Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 8
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 N r Hyundai i10 4G Wi–Fi Verðlaunab ll fr 1.990.000 kr. Hyundai – Kauptúni 1 – Beint á móti IKEA – Sími: 575 1200 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 3 3 1 *M ið að v ið u pp ge fn ar tö lu r f ra m le ið an da N r Hyundai i10 hefur unnið til 10 verðlauna s ðastliðnum fj rum m nuðum og er n efa einn skemmtilegasti sm b llinn markaðnum. Með fullkominni 4G Wi–Fi tengingu geta farþegar auðveldlega breytt i10 minnsta skemmtistað heimi og sent beint fr skemmtilegum b lt r með g ðum vinum. Gerðu eitthvað skemmtilegt! 5 ra byrgð takmarkaður akstur Hyundai i10 – eldsneytisnotkun: 4,7 l/100 km bl nduðum akstri* • 4G Wi–Fi tenging • ESP st ðugleikast ring • ABS hemlar með EDB hemlaj fnun • 6 loftp ðar • Upphituð sæti og leðurst ri • Aksturst lva • Þokulj s • ISO-fix barnab lst lafestingar Fyrsti b llinn markaðnum með Wi–Fi tengingu GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 N i b llinn er Hyundai STJÓRNSÝSLA Það er fjölmargt við starfsemi velferðarsviðs Reykja- víkurborgar að athuga ef marka má áfangaskýrslu umboðsmanns borg- arbúa, Inga B. Poulsen, sem kynnt var á borgarstjórnarfundi í gær. Embættinu var komið á laggirnar sem tilraunaverkefni í byrjun maí 2013 og nær skýrslan til 1. septem- ber á þessu ári. Á tímabilinu komu 423 mál til kasta embættisins, flest þeirra tengdust velferðarsviði borg- arinnar eða 161. Af málum sem komu til kasta velferðarsviðs er 111 lokið, 29 eru í vinnslu og 21 hefur verið sett á bið. Í skýrslunni kemur fram að strax í upphafi eftir að umboðsmaður tók til starfa hafi komið fram ítrekaðar athugsemdir við eitthvað sem megi kalla vinnustaðamenningu á vel- ferðarsviði. Umkvörtunarefni borg- arbúa sem sneru að velferðarsviði hafi verið á sömu lund. Ofuráhersla væri lögð á fjárhagslegar hindran- ir og notendur þjónustu velferðar- sviðs heyrðu oftar en ekki þau rök að að Reykjavíkurborg hefði ekki fjárhagslegt bolmagn til að veita þá þjónustu sem óskað væri eftir. „Þá bar einnig á góma mikil innri átök á vinnustaðnum. Talsverð- ur samskipta- og stjórnendavandi væri til staðar sem hefði áhrif á þá þjónustu sem veitt væri á sviðinu,“ segir orðrétt í skýrslu umboðs- manns borgarbúa. Fleiri umkvartanir koma fram í skýrslunni. Umboðsmaður segir að borgarbúar teldu sig upplifa litla virðingu fyrir málaflokkn- um og tortryggni í garð fólks sem nýtir sér þjónustu velferðarsviðs- ins. Talsverð hræðsla væri við afhjúpun mistaka sem leiddi af sér þöggun. Til að mynda hafi nokkrir starfsmenn borgarinnar bent á að óheimilt væri að veita borgarbúum aðgang að verklagsreglum þrátt fyrir að synjun á umsókn hans væri byggð á þeim reglum. Þá segir umboðsmaður að fram hafi komið ábendingar um stjórn- skipuleg vandamál á velferðarsviði. Felist þær í því að miðstýring sé of mikil. „Í stjórnskipulagsbreyt- ingum þar sem þjónustumiðstöðv- ar voru færðar undir sviðið hafi miðstýring aukist og á sama tíma fjarlægð orðið milli þjónustumið- stöðva og skrifstofu velferðarsviðs. Það hafi leitt af sér óskýr skil milli ábyrgðarhlutverka, óskýrari boð- leiðir og takmarkað upplýsinga- flæði milli stiga,“ segir umboðs- maður. Talsvert hafi borið á kvörtunum þess efnis að áhersla sé lögð á gerð verklagsreglna á sviðinu. Verk- lagsreglurnar séu ósveigjanlegar, markmið þeirra sé oftar en ekki að komast hjá því að taka matskennd- ar ákvarðanir og þær séu yfirleitt túlkaðar of þröngt. johanna@frettabladid.is Þöggun á velferðarsviði Umboðsmaður borgarbúa segir innri átök og talsverðan samskipta- og stjórnunarvanda á velferðarsviði borgar- innar. Hann segir hræðslu við að afhjúpa mistök leiða af sér þöggun. Verklagsreglur eru ósveigjanlegar. SAMFÉLAGSMÁL Hinn 23. septem- ber munu leiðtogar heims funda í New York um loftslagsbreytingar. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, er gestgjafi fund- arins og mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækja fundinn fyrir hönd Íslands. Boðað hefur verið til göngu og útifundar í Reykjavík sunnudag- inn 21. september klukkan tvö til að að knýja á um að Íslendingar axli ábyrgð í loftslagsmálum. - fb Útifundur í miðborginni: Axli ábyrgð í loftslagsmálum ÁFANGASKÝRSLA Umboðsmaður borgarbúa kynnti áfangaskýrslu um starf umboðsmanns á fundi í gær. Samkvæmt skýrslunni er margt við starfsemi velferðarsviðs að athuga. FRÉTTABLAÐIÐ /STEFÁN. ➜ Í skýrslunni kemur fram að strax í upphafi eftir að umboðsmaður tók til starfa hafi komið fram ítrekaðar athugasemdir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.