Fréttablaðið - 30.08.2014, Page 55
| ATVINNA |
Laus er til umsóknar staða deildarstjóra fræðslu, viðburða og miðlunar
við Borgarbókasafn Reykjavíkur.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endur-
spegli það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkurborg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og
hvetur innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri til að sækja um störf hjá borginni.
Borgarbókasafn
Borgarbókasafn er almenningsbókasafn Reykvíkinga sem hefur starfsemi víðsvegar um borgina. Undir merkjum safnsins eru
rekin 6 söfn, bókabíllinn Höfðingi og sögubíllinn Æringi. Safnið tilheyrir Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkur sjá nánar
www.reykjavik.is
Í árslok sameinast Borgarbókasafn Reykjavíkur og Menningarmiðstöðin Gerðuberg í eina öfluga menningarstofnun og liður í
þeirri sameiningu er komið verður á fót nýrri deild fræðslu, viðburða og miðlunar. Með sameiningu þessara tveggja stofnana
er framtíðarhlutverk safna Borgarbókasafns sem menningarmiðjur í hverfum borgarinnar styrkt.
Starfssvið:
• Þátttaka í að innleiða breyttar áherslur í rekstri og starfsemi Borgarbókasafns Reykjavíkur með það að markmiði að efla
fagmennsku, styrkja rekstur og auka sýnileika safnsins gagnvart borgarbúum og gestum.
• Stjórnun og fagleg ábyrgð á deild fræðslu, viðburða og miðlunar.
• Umsjón og ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar.
• Yfirumsjón með hugmyndavinnu, mótun, skipulagningu og framkvæmd viðburða, sýninga sem og fræðsludagskrá þvert á
alla starfsstaði Borgarbókasafns
• Yfirumsjón með víðtæku kynningarstarfi Borgarbókasafns.
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi.
• A.m.k. 3ja ára starfsreynsla á sviði stjórnunar og skipulagningar fræðslu, viðburða og miðlunar.
• Metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi.
• Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum.
• Mikil færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
• Gott vald á upplýsingatækni og áhugi á að tileinka sér nýjungar á því sviði.
• Gott vald á íslensku og ensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. desember.
Launakjör eru skv kjarasamningi Reykjavíkurborgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um starfið gefur
Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður, palina.magnusdottir@reykjavik.is Umsóknarfrestur er til og með 15. september nk.
Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Húsasmiðjan í Hafnarfirði vill ráða sölu- og
afgreiðslumann í pípudeild/fagmannaverslun.
Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi
að geta hafið störf sem fyrst
Ábyrgðarsvið
Hæfniskröfur
Nánari upplýsingar veitir:
Atli Ólafsson rekstrarstjóri
atliol@husa.is
HLUTI AF BYGMA
ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI
SÍÐAN 1956
HÚSASMIÐJAN LEITAR
AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI
Umsóknir berist fyrir 8. september n.k.
til Thelmu Guðmundsdóttur thelmag@husa.is
Öllum umsóknum verður svarað
Metnaður
Þjónustulund
Sérþekking
Áreiðanleiki
Liðsheild
Kjötiðnaðarmaður
Norðlenska óskar eftir að ráða kjötiðnaðarmann í kjötvinnslu
fyrirtækisins á Akureyri. Um er að ræða fjölbreytt starf í vinnslusal,
m.a. umsjón með reyk- og suðuklefum, söltun, skinkugerð,
afleysing í lögun og fleira sem verkstjóri felur viðkomandi.
Hæfniskröfur:
• Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og frumkvæði
• Góð samskiptahæfni og jákvæðni
• Fagmennska og geta til að vinna undir álagi
• Góð tölvu- og íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar veitir Eggert H. Sigmundsson vinnslustjóri
í síma 840 8858 eða netfang eggerts@nordlenska.is.
Áhugasamir geta sent ferilskrá á netfangið jona@nordlenska.is
eða fyllt út eyðublað á www.nordlenska.is.
Umsóknarfrestur er til 27. september 2013.
Öllum umsækjendum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Norðlenska er eitt öflugasta matvælaframleiðslufyrirtæki landsins,
með stórgripasláturhús og kjötvinnslu á Akureyri, sauðfjársláturhús og
kjötvinnslu á Húsavík, sauðfjársláturhús á Höfn og söluskrifstofu í
Reykjavík. Starfsmenn eru um 180 talsins og um 320 meðan á
sauðfjársláturtíð stendur. Meðal þekktustu vörumerkja Norðlenska eru
Goði, KEA, Húsavíkur hangikjöt og Bautabúrið.
Aðstoðarverkstjóri í pökkun
og afgreiðslu
Við óskum eftir að ráða aðstoðarverkstjóra í pökkun og
afgreiðslu Norðlenska á Akureyri. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af áþekku starfi æskileg
• Sveinspróf í kjötiðn og lyftarapróf æskilegt
• Sjálfstæð vinnubrögð, stundvísi, skipulagshæfni
og fru kvæði
Góð samskiptahæfni, snyrtime nska og fagleg framkoma
ð almenn tölvu nnátta, sem og íslensku- og ensku
kunnátta
Frek ri upplýsingar um starfið veitir Hörður Erlendsson
verkstjóri í síma 840 8864 eða netfang
pokkunakureyri@nordlenska.is. Umsóknarfrestur er til og
með 7. september 2014. Áhugasamir eru hvattir til að sækja
um á www.nordlenska.is. Öllum umsækjendum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Norðlenska er eitt öflugasta matvælafram-
leiðslufyrirtæki landsins með um 180 starfs-
menn að jafnaði. Fyrirtækið hlaut nýlega
gullmer i jafnlaunaúttektar PwC til marks um
að jafn étti kynjan a er haft að leiðarljósi við
launaákvarðanir.
REKSTRARSTJÓRI
HESTAMANNAFÉLAGIÐ SÖRLI
Laus er til umsóknar staða rekstrarstjóra hjá hestmanna-
félaginu Sörla í Hafnarfirði. Um er að ræða 60% starf.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega.
Helstu verkefni:
• Daglegur rekstur, fjáröflun og fjármálastjórn
• Samskipti við stjórn og félagsmenn
• Viðburða- og verkefnastjórn
• Þróun og uppbygging hestamannafélagsins Sörla
• Vefstjórn
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Tölvukunnátta
• Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
• Góðir samskiptahæfileikar
Nánari upplýsingar veitir formaður félagsins,
Magnús Sigurjónsson á magnuss@blonduskoli.is
og skal umsókn og ferilskrá sendast á sama netfang.
Umsóknafrestur er til 15. september n.k.
HÚSVÖRÐUR Í KAPLAKRIKA
Fimleikafélag Hafnarfjarðar leitar að karlkyns og kvenkyns
húsvörðum í íþróttamiðstöðina í Kaplakrika.
Vinnutími: Um er að ræða vaktavinnu.
Starfslýsing og helstu verkefni: Almenn húsvarsla í
Kaplakrika, taka á móti grunnskólabörnum og iðkendum FH,
baðvarsla og þrif á húsnæðinu, almenn gæsla og fylgja eftir
umgengnisreglum Kaplakrika, afgreiðsla og önnur tilfallandi
störf.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera barngóð,
samviskusöm, hafa ríka þjónustulund og vera íslensku-
mælandi. Umsækjandi þarf að vera 20 ára eða eldri
og með hreint sakavottorð.
Áhugasamir skili inn umsókn með ferilskrá á netfangið -
biggi@fh.is merkt “Starfsumsókn”
Vinsamlegast skilið inn umsóknum í síðasta lagi fimmtudaginn
28. ágúst
LAUGARDAGUR 30. ágúst 2014 11