Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 6
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 UMHVERFISMÁL Risahvönnin bjarn- arkló verður sett á lista yfir ágengar plöntur í Mosfellsbæ. Umhverfisstjóri og garðyrkjustjóri bæjarins eiga enn fremur að láta útbúa fræðsluefni um einkenni og skaðsemi Bjarnarklóar. Málið má rekja til erindis eins íbúa bæjarins, Magnúsar Guð- mundssonar, sem vakti athygli á útbreiðslu Bjarnarklóar við Reykja- veg. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar í bæjarstjórn lagði til að bærinn léti „útbúa auglýsingu með mynd af bjarnarkló til að vekja athygli íbúa á skaðsemi og útliti plöntunnar og birta í Mosfellingi og á vef Mosfells- bæjar.“ „Þrátt fyrir þá jákvæðu viðleitni áhaldahússins að bregðast strax við ábendingum Magnúsar Guðmunds- sonar hefur útbreiðsla hennar ekki verið kortlögð á heildstæðan hátt, heldur einungis stöku plöntu verið eytt,“ bókaði fulltrúi Íbúahreyf- ingarinnar sem vildi að útbreiðsla bjarnarklóar yrði kortlögð og henni eytt. - gar Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. DÓMSMÁL Tvær konur krefja Gísla Frey Valdórsson, fyrrver- andi aðstoðarmann Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráð- herra, um samtals sjö milljón- ir króna vegna upplýsinga sem komu fram í minnisblaði innan- ríkisráðuneytisins um hælisleit- andann Tony Omos. Þetta kemur fram í framhaldsákæru sem rík- issaksóknari lagði fram við þing- festingu í Héraðsdóm Reykjavík- ur í gær. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opin- beru starfi. Í ákærunni er Gísli Freyr sakaður um að hafa látið „óviðkomandi í té“ minnis- blað um Tony Omos nítjánda og tuttugasta nóvember 2013. Að morgni tuttugasta nóvember birt- ust í fjölmiðlum, meðal annars í Fréttablaðinu, upplýsingar úr minnisblaðinu. Gísli Freyr segist hins vegar saklaus af öllum ákæruliðum og vill að málinu verði vísað frá sökum þess hve óskýr ákæran sé. Gísli krefst þess einnig að fá allan sakarkostnað greiddan úr ríkissjóði. Í greinargerð sem lögfræðing- ur Gísla Freys hefur unnið segir að málsvörn verði mjög erfið þar sem ekki sé tekið fram hverj- um Gísli Freyr á að hafa afhent minnisblaðið eða með hvaða hætti. Minnisblaðið var síðast skoð- að á opnu drifi klukkan 05.39 að morgni tuttugasta nóvember þegar Gísli Freyr hafði ekki aðgang að drifinu samkvæmt greinargerð verjanda Gísla Freys. Gísli Freyr viðurkennir að hafa rætt við starfsmenn Fréttablaðs- ins og Morgunblaðsins innan þess tímaramma sem tiltekinn er í ákærunni. Þau samskipti séu hins vegar eðlilegur hluti af starfi aðstoðarmanns ráð- herra. Einnig hafi aðrir starfs- menn innanríkisráðuneytisins getað komið minnisblaðinu í fjöl- miðla þar sem minnisblaðið hafi legið í opnu drifi í innanríkis- ráðuneytinu. Minnisblaðið hafi síðast verið skoðað á drifinu klukkan 05.39 að morgni þegar Gísli Freyr hafði ekki aðgang að drifinu samkvæmt því sem fram kemur í greinargerðinni. Frávís- unarkrafan verður tekin fyrir 30. september næstkomandi. Við þingfestingu var einnig birtur vitnalisti í málinu en alls munu 14 manns bera vitni í mál- inu. Meðal vitna verða Hanna Birna Kristjánsdóttir innanrík- isráðherra, Ragnhildur Hjalta- dóttir ráðuneytisstjóri, Þórey Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, Einar Steingríms- son, stærðfræðingur og blogg- ari, Jón Bjarki Magnússon, blaða- maður á DV, og Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingar- innar. ingvar@frettabladid.is Krefjast sjö milljóna í bætur af Gísla Frey Tvær konur krefja fyrrverandi aðstoðarmann innanríkisráðherra um sjö millj- ónir króna í miskabætur vegna upplýsinga um þær sem lekið var úr ráðuneytinu. Hanna Birna Kristjánsdóttir verður meðal vitna í málinu sem þingfest var í gær. ÍRAK, AP Nokkur fjöldi Kúrda hefur farið frá Evrópulöndum til Íraks að berjast gegn vígasveitum Ísl- amska ríkisins, sem meðal annars hafa herjað á þarlenda Kúrda. „Ég er reiðubúinn til að deyja fyrir málstað Kúrda,“ segir Shaho Pirani, þrítugur Kúrdi sem býr í Danmörku en hyggur nú á ferða- lag til Íraks. Hann flúði frá Íran ásamt eldri bróður sínum árið 1991 og telur sér skylt að hjálpa löndum sínum. Talið er að um tvö þúsund Evr- ópubúar hafi gengið til liðs við vígasveitirnar, sem herjað hafa af mikilli grimmd á íbúa í Sýrlandi og Írak. Stjórnvöld í Evrópuríkj- um hafa haft miklar áhyggjur af þessu og óttast að þessir menn muni snúa aftur síðar meir til að berjast fyrir málstað herskárra íslamista í Evrópu. Engar tilraunir hafa hins vegar verið gerðar til þess að koma í veg fyrir að Kúrdar haldi til Íraks til þess að taka þátt í átökunum þar. „Leyniþjónusta okkar mun frek- ar einbeita sér að hópum á borð við Íslamska ríkið en ekki fólki sem ætlar að verjast Íslamska ríkinu,“ sagði Trond Hugubakken, talsmað- ur norsku leyniþjónustunnar. - gb Kúrdar í Evrópuríkjum halda til Íraks að hjálpa þarlendum Kúrdum: Berjast gegn vígasveitunum Á LEIÐ TIL ÍRAKS Shao Pirani tók þátt í æfingabúðum Kúrda í Írak í sumar og bíður nú eftir símtali til þess að halda þangað aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í HÉRAÐSDÓMI Gísli Freyr Valdórsson segist saklaus og vill að málinu verði vísað frá. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. Í hvaða bæjarfélagi eru plastpokar svo gott sem útlægir? 2. Hvað er fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra með í laun? 3. Hvernig fór leikur Fram og Fjölnis í úrvalsdeild karla í fótbolta? SVÖR 1. Stykkishólmi. 2. Tæpar 900 þúsund krónur. 3. 3-1 fyrir Fjölni. Íbúahreyfingin vildi láta eyða bjarnarkló úr Mosfellsbæ en bæjarstjórnin gengur ekki svo langt: Bjarnarkló lýst ágeng planta í Mosfellsbæ BJARNARKLÓ Í HAUSTBÚNINGI Eitruð risa- hvönn sem getur valdið gríðarlegum útbrotum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ➜ Meðal vitna verða Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra og Þórey Vil- hjálmsdóttur, aðstoðarmaður Hönnu Birnu VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.