trúum á öfluga liðsheild og lifum og brennum fyrir áskoranir sem felast í flóknum tölvukerfum. Tækniteymin okkar eru ábyrg fyrir þeirri vinnu sem þau skila og þau hafa frelsi til þess að gera það sem þarf til þess að ná frábærum árangri. Við viljum að tími þinn hjá RB sé besti tími starfsævi þinnar. Nánar um störfin Kerfisstjórarnir eru hluti af 30 manna tæknirekstrardeild sem ber ábyrgð á rekstri allra upplýsingatæknikerfa RB auk þess að reka flest miðlæg bankakerfi á Íslandi. Kerfisstjóri í grunnþjónustu (IT Infrastructure) Mun koma að rekstri og uppbyggingu á IaaS (Infrastructure as a Service) umhverfi RB og fær tækifæri á að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni. Hæfniskröfur: netþjónalausnum. Kerfisstjóri fyrir Linux Mun koma að rekstri og uppbyggingu á Linux og AIX umhverfi RB ásamt þeim lausnum sem keyra ofan á því umhverfi og fær tækifæri til að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni. Hæfniskröfur: Nánari upplýsingar um starfið veitir Eyjólfur Ólafsson forstöðumaður Tæknireksturs, eyjolfur.olafsson@rb.is, sími 569 8877. Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar, frábæra samstarfs- félaga og umhverfi þar sem fagmennska, frumkvæði og traust eru undirstaða allra verka. Baritón saxófónleikarar eru sérstaklega velkomnir. Hægt er að sækja um á www.rb.is til 7. september 2014. Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í AÐ MÓTA KRAFTMIKIÐ OG LIFANDI UPPLÝSINGATÆKNIFYRIRTÆKI?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.