Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 44
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24 Við munum taka yfir alla dag- lega umsýslu hvað þessi verðlaun varðar og skrifstofa verðlaunanna verður hér í húsinu,“ segir Sig- urður Ólafsson, verkefnastjóri í Norræna húsinu, spurður hvaða þýðingu það hafi að skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs verði framvegis þar til húsa. „Það hefur í áranna rás þýtt að sjá um öll samskipti við dóm- nefndina, Norðurlandaráð og nor- rænu ráðherranefndina, auk fjöl- miðla.“ Skrifstofan hefur hingað til verið innan sænska þingsins og Sigurður segist telja að Norræna húsið sé að mörgu leyti betur í stakk búið til að sinna þessu verk- efni. „Vonir okkar standa til að verðlaunin geti haldið áfram að vaxa og dafna og að þessi breyt- ing verði til að auka veg þeirra enn frekar.“ Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs eru meðal þekktustu og virtustu bókmenntaverðlauna heims sem veitt eru innan afmark- aðra tungumálasvæða og skipa sér þar í flokk verðlauna eins og Booker-verðlaunanna, sem veitt eru á engilsaxnesku málsvæði, og Goncourt-verðlaunanna frönsku. Þau hafa frá árinu 1962 verið veitt árlega, bókmenntaverki skrifuðu á einu norrænu tungumálanna. Meðal höfunda sigurverkanna eru margir af fremstu rithöfundum Norðurlandanna á undanförnum áratugum. Íslensk verk hafa sjö sinnum hlotið Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. - fsb LEIKLIST ★★ ★ ★★ Ævintýri í Latabæ Frumsýnt 14. september 2014 í Þjóðleikhúsinu HANDRIT: MAGNÚS SCHEVING, ÓLAFUR S. K. ÞORVALDZ OG MÁNI SVAVARSSON LEIKSTJÓRN: MAGNÚS SCHEVING OG RÚNAR FREYR GÍSLASON AÐALLEIKARAR: STEFÁN KARL STEFÁNS- SON, MELKORKA DAVÍÐSDÓTTIR PITT, DÝRI KRISTJÁNSSON, HALLGRÍMUR ÓLAFS- SON, SVANDÍS DÓRA EINARSDÓTTIR O.FL. TÓNLIST OG SÖNGTEXTAR: MÁNI SVAVARSSON Í Latabæ er gott að vera. Áhorf- endur á „Ævintýri í Latabæ“ eru fullvissaðir reglulega um að „sólin skín skærast“ í þessum litla bæ sem er verndaður af Íþróttaálf- inum sem hvetur alla til að borða hollan mat og hreyfa sig. En ekki er allt sem sýnist og þegar yfir- borðinu er flett af fyrirfinnst Glanni glæpur í hverju horni og svarthol þar sem hjarta sýningar- innar á að vera. Glanni glæpur er hinn eigin- legi miðpunktur sýningarinnar og fær flestar af bestu setningunum. Stefán Karl er flottur á köflum með ágætum stuðningi „skemmti- kraftanna“ en grínið hans Glanna verður fljótlega þreytt. Ekki er úr miklu að moða fyrir Melkorku í hlutverki Sollu stirðu en hún á góða spretti, sérstaklega í dans- atriðunum. En slakastur er sjálf- ur Íþróttaálfurinn en Dýri er hvorki afgerandi í hlutverkinu né fær nægilega fjölbreytt verkefni. Leikararnir sem bera af eru Hall- grímur (Nenni níski) og Svandís Dóra (Stína símalína) sem koma með skemmtilegar áherslur og leikgleði. Gríðarstór skjár gnæfir yfir sviðið og er þungamiðja leik- myndarinnar en er sjaldan not- aður á sviðsvænan hátt. Ferðalög á milli staða eiga sér stað á skjá frekar en á sviði, lítið annað held- ur en tölvuvætt prjál. Lítil spenna fylgir skjámynd af holunni sem Íþróttaálfurinn festist í, hvað þá að hjálpa honum að ná í epli sem er hreinlega ekki til. Sviðshreyf- ingum er stýrt af hljóðmynd- inni, frekar en öfugt, sem veld- ur hiki í sýningunni. Leikmyndin er því undarlega flöt og leikarar þurfa oftar en ekki að gefa sviðs- myndinni pláss frekar en að njóta stuðnings frá umhverfinu. Handritið er gallað og óþarf- lega langt miðað við þunnan sögu- þráð. Lykilatriði í sögunni eru kynnt á undarlegan hátt: Solla fer í dansskóla án þess að hafa nefnt slík áform áður og „íþrótta- nammitréð“ verður allt í einu mið- punktur sýningarinnar án þess að áhorfendur vissu af tilvist þess. Heil borg og hópur af hiphop- krökkum birtist stutta stund en sjást síðan aldrei meir. Tónlistin og lögin eru poppuð og keyra sýn- inguna áfram fyrir hlé en virðast byggð á sama taktinum, eru inni- haldslítil og nær hverfa eftir hlé. Aftur á móti skal viðurkennt að flest börnin virtust skemmta sér vel og til þess er kannski leik- urinn gerður hjá leikstjórunum Magnúsi og Rúnari Frey. Hávær, taktföst tónlist, leyfi til þess að taka virkan þátt í sýningunni og persónur sem allir þekkja verða til þess að stundum byggist upp góð stemming í salnum. En sýn- ingin sem slík er afleit, einsleit og fer í endalausa hringi til þess eins að enda á upphafsreit. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Plastútgáfa af þunnri sögu. Litskrúðug sviðsetning, dúndr- andi tónlist og flóknar tæknibrellur en skilur lítið eftir sig. Aftur á móti skal viðurkennt að flest börnin virtust skemmta sér vel og til þess er kannski leikurinn gerður hjá leikstjórunum Magnúsi og Rúnari Frey. Vonir okkar standa til að verðlaunin geti haldið áfram að vaxa og dafna og að þessi breyting verði til að auka veg þeirra enn frekar. Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri í Norræna húsinu Lítil spenna í tölvuvæddum Latabæ ÆVINTÝRI Í LATABÆ „Ekki er úr miklu að moða fyrir Melkorku í hlutverki Sollu stirðu en hún á góða spretti, sérstaklega í dansatriðunum.“ Taka við skrifstofu bókmenntaverðlauna Skrifstofa Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verður í Norræna húsinu í Reykjavík. KAMPAKÁTIR Óttarr Proppé alþingismaður, Sigurður Ólafsson verkefnastjóri, Max Dager, forstjóri Norræna hússins, og Einar Már Guðmundsson rithöfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þótt Agatha Christie hafi legið í gröf sinni í 38 ár kom á dögunum út ný skáldsaga með einni fræg- ustu persónu hennar, Hercule Poirot, í aðalhlutverki. Það var rit- höfundurinn Sophie Hannah sem réðst í það stórvirki að skrifa sögu um þennan fræga einkaspæjara. Bókin nefnist The Monogram Murders og þar aðstoðar Poirot lögreglumann hjá Scotland Yard, Edward Catchpool, við lausn á flókinni morðgátu. Hannah hefur látið hafa eftir sér að hugmyndin hafi kviknað við lestur bókar Anthonys Horo- witz um Sherlock Holmes, The House of Silk. „Það er ekta Sher- lock-saga og mig langaði að ná fram sömu áhrifum,“ sagði hún í viðtali við The Telegraph um helgina. Bókin er fáanleg sem rafbók á amazon.com ef æstir aðdáendur geta ekki beðið. - fsb Ný bók um Hercule Poirot H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.