Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 29
KYNNING − AUGLÝSING Raki&mygla17. SEPTEMBER 2014 MIÐVIKUDAGUR 3 Mosey ehf. frá Selfossi hefur um nokkurra ára skeið sérhæft sig í framleiðslu og pökkun á ýmsum hreinsivörum auk þess sem það pakkar einnig sótthreinsivörum og mygluvarn- arefnum í neytendaumbúðir. Fyr- irtækið hefur einnig boðið upp á úttektir á húsnæði þeirra sem hafa fengið myglu í húsakynni sín. Í kjölfarið fylgja svo ástands- skýrslur og verklýsingar á því sem þarf að lagfæra segir Hreggviður Davíðsson, skoðunarmaður hjá Mosey. Hann segir að raka- og mygluvandamál í húsum séu allt of algeng og iðulega vegna smá- vægilegra galla í byggingum. „Í sumum tilfellum þarf einungis að skipta út glerlistum á botnstykkj- um glugga til að bæði gluggar og veggir losni við raka. Einnig skipt- ir miklu máli að steinhús séu með góða veðurvörn. Það er grátlega algengt að sjá sprungna steypta veggi sem eru fullir af raka sem síðan leitar inn þar sem mygla sest í hann. Einnig er allt of algengt að djúpar og breiðar sprungur mynd- ist í útveggi þar sem steyptar plöt- ur ná út í ystu brún þeirra. Það er hins vegar hægt að laga með frek- ar litlum tilkostnaði.“ Hreggviður er byggingameist- ari að mennt með framhaldsnám í ábyrgri verkstjórnun frá háskól- anum í Linköping í Svíþjóð. Hann starfaði lengi við úrlausnir raka- og myglumála þar í landi og því var mikill fengur fyrir Mosey að fá hann um borð. Fyrir vikið er meðal annars að fæðast ný vöru- lína sem gerð er í samvinnu við aðra starfsmenn fyrirtækisins. Málningin úrslitaatriðið Hreggviður segir galdurinn við að verja steinhús fyrir sprungumynd- unum og rakasöfnun vera máln- inguna. „Það verður að segjast eins og er að megnið af þeirri úti- málningu sem notuð er hérlend- is ræður ekki nógu vel við að verja útveggi gegn raka við erfið veð- urskilyrði. Sé málningin af rétt- um gæðum er hins vegar hægt að verja húsin áratugum saman.“ Að sögn Hreggviðar uppfyllir S-26 málningarkerfið allar væntingar varðandi veðurvörn á steinhús og því sé hægt að mæla með því og sambærilegum efnum. Höfuðat- riðið er að öndunarstuðull máln- ingar sé réttur og að hún teygist en springi ekki. „Reynslan sýnir að þetta málningarkerfi er alls stað- ar að standa sig. Nú er komin átta ára reynsla á kerfið hérlendis auk þess sem ég hef persónulega góða reynslu af þessu málningarkerfi.“ Hreggviður bendir einnig á að loftun yfir einangrun í þökum sé víða ófullnægjandi og raunar stórt vandamál hérlendis. „Þar sem þök eru brotin og annar þakflöturinn kemur að vegg hafa menn verið með svokallaða hliðarloftun. Hún byggir á lofttúðum í öðru til þriðja hverju sperrubili og síðan er borað í sperrur á milli túðanna. Þannig loftun er allsendis ófullnægjandi því þá safnast hitinn saman efst í sperrubilunum og verður þar að raka. Við höfum hins vegar hann- að loftunarlista sem leysa þessi vandamál.“ Einstök efni Hreinsiefnin sem Mosey býður upp á eru flest hver einstök í sinni röð að sögn Hreggviðar. „Sturtu-, baðs- og f lísahreinsirinn hefur til dæmis getu til að hreinsa burt myglu. Síðan seinkar „Myglueyð- irinn“ komu myglunnar þó svo að valdurinn að myglunni sé ekki lagfærður strax. Það þýðir einfald- lega að fólk sem býr við myglu en hefur ekki möguleika til að fara í lagfæringar á húsnæðinu getur í f lestum tilfellum haldið mygl- unni í skefjum þar til efnahagur- inn leyfir lagfæringar.“ Síðan eru líka sótthreinsi- efnin frá Mosey í algjörum sér- klassa. „Sem dæmi þá er Mosey með sótthreinsi fyrir heita potta með loftnuddi. Ein meðhöndlun með sótthreinsinum endist í allt að sex mánuði þannig að örverur og annar óþverri nær ekki að lifa í leiðslunum og stútunum í pottun- um. Handsótthreinsirinn er líka ótrúlega góður og heldur höndum sýklafríum í þrjár klukkustundir en hann er án alkóhóls og allra ilmefna.“ Vörurnar frá Mosey fást í versl- unum Húsasmiðjunnar, Málning- arverslun Íslands við Vatnagarða og í Málningarbúð Ísafjarðar. Sérhæft í raka- og mygluvörnum Um nokkurra ára skeið hefur Mosey ehf. sérhæft sig í framleiðslu og pökkun á hreinsivörum. Fyrirtækið pakkar einnig úrvals sótthreinsivörum og mygluvarnarefnum í neytendaumbúðir auk þess að bjóða upp á úttektir á húsnæði þar sem mygla hefur fundist. Hreggviður Davíðsson byggingameistari er skoðunarmaður hjá Mosey. MYNDIR/PJETUR Heldur höndunum sýklafríum í allt að þrjár klukkustundir. Hreinsar burt myglu og útfell- ingar frá heita vatninu. Varnar mygluvexti og seinkar komu hennar í raka. Hindrar myglu í að setjast í þvottavélar. Ein með- höndlun endist í allt að sex mánuði. Öflugur ofnahreinsir sem auðveldar vinnuna. Hentar vel til allra almennra þrifa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.