Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 34
 | 8 17. september 2014 | miðvikudagur „Ég þurfti að aðlagast þessu á fyrsta degi því þá var verið að undirbúa fjárlagafrumvarpið og tengd frumvörp en fyrstu fi mm mínúturnar voru rólegar,“ segir Teitur Björn Einarsson, aðstoð- armaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um sitt nýja starf. Teitur hóf störf í fjármálaráðu- neytinu um miðjan ágúst en hann hafði þá starfað hjá OPUS lög- mönnum frá árinu 2011. „Hlutverk aðstoðarmanna er fyrst og fremst fólgið í að aðstoða ráðherra við að sinna sínum starfs- skyldum og það er það sem er fram undan hjá mér. Þingið var að koma saman og það er alltaf skemmti- legur tími þegar það færist fjör í hinn pólitíska leikvang og það má búast við skemmtilegum vetri enda mörg spennandi mál á dag- skrá,“ segir Teitur. Hann útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2006 og er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. „Mér tókst að útskrifast þaðan en ég var á eðlisfræðibraut II og ætlaði á einhverjum tíma að verða efnafræðingur. Svo gerðist eitt- hvað sem varð til þess að ég fór í lögfræðina. Það er ekki gott að Hleypur ekki heldur leggur fyrr af stað Teitur Björn Einarsson var ráðinn aðstoðarmaður fjármálaráðherra í ágúst síðastliðnum. Hann starfaði áður á lögmannsstofunum OPUS og LOGOS. Teitur er uppalinn á Flateyri og segir stjórnmál vera sitt aðaláhugamál. FLATEYRINGUR Teitur var formaður Orators, félags laganema, og sat í ritnefnd Úlfljóts, tímarits laganema. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég hef þekkt Teit í meira en fimmtán ár – við unnum saman í Vöku og í ung- liðastarfi Sjálf- stæðisflokksins en fyrst og fremst í kringum vefritið og félagsskapinn Deigluna, þar sem hann hefur verið einn af máttarstólpunum í mörg ár. Ekki síst félagslega þar sem hann dregur ekki af sér. Teitur er stálgreindur og harð- duglegur. Hann nálgast verkefni sín og umhverfi jafnan af mikilli virðingu og hógværð og hefur svo þægilega nærveru að hlutirnir eiga til að leysast farsællega þegar hans nýtur við. Fáir eru skemmtilegri á góðri stund, og áreiðanlegri á raunastund. Betri vin og samstarfsmann er því tæpast hægt að hugsa sér.“ Þórlindur Kjartansson rekstrarstjóri Meniga „Teitur Björn er einn af mínum uppáhalds- félögum. Hann hefur gríðar- legan áhuga á pólitík, setur sig auðveldlega inn í mál, er vel lesinn, gagnrýninn og skemmti- legur. Undanfarin ár höfum við verið samferða í pólitísku starfi sem treyst hefur vinaböndin. Teitur er talsmaður frjálslyndis og umburðar- lyndis og gagnrýnir hart ef honum finnst umburðarlyndið fara í mann- greinarálit. Hann er rómantískt náttúrubarn sem fer á veiðar, með bakpoka og tjald, byssu eða stöng, spilar á píanó, kann skil á ólíkum trjátegundum, hefur oft nærri því orðið úti og veit örugglega hvað fiskarnir eru að hugsa.“ Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi RÓMANTÍSKT NÁTTÚRUBARNSVIPMYND Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is segja hverju það sætir en lögfræð- in, pólitíkin og samfélagsmál heill- uðu meira eftir því sem á leið.“ Teitur réði sig í starf fulltrúa á lögmannsstofunni LOGOS að loknu námi og starfaði þar í eitt ár og sinnti þar verkefnum á sviði skatta- og félagaréttar. Eftir það tók við þriggja ára tímabil þar sem hann aðstoðaði við rekstur fi skvinnslunnar Eyrarodda á Flat- eyri og sat þar í stjórn og fram- kvæmdastjórn. „Flateyri er minn heimabær og þar er ég uppalinn. Ég reyni að vera duglegur að fara þangað því þar er hún móðir mín búsett. Þar er gott að vera og slaka á og njóta lífsins. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til.“ Stjórnmál hafa lengi verið aðal- áhugamál Teits og hann segir það forréttindi að hafa fengið tækifæri til að sameina vinnu og áhugamál. „Eins furðulega og það kann að hljóma. Það er ekki mikið svigrúm fyrir önnur áhugamál en fl est allt sem viðkemur samfélagsmálum og félagslífi vekur áhuga minn. Ég er merkilega laus við alla íþróttaiðk- un og segi til dæmis við fólk sem hleypur mikið að ég leggi bara allt- af fyrr af stað. En það kemur fyrir að maður fari í fjallgöngur,“ segir Teitur og heldur áfram: „Að vísu á ég annað áhugamál því ég spila stundum nokkur lög á píanóið. Það er best að spila í ein- rúmi svo aðrir heyri ekki hversu lélegur maður er.“ ÚTSÖLUSTAÐIR: HAGKAUP, SAMKAUP, BYGGT OG BÚIÐ, NETTÓ, HEIMILISTÆKI OG APÓTEK UM LAND ALLT. LÚSAKAMBUR Vandaður og góður rafmagns lúsakambur sem fjarlægir höfuðlús og egg einfaldlega með því að greiða í gegnum hárið. Innbyggður hreinsibursti. ÍSLENSKUR LEIÐARVÍSIR 3ja ára ábyrgð! Medisana 4 1015 Ormsson og Samsungsetrið hafa ákveðið að afnema vörugjöld og lækka verð í samstarfi við sína stærstu birgja. Frá og með 17. september munu þær vörur sem bera vörugjöld lækka í öllum versl- unum Ormsson og í Samsungsetr- inu. Mörg algeng heimilistæki eins og þvottavélar, þurrkarar, ofnar og helluborð munu lækka um 17 pró- sent. Sjónvörp og hljómtæki munu lækka um 20 prósent. „Við fögnum fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þar sem lagt er til að afnema vörugjöld af raf- tækjum frá og með áramótum, á sama tíma og lagt er til að lækka virðisaukaskatt. Þetta kemur nær öllum heimilum í landinu til góða þar sem nú geta landsmenn fjár- fest í raftækjum sem eru ending- arbetri, umhverfi svænni og nýta orku betur,“ segir Einar Þór Magn- ússon, framkvæmdastjóri Orms- son. Hann segir afnám vörugjalda bæta hag allra landsmanna og það sé sanngirnismál sem bæti sam- keppnisstöðu innlendrar verslun- ar gagnvart erlendri verslun og tryggi þannig störf. „Einnig mun þessi lækkun virð- isaukaskatts og vörugjalda vænt- anlega hafa áhrif til lækkunar á neysluverðsvísitölunni sem hefur áhrif á öll verðtryggð lán og ýmsa kostnaðarliði sem tengdir eru þeirri vísitölu. Ormsson og Sam- sungsetrið vilja nú sem endranær vera í fararbroddi að bjóða við- skiptavinum góða vöru á hagstæðu verði,“ segir Einar. - fb j Ormsson og Samsungsetrið bregðast við komandi skattabreytingum: Afnema vörugjöld og lækka verð strax VERÐLÆKKUN Á RAFTÆKJUM Allar vörur sem bera vörugjöld munu lækka sem nemur gjöld- unum hjá Ormsson og Samsungsetrinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.