Fréttablaðið - 30.08.2014, Síða 70

Fréttablaðið - 30.08.2014, Síða 70
KYNNING − AUGLÝSINGFerðir LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 20144 GIST Í GÖMLUM TURNI Á lista Lonely Planet yfir mögnuðustu hótel heims er meðal annarra Torre Prendiparte í Bologna á Ítalíu sem var meðal annars notað sem fangelsi um tíma. Listann tóku blaðamenn vefsíðunnar saman en á honum eru þeir gististaðir sem þeim fannst merkilegast að gista á í öllum sínum fjölmörgu ferðum um heiminn. Þegar gist er í þessum níu hundruð ára gamla og sextíu metra háa turni er ekki aðeins eitt herbergi í boði heldur allur turninn. Gistirýmið er á fyrstu tveimur hæðunum, þar er meðal annars vel búin stofa, stórt svefn- loft og eldhús. Fyrir ofan eru gömlu fangageymslurnar og á þakinu er verönd þar sem útsýnið yfir Bologna er stórfenglegt. Torre Prendiparte var notaður sem fangelsi á 18. öld. MYND/GETTY UNDUR HAFSINS TIL BRETLANDS Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Undur hafsins, eða The Wonders of the World’s Oceans, verður haldin víðs vegar um Bretland í september og október. Á hátíð- inni, sem upphaflega var haldin í Ástralíu, verða sýndar ellefu af áhrifaríkustu sjávarstuttmyndum heims. Þær eru skeyttar saman í tveggja tíma prógramm og fá áhorfendur þannig magnaða innsýn inn í líf kafara, brimbretta- kappa, sundfólks og sjávardýra. Hátíðin hefst 4. september í Truro í Cornwall og ferðast svo til 17 bæja og borga víðs vegar um landið til 30. október. Þeir sem eiga leið um geta skoðað dagskrána á www. oceanfilmfestival.co.uk. ÍSLAND ER EYJA ANDAGIFTAR Ísland er töfrum gætt í augum útlendra gesta og vitaskuld endalaus uppspretta ævintýra fyrir landsmenn um farsæla Frón. Í vikunni birtist á ferðasíðum BBC lofræða um ágæti Íslands. Þar segir að miðað við höfðatölu eigi Ísland fleiri rit- höfunda en nokkurt annað land í heiminum og að þar hafi fæðst mikils metnir rithöfundar og bókmenntir undanfarið árþúsund. Því til stuðnings eru víðfrægar Íslendingasögurnar nefndar, auk almennra skáldverka og ljóða, að ógleymdum Nóbelshafanum Halldóri Kiljan Laxness. Helstu áhrifavaldar eru sagðir stórbrotið landslag íslenskrar náttúru, óvið- jafnanlegur menningararfur og ófyrirsjáanlegt veðurfar sem hafi einnig haft áhrif á nafntogaða höfunda utan íslenskra landsteina. Þannig eru sögur af íslenskum víkingum sagðar hafa fyllt JRR Tolkien andagift og íslenskt landslag spila æ stærri rullu í umgjörð kvikmynda á borð við Die Another Day og sjónvarpsþátta eins og Game of Thrones. Þá hafi Reykjavík verið útnefnd bókmenntaborg Unesco árið 2011 vegna ástar íslensku þjóðarinnar á bókmenntum og skáldskap. EX PO • w w w .e xp o. is VIÐ SKUTLUM ÞÉR! *Miðast við að keyptur sé miði fram og til baka á: 3.500 kr. 1.750 kr.* FYRIR AÐEINS Frí þráðlaus internet - tenging í öllum bílum Ferðatími u.þ.b. 45 mínútur Alltaf laus sæti Alltaf ferðir Hagkvæmur kostur Umhverfisvænt BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 main@re.is • www.re.is Skannaðu strikamerkið með snjallsímanum og kynntu þér áætlunina. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.