Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 22
 | 4 17. september 2014 | miðvikudagur maður var fjármálaráðherra þegar Bankasýslan var stofnuð. Hann segir að á þeim tíma hafi verið miklar og heitar umræður um stofnunina í þinginu. Hann bendir á að lögin hafi verið sett til fi mm ára árið 2009. Á þeim tíma hafi ekki legið fyrir hvort kröfuhafar veldu þann kost að fjármagna eitthvað af bönkunum. „Það gat alveg stefnt í það að ríkið ætti mest allt bankakerfi ð í landinu,“ segir Steingrímur. Á þessum tíma hafi oft verið sett lög með fi mm ára gildistíma, þegar menn vissu ekki hvernig mál myndu þróast. Steingrímur segir að þótt lög hafi upphafl ega verið sett með vissan gildistíma séu það ekki endilega efnisleg rök fyrir því að þau falli úr gildi. „Það má auðvitað færa rök bæði með og á móti því að viðhafa þetta fyrirkomulag. En ég hefði verið sáttur við það að þetta yrði framlengt um einhvern tíma,“ segir Steingrímur. Ljóst sé að stærstur hluti Landsbankans verði áfram í eigu ríkissjóðs. Mögulegt að ráðuneytið taki við Steingrímur segir að það séu tveir kostir í stöðunni. Annars vegar sá að Bankasýslan haldi áfram utan um þessa eignarhluta. Hins vegar sá að stofnuð verði sjálfstæð eining innan fjármálaráðuneytisins sem sé tilbúin til þess að taka á móti þessum hlutum. Þessi sama eining innan ráðuneytisins gæti þá hald- ið utan um aðrar eignir ríkisins, til dæmis í Landsvirkjun. Hann segist þó ekki vera viss um að ráðuneytið sé skipulagt með það í huga að slík eining sé stofnuð og bendir á að það hafi byggst upp fagþekking í Bankasýslunni sem sé mikilvæg. Fjármálaeftirlitið gæti tekið við Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar og fyrrver- andi efnahags- og viðskiptaráð- herra, segist vilja bíða og sjá hvað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir um málið og hvernig stefnumörkunin verð- ur. „Við vildum tryggja faglega umgjörð utan um þetta eignar- hald og hafa það armslengd frá hinu pólitíska valdi,“ segir Árni Páll. Hann segir að á meðan ríkið eigi eignarhluti í bönkunum sé alls ekki farsælt að stjórnmálamenn hafi beint boðvald yfi r þeim sem fari með eignarhlutina. „Það þarf þá að hafa eitthvað til að leysa Bankasýsluna af,“ segir hann. Hann bendir á að ein hugmynd sem rædd hafi verið sé að tengja hana með ákveðnum hætti Fjár- málaeftirlitinu og hún yrði þá starfandi til langframa ef ríkið þyrfti að stíga inn til að bjarga bönkum. „Það er leið sem Danir hafa farið,“ segir hann. Með þess- ari leið hafi Bankasýslan það hlut- verk að taka yfi r banka í vanda til að tryggja það að innstæður fáist greiddar. „Ég held að við þurfum að hafa umgjörð sem getur tekið við þeim aðstæðum,“ segir Árni Páll. Aðalmálið sé að Íslendingar séu brenndir af því fyrirkomulagi þegar stjórnmálamenn gátu haft beint boðvald yfi r bönkunum og það beri að varast. „En við erum ekkert bundin við að þetta þurfi að heita Bankasýsla ríkisins,“ segir Árni Páll. Ekki náðist tal af Bjarna Bene- diktssyni, fjármála- og efnahags- ráðherra, við vinnslu þessarar fréttar. Pétur Blöndal, varafor- maður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, segir málið ekki hafa verið rætt í þingfl okknum. „Við erum ekki komin það langt að við séum að ræða mál sem ekki er komið fram,“ segir Pétur. Hann segir verulegar eignir í bönkun- um. Pétur segist ekki hafa mynd- að sér afstöðu til málsins. Hann muni kynna sér frumvarpið þegar það kemur fram. „Auðvitað er það mín bjargfasta skoðun að ríkið eigi sem minnst að vera að vasast í svona viðskiptum,“ segir Pétur. Því sé eðlilegast að selja eignirnar rólegri sölu. BANKAMÁL Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Til stendur að leggja niður Banka- sýslu ríkisins um áramótin. Til þess að slíkt sé hægt þarf að fella úr gildi lög um Bankasýsluna og breyta lögum númer 155 frá 2012 um sölu- meðferð eignarhluta ríkisins í fjár- málafyrirtækjum. Í þingmálaskrá kemur fram að frumvarpið verður unnið í samráði við Bankasýslu rík- isins. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, segir að fjármála- ráðuneytið hafi ekki haft samband vegna þess. „Við höfum ekki enn fengið beiðni um gerð slíks frum- varps,“ segir Jón Gunnar. Í ársskýrslu Bankasýslunnar sem gefi n var út í júní kemur fram að hún fer með eignarhluti tveggja opinberra aðila. Hún fer með hlut Ríkissjóðs Íslands í viðskiptabönk- um og sparisjóðum og hlut Eign- arhluta ehf. í Landsbankanum, sem stofnunin fékk til umsýslu við útgáfu skilyrts skuldabréfs Lands- bankans. Sextán prósent af eignunum Bankasýslan heldur núna utan um eignarhluti ríkissjóðs í bönkum og sparisjóðum. Miðað við ríkis- reikning 2012 fór Bankasýslan með 12,6% af eignum ríkisins en í árs- lok 2013 um 15,5 prósent. Eign- irnar nema 164,5 milljörðum, en helstu eignir eru 97 prósenta hlut- ur í Landsbankanum, 13 prósenta hlutur í Arion banka og fi mm pró- senta hlutur í Íslandsbanka. Aðrar eignir eru um það bil helmingshlut- ur í Sparisjóði Norðfjarðar, 79,2 prósenta hlutur í Sparisjóði Norð- urlands og 55,3 prósenta hlutur af stofnfé Sparisjóðs Vestmannaeyja. Bankasýslan er ekki á fjárlög- um næsta árs, eins og kynnt var í síðustu viku. Hún fékk 97 millj- ónir króna á fjárlögum þessa árs en fær ekkert á næsta ári. Fram kom í markmiðalýsingu við stofn- un Bankasýslunnar árið 2009 að hún eigi að starfa í fi mm ár. Áætl- anir gerðu ráð fyrir að þá yrði búið að selja þær eignir sem hún heldur utan um eða meirihluta þeirra. Jón Gunnar sagði í samtali við VB.is á dög- unum að hann hefði ekki búist við því að Bankasýslan yrði á fjár- lögum. Stofnunin eigi nóg af ónýtt- um fjárlögum fyrir rekstri til ára- móta. Verði hún lögð niður hverfi ekki verkefnin heldur færist þau annað. Deilur um stofnunina Steingrímur J. Sigfússon alþingis- Óvíst hvað tekur við Bankasýslunni Bankasýsla ríkisins er ekki á fjárlögum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir mögulegt að FME taki við verkefnunum. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir mögulegt að séreining innan fjármála- og efnahagsráðuneytis taki við. Aðalmálið sé að bankarnir verði lausir við pólitísk afskipti. FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ Ekki er gert ráð fyrir því að Bankasýslan verði á fjárlögum næsta árs miðað við fjárlagafrumvarpið eins og það lítur út við fyrstu umræðu. Skiptar skoðanir eru á því hvað geti tekið við stofnuninni ef ákveðið verður að leggja hana niður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ÁRNI PÁLL ÁRNASON PÉTUR H. BLÖNDAL Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjár- málaráðherra. Hún var stofnuð með lögum nr. 88/2009 sem tóku gildi í ágúst 2009. Stjórn Bankasýslunnar var skipuð í september 2009, en stofnunin tók til starfa í janúar 2010. Í eigendastefnu sem samþykkt var 2009 segir að eftir þær breytingar sem hafi orðið á íslenskum fjármálamarkaði síðan haustið 2008 eigi ríkið nú eignarhluti í sumum stærstu fjármálafyrirtækjum landsins. Fyrir dyrum standi að byggja upp heilbrigt og öflugt fjármálakerfi sem þjóni hagsmunum Íslendinga. Endurskipulagning fjármálakerfisins verði krefjandi verkefni. Til að hún geti gengið farsællega fyrir sig sé mikilvægt að ríkið komi fram sem upplýstur og stefnumarkandi eigandi í þessum fyrirtækjum og ræki eiganda- hlutverkið af kostgæfni. „Ríkið þarf að vera trúverðugur eigandi fjármála- fyrirtækja og hlutverk þess hafið yfir vafa um pólitísk afskipti af daglegum ákvörðunum fyrirtækjanna. Þau markmið sem nú eru sett varðandi eignar- hald, skipulag, stjórnhætti og áform um hvernig farið verður með eignarhluta geta haft afgerandi áhrif á hvernig íslenskur fjármálamarkaður þróast á næstu árum, segir í stefnunni. Meginmarkmið með eign ríkisins á fjármálamörkuðum eru þrjú: Að stuðla að uppbygginu heilbrigðs og öflugs fjármálakerfis sem þjónar hagsmunum íslensks samfélags Að byggja upp traust og trúverðugleika á íslenskum fjármálamarkaði. Að ríkið fái arð af því fé sem það leggur til íslenskra fjármálafyrirtækja. Eignarhaldið sé hafið yfir allan vafa um afskipti stjórnmálamanna Iðnaðarhúsnæði til leigu Óskum eftir leigjanda að um 200 fermetra iðnaðarhúsnæði að Malarhöfða 2. Tvær rennihurðir eru að húsnæðinu, sem eru 4.22 á hæð og 4.20 á breidd. Verð er um 290 þúsund. Húsnæðið er laust strax. Leigutími samkomulag en að lágmarki til 31. maí 2016. Áhugasamir hafi samband við Viktor í síma 696-9420 eða sendist til Fréttablaðsins á netfangið: box@frett.is merkt „Malarhöfði“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.