Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 16
17. september 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS R itstjóra Morgunblaðsins er Fréttablaðið ofarlega í huga þessa dagana. Hann ætlar þeim ekki mikið sem þar starfa. Það er svo sem allt í besta lagi. En hvað fær hann til að halda og fullyrða að á Frétta- blaðinu starfi síðra fólk og aumara en til að mynda á Morgunblaðinu, er verra að skilja. Stundum hef ég verið spurður um hvað mér þyki um stöðu Davíðs Oddssonar og helstu eigenda Morgunblaðsins. Einatt svara ég á þá leið, að ég sé sannfærður um að hafi Davíð Oddsson þurft að verja sig og sína ritstjórn fyrir ágangi eigenda, áhrifafólks eða frekjudalla þá hafi hann gert það. Stappað niður fæti, skellt hnefa í borðið, staðið fastur á sínu, allt eftir því hvað hefur þurft hverju sinni, hafi þess þurft á annað borð. Þannig gera flestir ritstjórar. Af þeim sökum er ég stundum alveg gáttaður þegar Davíð ætlar fólki í sambæri- legum störfum, á öðrum fjölmiðlum að vera lausara í eigin sannfæringu, að annað fólk en hann sjálfur sé almennt prinsipplaust og aumt fyrir. Blaðamaður veit að hann hefur skyldur við marga en einkum og sér í lagi við lesendur og svo sig sjálfan. Stundum les ég eða heyri fjölmiðlafólk og jafnvel fólk í stjórnmálum fullyrða að einstaka fjölmiðlamenn, og jafnvel heilu ritstjórnirnar, láti annað fólk stýra hugsunum sínum og gerðum. Hvert ætli það fólk sæki þá hugsun? Í eigin reynslu? Trúlegast. Stundum læðist að mér sá grunur að einstaka menn gefi sér að annað fólk sé því sjálfu síðra, hafi lægri og verri hvatir. Það held ég um Davíð Oddsson þegar ég les sumt sem hann skrifar um það sem hefur gerst, og ekki síður það, sem hefur ekki gerst á mínum vinnustað. Stundum stjórnast menn vissulega af heift. Engum dylst að tilvist Fréttablaðs- ins hefur haft mikil áhrif á stöðu Morgunblaðsins, veikt það blað og sært. Ég hef oft dáðst að svari sem Davíð Oddsson gaf eitt sinn þegar hann var spurður hvort hann væri langrækinn. Hann sagði svo ekki vera, en bætti við að hann væri minnugur. Það eru ekki nema rúm fjórtán ár frá því að Fréttablaðið hóf göngu sína og styttri tími síðan Morgunblaðið tók að særast undan tilvist þess. Þau straumhvörf muna flestir og allir minnugir menn. Þegar ég þáði núverandi starf var ég ekki, og hef ekki enn verið, spurður af einum né neinum um viðhorf mín til eins né neins. Til að mynda veit ég ekkert um hvort maki helsta eiganda Fréttablaðsins sætir rannsókn hér eða þar. Ef svo er, er það ekki mitt vandamál. Heldur hans. Áfram held ég að Davíð Oddsson sé þungur í taumi og láti ekki draga sig þangað sem hann vill ekki fara. Þannig er háttað um mig og það samstarfsfólk sem ég hef. Þegar fjölmiðlum er tíðrætt um fjölmiðla: Davíð Oddsson og Fréttablaðið Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Um mitt síðasta ár varð Samgöngustofa til úr fjórum stofnunum: Flugmálastjórn, Umferðarstofu og stjórnsýsluhlutum Sigl- ingastofnunar og Vegagerðarinnar. Frá þeim tíma hefur stofnunin starfað á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu en kemur sér þessa dagana loksins fyrir í nýjum höfuðstöðvum á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Það er áþreifanlegur lokaþáttur í sameiningunni sem hefur verið vandasamt en jafnframt lærdómsríkt ferli. Öryggi og fagmennska Í stuttu máli má segja að Samgöngustofu sé ætlað að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það gerum við meðal annars með því að nýta aukna tækniþekkingu og ítarlegar rannsóknir, sinna vönduðu eftir- liti og ástunda betri stjórnsýslu því með öllu þessu hefur náðst umtalsverður árangur í fækkun alvarlegra slysa þeirra sem eru á faraldsfæti. Samnýting á þekkingu hefur þannig og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag. Opinberu eftirliti er fyrst og fremst ætlað að tryggja sem best öryggi fólks. Eftirlit er ekki síður mikilvægt til þess að við sem þjóð getum staðist alþjóðleg- ar úttektir og staðið jafnfætis þeim löndum sem við eigum í alþjóðlegri samkeppni við. Þetta er grundvallaratriði fyrir grunnstoðir atvinnulífsins eins og til dæmis skipaútgerð- ir og flugrekendur. Með sameiningu eftirlits í samgöngumálum í eina stofnun samnýt- um við reynslu með það í huga að eftirlitið verði hagkvæmt og skilvirkt án þess að tapa gæðum eða veita afslátt af öryggi. Tækifærin Með flutningum í sameiginlegt húsnæði felast mörg tækifæri um samræmda og greiða þjónustu sem hefst strax með einum og sama afgreiðslutímanum sem áður var mismunandi eftir staðsetningum. Í beinu framhaldi munum við byggja áfram ofan á það verk sem hafið var um mitt síðasta ár með því að leggja aukna áherslu á rafræna stjórnsýslu og sjálfsafgreiðslu sem dregur úr kostnaði og gerir viðskiptavinum kleift að ljúka sínum málum á þeim tíma sem þeim best hentar. Þetta sáum við til dæmis vel þegar sjómönnum og útgerðum var gert fært að sjá sjálf um lögskráningu sjó- manna. Svipuð þróun er markmiðið í öðrum greinum en fyrst og síðast viljum við halda góðu sambandi við viðskiptavini okkar og veita þeim örugga og greiða þjónustu. Þar er lykilorðið samvinna, því markmið um öryggi og fagmennsku geta allir verið sam- mála um. Í gildum Samgöngustofu sem allt starfsfólk tók þátt í að móta má sjá það sem við viljum standa fyrir: Jákvæðni, fag- mennska, traust og virðing. Samgöngustofa – undir einu þaki SAMGÖNGUMÁL Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu Áhugaverð skipan í ráðuneytið Stefán Haukur Jóhannesson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í utanríkis- ráðuneytinu, eins og Vísir greindi frá í gær. Það er Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sem skipar í stöðuna og var starfsmönnum ráðuneytisins tilkynnt þetta fyrr í þessum mánuði. Stefán Haukur er einn allra virtasti diplómat á Íslandi. Eitt stærsta verk- efni hans á undanförnum árum hefur þó ekki verið í sérstöku uppáhaldi hjá utanríkisráðherra. Hann var formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Varla er þetta þó til marks um stefnubreytingu Gunnars Braga í utanríkismálum, eða hvað? Stuðningur úr óvæntri átt Ungir sjálfstæðismenn í Heimdalli álykt- uðu á dögunum gegn þeim áformum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, að hækka neðra þrep virðisaukaskattsins. Þessi ályktun er í takti við meginhugsjónir Heimdallar um lága skatta og minni ríkisafskipti. Í gær bar svo við að Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, lýsti stuðningi við ályktun Heimdallar í skrifum á vefsvæði sitt. Þetta er skemmtilegt í ljósi þess að Stefán hefur hingað til ekki samsamað sig við hugmynda- fræði frjálshyggjunnar. Nú er bara spurning hvort fleiri fræðimenn í félagsvísindadeild séu tilbúnir til að lýsa yfir stuðningi við ályktanir Heimdallar. Það væri til dæmis skemmtilegt að sjá prófessorinn Svan Kristjánsson fagna þeim. Óþarfa tillögur Greint var frá því í gær að hópur þingmanna úr fimm flokkum hefði gert fjórðu tilraunina til að fá ríkið til að kanna hagkvæmni á því að hefja lestarsamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en meðflutningsmenn eru úr öllum flokkum nema Pírötum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur réttilega sagt að ríkisfjár- málin séu í járnum. Það er því umhugsunarefni hvers vegna þingmenn kjósa að leggja fram tillögur sem vitað er fyrirfram að ekkert verður gert með. jonhakon@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.