Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 4
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Samtök um sorg og sorgarviðbrögð NÝ DÖGUN www.nydogun. is • www.sorg. is • sorg@sorg. is Sr. Svavar Stefánsson fjallar um sjálfsvíg á fyrirlestri hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð, 18. september n.k. í safnaðarheimili Háteigskirkju. Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 Í kjölfarið fer af stað stuðningshópur fyrir aðstandendur j gsem misst hafa í s álfsví i. Sjá vetrardagskrá Nýrrar dögunar á www.sorg.is Allir velkomnir. ALÞINGI Kristján Möller, Samfylk- ingu, gerði fyrirhugaða hækk- un á virðisaukaskatti á rútuferð- ir íþróttafélaga að umtalsefni á Alþingi í gær. Samkvæmt frumvarpi fjár- málaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti leggst tólf pró- senta virðisaukaskattur á fólks- flutninga verði frumvarpið að lögum í óbreyttri mynd. Kristján sagði að ef farið væri með strætó væri það virðisaukaskattsfrjálst, sömuleiðis ef farið er með flugi en rútufarið hækki því á það leggist virðisaukaskattur og langflestir noti rútu til að fara á milli staða. „Þetta er bara einfalt reiknis- dæmi. Ferð sem kostar eina millj- ón króna með 40 manns innan- borðs hækkar um 120 þúsund krón- ur. Svo get ég eft- irlátið fjármála- ráðherra að reikna út hvað það þýðir fyrir hvern ein- stakling,“ sagði Kristján. Bjarni Bene- diktsson, fjár- mála- og efnahagsráðherra, segir auðvelt að halda því fram að þar sem eitthvað sé virðisaukaskatt- skylt eigi annað ekki að vera það. „Línan sem er unnið eftir varð- andi fólksflutninga er þessi: Áætl- unarferðir eru undanskildar. Aðrar ferðir, sérstaklega í afþrey- ingarskyni og þar er horft til ferðamannaiðnaðarins, komi inn í kerfið. Það þýðir, já, að rútuferðir sem ekki eru í áætlun, sama hvort verið er að flytja íþróttafólk eða hóp eldri borgara eða þingmenn eða aðra, koma inn í kerfið,“ sagði Bjarni. Fyrirhuguð hækkun á virðis- aukaskatti á mat var til umræðu og gagnrýndu þingmenn Sam- fylkingar og Vinstri grænna að þingmenn Framsóknar voru ekki viðstaddir umræðuna. Margir þingmenn flokksins hafa lýst and- stöðu við hækkun matarskatts. „Á þessum fundi að ljúka án þess að við, almennir þingmenn, fáum að ræða við framsóknar- menn?“ spurði Össur Skarphéð- insson, þingmaður Samfylking- arinnar, og bætti við að það væri mikilvægt að þingmenn fengju að spyrja framsóknarmenn út í afstöðu þeirra. „Ég hef ekki keypt ísskáp frá því 2001, þannig að hann má lækka ansi mikið í verði til að vega upp á móti öllum þeim matarkörfum sem ég hef keypt á því tímabili,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingar, og benti á að ekki væri hægt að fresta matarkaupum. „Lágtekjufólk þarf alla daga að kaupa mat en það getur frest- að ýmsum útgjöldum af þessum toga,“ sagði Árni Páll. Bjarni svarði Árna Páli og benti á að tekjulágir notuðu að jafnaði hærra hlutfall ráðstöfunartekna í neyslu en aðrir tekjuhópar. „Það gildir ekki bara um mat- vöruna, sem menn vilja einblína á í þessari umræðu, sem er að hækka vissulega. Það gildir líka um alla hina neysluna, sem er í öðrum flokkum sem eru að lækka. Þess vegna njóta tekjulágir umfram aðra lækkana á öðru því sem lækk- ar í þessu frumvarpi. Þeir njóta hlutfallslega meiri ávinnings af lækkunum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar.“ johanna@frettabladid.is Íþróttamenn borga meira Ferðakostnaður íþróttafélaga og íþróttafólks eykst ef tólf prósenta virðisaukaskattur verður lagður á hópferða- flutninga. Framsóknarmenn tóku ekki þátt í umræðum um hækkun matarskatts á Alþingi í gær. 1,2% karlmanna báru nafnið Jóhann árið 2013. Jafnstór hlutdeild kvenna bar nafnið Jóhanna. ATVINNULÍF Hlutfall fjarvista á vinnumarkaði vegna veikinda er tiltölulega lágt á Íslandi miðað við önnur lönd. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við teljum að fjarvistir vegna veikinda hér á landi séu almennt á bilinu þrjú til fjögur prósent en það vantar traustari tölur til að virkilega leggja mat á þetta,“ segir Þorsteinn. „Við teljum mik- ilvægt að það sé unnin betri töl- fræði í kringum þetta og höfum átt í viðræðum við Hagstof- una um hvernig bæta megi úr þessu,“ segir hann en Fréttablað- ið greindi frá því í gær að veik- indi borgarstarfsmanna á fyrstu sex mánuðum ársins hafi kostað borgina 145 milljónir króna. Hagstofa Íslands mun nota vinnumarkaðsrannsóknir sínar til að finna nánari upplýsingar um veikindatölur. Lárus Blön- dal, deildarstjóri hjá Hagstof- unni, segir að eins og staðan sé núna sé erfitt að koma auga á veikindatölur í hagtölum stofn- unarinnar. Í vinnumarkaðs- rannsóknum hefur verið spurt út í fjarveru frá vinnu og ætlar stofnunin að skoða þau svör betur. „Auðvitað eru þetta mjög gagnlegar upplýsingar og það væri gott að geta metið þetta yfir einhvern tíma,“ segir Lárus og reiknar með því að upplýsing- ar um veikindadaga verði til- búnar á seinni hluta þessa árs. - fb Algengt er að fjarvistir á vinnumarkaði vegna veikinda séu þrjú til fjögur prósent af fjölda vinnustunda: Færri fjarvistir á Íslandi vegna veikinda SKOÐA BETUR Þorsteinn Víglundsson telur að bæta þurfi tölfræði um fjarveru fólks vegna veikinda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tekju- lágir njóta hlutfallslega meiri ávinn- ings af lækk- unum í frumvarpinu en aðrir tekjuhópar. Bjarni Benediksson fjármála- og efnahagsmálaráðherra. FYRSTA UMRÆÐA Þingmenn ræða frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti á þingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KRISTJÁN MÖLLER DÓMSMÁL Seinka á stofnun emb- ættis héraðssaksóknara um eitt ár til viðbótar eða til 1. janúar 2016. Upphaflega voru lög um stofn- un embættisins samþykkt árið 2008 en vegna efnahagshrunsins hefur í fjórgang verið seinkað að koma embættinu á fót. Þetta kemur fram í frumvarpi sem Sigmundur Davíð Gunn- laugsson dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi í gær. Embætti héraðssaksóknara átti að verða nýtt stjórnsýslustig innan ákæruvaldsins. - ih Stofna átti embættið 2009: Fresta stofnun nýs embættis VERSLUN Velta byggingavöruversl- ana jókst um tæplega tíu prósent að raunvirði í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum ársins var velta bygg- ingavöruverslana 11,6 prósentum meiri en á sama tímabili í fyrra samkvæmt tölum frá rannsókna- setri verslunarinnar. Telja sérfræðingar rannsókna- setursins þetta til marks um aukna veltu í byggingariðnaði. - ih Uppsveifla í byggingariðnaði: Meira keypt af byggingavörum BYGGINGAVÖRUR Aukin verslun með byggingavörur er merki um meiri veltu í byggingariðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá RIGNING MEÐ KÖFLUM Austanátt og rigning með köflum á landinu í dag og á morgun. Á föstudag gengur í vestanátt með skúrum en léttir til suðaustanlands. 10° 5 m/s 11° 4 m/s 10° 5 m/s 12° 10 m/s Hæg A-átt. Vindaspá Gildistími korta er um hádegi 22° 28° 19° 25° 21° 17° 24° 19° 19° 27° 23° 30° 30° 25° 23° 21° 20° 23° 11° 5 m/s 12° 7 m/s 10° 4 m/s 10° 7 m/s 11° 4 m/s 11° 3 m/s 6° 3 m/s 11° 10° 9° 9° 11° 13° 10° 13° 10° 11° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FÖSTUDAGUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.