Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 17. september 2014 | 23. tölublað | 10. árgangur V I Ð ELSKUM U M H V E R F I Ð ! TÆKIFÆRI Í FJÖLGUN SKEMMTIFERÐASKIPA ➜ Alls komu 89 skemmti- ferðaskip til Reykjavíkur í sumar með um 98 þúsund farþega. ➜ Framkvæmdastjóri TVG- Zimsen segir áhuga á Norðurslóðum opna á tækifæri. ➜ Ísland er orðið sér áfanga- staður fyrir skemmtiferða- skip. SÍÐA 6-7 Alcoa gerir samning við Boeing Alcoa hefur undirritað langtímasamning við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um framleiðslu á margvíslegum íhlutum og álplötum í flugvélar Boeing. Samningurinn er metinn á um einn milljarð Bandaríkjadala að því er fram kemur á heimasíðu Alcoa. Samningurinn er sá stærsti sem fyrirtækin hafa gert til þessa og felur hann einnig í sér umtalsvert samstarf um þróun á nýju, háþróuðu og léttara málmblendi í flugvélar Boeing. „Samstarf Alcoa og Boeing er nú tryggt næstu 35 árin og við munum halda áfram samstarfi um þróun á nýjum og framúrskarandi tæknilausnum fyrir flugvélaiðnaðinn,“ segir Klaus Kleinfeld, for- stjóri og stjórnarformaður Alcoa, um samninginn. - fbj Stefnir í heimsmet í útboði Amerískir fjárfestar bítast nú um að kaupa hlut í kínverska netsölurisanum Alibaba, sem fer á mark- að í útboði sem gæti orðið það stærsta í sögunni. Skráð verð á hvern hlut hefur hækkað verulega og er komið upp í 66 til 68 Bandaríkjadali. Eftirspurnin er því mikil en Alibaba stefnir að sölu fyrir 25 millj- arða dala í útboðinu. Argricultural Bank of China aflaði sem nemur 22,1 milljarði Bandaríkjadala í út- boði í Kína árið 2010 sem er núverandi heimsmet. Fari sem horfir verður heildarmarkaðsvirði fyrir- tækisins um 168 milljarðar Bandaríkjadala og þann- ig verðmætara en Amazon. - fbj Stjórnendur ekki við sama borð Kaupmáttur launa hækkaði um 3,5 prósent í júlí frá sama tíma í fyrra. Aukinn kaupmáttur með litlum launabreytingum er rakinn til þess að áherslur við gerð síðustu kjarasamninga hafi tekist vel. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur að auki fram að athygli veki að stjórnendur virðist ekki skara fram úr í launaþró- un að nokkru leyti, en mikil umræða var um mikl- ar launahækkanir forstjóra eftir útkomu tekju- blaða í sumar. Þjónustu- og afgreiðslufólk hafi notið mestra hlutfallslegra kjarabóta og þar á eftir skrifstofufólk, tæknar og sérmenntað fólk. Þessar upplýsingar bendi til að mikill munur sé á launa- hækkunum stjórnenda, ekki sitji allir við sama borð. Verkafólk og iðnaðarmenn hækki minnst í kaupmætti á tímabilinu. - fbj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.