Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 2
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FREISTANDI AUKAHLUTA- PAKKAR FYRIR AURIS MEÐAN TILBOÐIÐ VARIR Aukahluta- pakkar á tilboði LIVE PAKKI 259.000 kr. Filmur í rúður Krómlisti á skott Krómstútur á púst Þokuljósasett Krómlistar á hliðar 16” álfelgur (Orion) Fullt verð 426.829 kr. Tilboðsverð SPORT PAKKI 105.000 kr. Filmur í rúður Toppgrindarbogar Skíðafestingar fyrir 4 skíði Gúmmímotta í skott Hlíf á afturstuðara (póleruð) Fullt verð 173.568 kr. Tilboðsverð HLÍFÐAR PAKKI 168.000 kr. Toyota ProTect 5 ára lakkvörn Filmur í rúður Gluggavindhlífar 4 stk. Hliðarlistar (svartir) Hlíf á afturstuðara (póleruð) Stuðaravörn (svört) Gúmmímotta í skott Filmur á handföng að framan Fullt verð 246.581 kr. Tilboðsverð *Live pakkinn er ætlaður fyrir grunnútgáfu Auris og Auris TS. Óskir um Live pakka fyrir aðrar útgáfur bílanna kalla á sérsniðna aðlögun í samráði við söluráðgjafa. SPURNING DAGSINS LÖGREGLUMÁL „Mann grunar að það séu fleiri tilfelli,“ segir Ísa- bella Theodórsdóttir, sem kveð- ur hundinn Myrkva, sem talinn er hafa lagst á lömb í síðustu viku, hafa ráðist á hund hennar í fyrrasumar. Ísabella var ásamt sínu fólki í heimsókn á bæ nærri Flúðum um verslunarmannahelgina í fyrra. Með í för var Fox Ter- rier-hundur fjölskyldunnar. Við annað hús þar nærri var labra- dorblendingurinn Myrkvi. „Hann rýkur beint í okkar hund án nokkurs aðdraganda og læsir kjaftinum alveg yfir bakið á honum, reisir hann upp og skellir honum í jörðina. Hann var bara að fara aflífa hund- inn okkar,“ segir Ísabella, sem kveður hundunum þá strax hafa verið stíað í sundur. Að sögn Ísabellu námu dýra- læknisreikningar í kjölfarið tugum þúsunda króna. Eigandi Myrkva hafi ekki viljað taka þátt í kostnaðinum. Því hafi málið á endanum verið kært til lögreglu. Eigandi Myrkva, sem ekk- ert vill láta hafa eftir sér undir nafni, segir kæru Ísabellu hafa verið ástæðulausa. Aðkomu- hundur hafi komið askvaðandi að húsinu og lent saman við hans hund líkt og gangi og gerist. Eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær voru hundarnir tveir hvor úr sínu húsinu á tví- býli í nágrenninu og hafa þeir iðulega verið í slagtogi saman. Um er að ræða jörð austan Stóru-Laxár en Ósabakki stend- ur handan árinnar. Yngri hund- urinn var handsamaður af hús- freyjunni á Ósabakka og síðan aflífaður en hinn hundurinn, sem talinn er vera Myrkvi, komst undan. Eigandi Myrkva segist alls ekki viss um að Myrkvi hafi átt þátt í atlögunni að lömbunum enda sé hann ekki árásargjarn. Þegar lögreglu hafi borið að garði hafi hundurinn legið þurr og hreinn á hlaðinu sem bendi til þess að hann hafi ekki lent í nokkru mis- jöfnu. Hann hafi þó verið aflífað- ur í gær því ekki væri hægt að vera í óvissu með hundinn. Lögreglan á Selfossi staðfestir að Myrkvi sé dauður. Málið frá í fyrra hafi ekki verið rannsak- að vegna anna í öðrum málum. Nú verði bæði málin rannsökuð ofan í kjölinn. Séu efasemdir eiga nda Myrkva réttar gengur stórtæk- ur dýrbítur enn laus við Stóru- Laxá. gar@frettabladid.is Meintur lambabítur áður í lögreglumáli Eigandi labradorblendingsins Myrkva sem talið er að hafi, ásamt öðrum hundi, drepið fimm lömb á bænum Ósabakka í síðustu viku var kærður vegna árásar á minni hund í fyrra. Lögreglan komst ekki í að rannsaka málið. SVÍÞJÓÐ, AP Tomas Löfven og félagar hans í sænska Sósíaldemókrata- flokknum hafa átt í stjórnarmynd- unarviðræðum við Umhverfis- flokkinn, en hafa ákveðið að hafa Vinstriflokkinn ekki með í væntan- legri minnihlutastjórn. Þetta er gert til þess að eiga auð- veldara með að starfa með stjórnar- andstöðu hægri flokkanna. Hvorug fylkingin hlaut hreinan meirihluta í þingkosningum í Sví- þjóð á sunnudaginn, þar sem hinir umdeildu Svíþjóðardemókratar fengu þrettán prósent atkvæða og koma þannig í veg fyrir að hægt verði að mynda meirihlutastjórn hvort sem er á hægri eða vinstri vængnum. Jonas Sjöstedt, leiðtogi Vinstri- flokksins, var heldur undrandi á þessari stöðu mála, þar sem hann hafði reiknað með að vinstri flokk- arnir þrír myndu reyna að mynda minnihlutastjórn saman. Sjöstedt hét því að flokkurinn yrði öflugur í stjórnarandstöðu. - gb Sósíaldeómkratar og Umhverfissinnar reyna myndun minnihlutastjórnar: Vinstriflokkurinn skúffaður DANMÖRK Tveir menn urðu fyrir skotum byssumanns í réttarsal í Kaupmannahöfn í gærmorgun, skammt frá Ráðhústorginu. Annar þeirra lést af völdum skotsára. Árásarmaðurinn er 67 ára gam- all, afi barns sem forræðisdeila stendur um. Sá sem særðist er 31 árs gamall faðir barnsins, sem um er deilt, og þar með barnsfaðir dóttur árásarmannsins. Skotvopnið var að sögn lög- reglu riffill, og hafði verið sagað framan af hlaupinu. Árásarmað- urinn hleypti af nokkrum skot- um. Hann var handtekinn stuttu síðar. - gb Morð í Kaupmannahöfn: Afinn sekur um skotárás HEILSA Alþjóðaheilbrigðisstofnun- in og ráðgjafar stjórnvalda á Eng- landi hafa mælt með því að aukin áhersla verði lögð á að draga úr sykurneyslu almennings. Mælt er með því að neyslan verði fimm prósent af orkuinntöku á hverjum degi en hún hefur hingað til verið tíu prósent. Í rannsókn sem var birt í tíma- ritinu BMC Public Health Journal er gengið skrefinu lengra og lagt til að viðmiðið verði ekki meira en þrjú prósent, samkvæmt frétt BBC. Vísindamennirnir segja þetta nauðsynlegt ef tekið er mið af slæmum heilbrigðis- og fjár- hagslegum áhrifum af auknum tannskemmdum. - fb Ráðleggingar vísindamanna: Vilja enn minni sykurneyslu Björk, eru borgarstarfsmenn eitthvað slappir? „Stundum. Samt er mikill styrkur í borgarstarfsmönnum.“ Björk Vilhelmsdóttir er formaður velferðarráðs Reykjavíkur. Veikindi hjá starfsmönnum vel- ferðarsviðs borgarinnar kostuðu borgina yfir hundrað milljónir króna á fyrri hluta ársins. MENNTUN Kristín Ingólfsdóttir hyggst ekki sækjast eftir endur- kjöri sem rektor Háskóla Íslands þegar skipunartími hennar renn- ur út á næsta ári. Kristín segir tíma sinn hafa verið bæði sérstakan og erfiðan vegna efnahagshrunsins. „Þrátt fyrir miklar skerðingar á fjár- framlögum til skólans þá hafa síðustu ár engu að síður verið mikill sóknartími,“ segir Krist- ín. Árið 2006 setti skólinn sér það markmið að komast í hóp hundr- að bestu háskóla í heimi og gerði um það samning við stjórnvöld. „Svo kom efnahagshrunið og samningurinn við stjórnvöld var blásinn af. Við héldum hins vegar okkar striki og héldum okkur við stefnuna sem sett hafði verið,“ segir Kristín. Háskóli Íslands fór hæst í 269. sæti á lista Times Higher Education yfir 400 bestu háskóla í heimi sem Kristín segir hafa verið algjört kraftaverk í ljósi efnahagshrunsins. - skh Rektor Háskóla Íslands segir hrunið hafa tekið á: Kristín hættir í vor Í VIÐRÆÐUM Forystumenn Umhverfis- flokksins hafa verið í viðræðum við Sósíaldemókrata. NORDICPHOTOS/AFP SKOTÁRÁS Lögregla fyrir utan dómhús fóg- etaréttarins í Kaupmannahöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hann var bara að fara aflífa hundinn okkar. Ísabella Theodórsdóttir. MIKIÐ TJÓN Bændurnir á Ósabakka vita ekki enn hversu mikið tjón þeirra verður vegna hundaárásarinnar í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA REKTOR Kristín Ingólfsdóttir hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri til embættis rektors Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.