Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 26
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kkolbeins@365.is, s. 512 5447 Þegar ég kláraði BS-próf í jarðeðlis-fræði í vor langaði mig í reisu. Í fyrstu velti ég fyrir mér klassísku bakpokaferðalagi um Austur-Evrópu en þegar félagi minn sýndi mér hjólaleið á netinu sem kallast Great Divide Mountain Bike Route breyttust plönin,“ segir Daníel Þorláksson sem hélt í æði langa hjólaferð um Bandaríkin í sumar. „Ég á ættingja í Bandaríkjunum og hef dvalið töluvert í Kaliforníu og á Austurströndinni. Ég hafði hins vegar aldrei ferðast um mið- bik Bandaríkjanna sem mér var sagt að væri töluvert frábrugðið ströndinni,“ segir Daníel en hann hafði enga reynslu af hjólaferðum. Hann er hins vegar björg- unarsveitarmaður og hefur ríka reynslu af fjallgöngum. AÐ MESTU Á MALARSTÍGUM Hjólaleiðin sem Daníel ákvað að fara er nákvæmlega kortlögð og hægt er að kaupa kort af henni á netinu. „Leiðin er þannig upp byggð að um 80 prósent hennar eru um malarvegi, tíu prósent á malbiki og tíu prósent á einstigum,“ lýsir hann. Ferðalagið hófst rétt fyrir utan Banff í Kanada. „Leiðin eltir vatnaskilin niður til bæjarins Antelope Wells sem er smábær við landamæri Nýja-Mexíkós og Mexíkós. Í heildina er hún um 4.000 km en ég fór ekki alla leið heldur lauk ferðalaginu í Denver sem er um 3.100 km leið,“ segir Daníel. Stór hluti leiðarinnar liggur um Klettafjöll- in og fór Daníel tuttugu sinnum yfir vatna- skilin. „Vatnaskilin eiga við það þegar vatnið flæðir annaðhvort í Atlantshafið eða Kyrrahafið,“ útskýrir Daníel sem upp- lifði allt öðru vísi Bandaríki en hann var vanur á ferðalagi sínu. „Þetta er rosalega strjálbýlt svæði og í raun er Ísland þétt- byggðara en Montana og Wyoming, þar sem ég hjólaði mest,“ segir hann. Daníel ferðaðist einsamall en hitti þó annað veifið hjólagarpa sem voru á sömu leið. „Maður hékk með sumum í nokkra daga meðan ferðir okkar stóðust á.“ VILLTIST LÍTIÐ Daníel segir leiðina mjög vel kortlagða með nákvæmum upplýsingum um hvar eigi að beygja og hve langt er á milli gatnamóta. „Það var því frekar einfalt að rata ef maður hafði kortið en hefði verið ómögulegt án þess enda oft farið um fáfarna stíga.“ Hann segist sjaldan hafa villst. „Allavega ekki alvarlega. Stundum tók ég þó 20 km aukahring.“ Daníel hafði lítið hjólað fyrir ferðina en keypti sér hjól úti. „Ég átti síðan megnið af búnaðinum sem til þurfti en keypti hluti á borð við hraðamæli og lengdarmæli sem ég notaði langmest sem rötunartæki og svo sólarhleðslutæki,“ segir Daníel en einnig festi hann kaup á bjarnarspreyi, til að fæla burtu birni, og vatnsfilter. Hann þurfti þó aldrei á bjarnarspreyinu að halda. „Ég sá birni tvisvar á leiðinni en þeir litu varla við mér,“ segir hann glett- inn. HIRÐINGI Í 40 DAGA Inntur eftir því sem stendur upp úr í minn- ingunni segir Daníel það vera hið furðu- lega hirðingjalíf. „Það er skrítið líf að vera á nýjum stað á hverjum degi í fjörutíu daga. Eyða síðan þremur tímum í að elda, tjalda og rífa niður tjaldið,“ segir Daníel sem var mjög hrifinn af þjóðgörðunum Glacier National park og Yellowstone. Besti hluti leiðarinnar að hans mati var þó The Great Basin. „Það er heljarinnar sigdalur þar sem vatnið flýtur hvorki til Kyrrahafsins né Atlantshafsins. Auðnin minnti mig dálítið á hálendi Íslands fyrir utan hitann og einhvers konar antílópur sem stukku um á fimmtíu kílómetra hraða.“ Daníel segist hafa heillast af þessum ferðamáta og langar til að endurtaka leikinn í framtíðinni. Nú liggur leiðin hins vegar til Innsbruck í Austurríki þar sem hann ætlar að nema veðurfræði og stunda skíðamennsku sér til gamans. ■ solveig@365.is HJÓLAÐI 3.000 KM UM BANDARÍKIN EINN Á FERÐ Daníel Þorláksson ákvað að halda upp á útskrift úr háskóla með hjólaferðalagi um Bandaríkin. Ferðin hófst í Kanada og lauk rúmum þrjú þúsund kílómetrum síðar í Denver í Colorado. VIÐ VATNASKIL Hér er Daníel á leiðinni yfir vatnaskilin í nítjánda sinn. KLETTAFJÖLL Umhverfið á leiðinni var stórbrotið. Hér má sjá hluta Klettafjalla í Kanada. Hjarta-Aspirín Opið hús LEIÐSÖGUNÁM OG FARARSTJÓRN ERLENDIS Kynning á námi í máli og myndum fer fram í skólanum að Bíldshöfða 18 fimmtudaginn 18. sept. frá kl. 18 til 20. Kjartan Trausti Sigurðsson, fararstjóri til fjölda ára, mætir á svæðið. Bíldshöfða 18, sími 567 1466 www.menntun.is AUÐN Fákurinn góði á götunni sem leiðir út úr The Great Basin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.