Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 54
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 34 Ég fæ oft valkvíða á morgnana en yfirleitt verður kornfleks eða hollustuhafraklattar à la Ale fyrir valinu, þar sem það tvennt er mjög mikið uppáhalds. Flott bensín inn í daginn! Alexandra Sif Nikulásdóttir, fjarþjálfari hjá Betri árangri og förðunarfræðingur. MORGUNMATURINN „Mér finnst þetta ekki vera heiður og bara mjög pirrandi að sjá svona eftirlíkingar,“ segir hönnuðurinn Þórunn Árnadóttir, sem á heiður- inn af Pyro Pet, kisukerti sem er sérstakt að því leytinu til að þegar það brennur niður birtist beina- grind úr áli. Kertið hefur vakið mikla lukku út um allan heim en nýverið fékk Þórunn ábendingu frá stórum dreifingaraðila um að búið væri að gera eftirlíkingu af kertinu henn- ar. Eftirlíkingin er bangsakerti sem nefnist Skeleton Candles og breytist einmitt í beinagrind úr áli. Líkindin eru sláandi en Þórunn safnaði fyrir framleiðslu Pyro Pet á Kickstarter og er það sama leið og fólkið á bakvið eftirlíkinguna er að fara. „Mér finnst mest skrítið að Kickstarter hafi hleypt þessu í gegn hjá sér, ég er í góðu sambandi við fólkið þar sem öll keyptu sér kisukertið á sínum tíma og hrós- uðu hönnuninni. Það er leiðinlegt þegar svona kemur upp.“ Kisukert- in hennar Þórunnar hafa slegið í gegn og eru meðal annars í búð- inni Urban Outfitters. Upphaflega ætlaði Þórunn að safna fyrir fram- leiðslu á fjögur þúsund kertum en hefur nú selt um 10 þúsund stykki. „Sem betur fer hefur okkur tekist að koma Pyro Pet það vel á fram- færi síðasta árið að við höfum verið að fá ábendingar um eftirlík- inguna frá viðskiptavinum okkar. Það er gott.“ - áp Leiðinlegt að sjá eft irlíkinguna Kertin Pyro Pet úr smiðju hönnuðarins Þórunnar Árnadóttur hafa vakið mikla lukku en búið er að gera eft irlíkingu af því sem nefnist Skeleton Candles. PIRRANDI Þórunn Árnadóttir hönn- uður er ekki ánægð með að búið sé að gera eftirlíkingu af kertinu hennar, Pyro Pet, en erfitt er fyrir hönnuði að koma í veg fyrir svoleiðis. „Það eru nokkrir nógu bilaðir til að fá sér svona, þetta er eins og að kaupa jeppa á risastórum dekkjum,“ segir Emil Þór Guðmundsson, einn eigandi hjólabúðarinnar Kría Cycles, sem hjól- ar nú um stræti borgarinnar á svoköll- uðu Fatboy-hjóli. Hjólið vekur athygli vegfarenda enda um tryllitæki að ræða. Dekkin sjálf eru extra breið og kjörin til þess að hjóla á snjó og sandi en ekki síður á malbiki. „Síðan getur maður beðið eftir snjó og þá er hægt að fara upp á jökul,“ segir hjólaunnandinn Emil, sem ætlar greini- lega ekki að láta veður og vind hafa áhrif á sig í vetur. Þótt hjólin líti ansi hörkulega út þá eru þau samt sem áður afar þægileg og á hvers manns færi að stýra „Það kemur manni samt á óvart hvað þetta pedalar vel. Þau bara rúlla og rúlla, þessi hjól.“ Fatboy-hjólin eru nú fáanleg í Kríu Cycles og kosta frá 319.000 krónum. Mikið hjólaæði hefur gripið land- ann undanfarin misseri enda bæði umhverfisvænn ferðamáti og góð hreyfing. Þó að hitastig fari lækkandi og ekki hægt að treysta á veðrið hér á landi er engin ástæða til að leggja hjól- unum að sögn Emils. En hvernig eiga hjólreiðamenn að útbúa sig fyrir veturinn? „Það eru ljós, númer eitt, tvö og þrjú. Þú vilt ekki fá strætó í bakið. Það eru alltof margir sem hjóla ljóslausir hér, það er bara eins og að keyra um á ljóslausum bíl. Þú vilt ekki vera „ghost rider“. Svo í nóvember fer maður að skipta yfir í nagladekk þegar hálkan fer að koma. En vonum að haustið hangi aðeins leng- ur.“ - þij Eins og að vera á jeppa á risadekkjum Emil Þór Guðmundsson hjólar um stræti borgarinnar á tryllitæki sem nefnist Fatboy-hjól og er nú fáanlegt hér landi en hjólinu er hægt að stýra upp á jökul. VÍGA- LEGUR Emil Þór með tryllitækið sem kallast Fatboy-hjól. Hljómsveitin Plastic Gods hefur verið starfandi í næstum áratug og er þekkt fyrir að spila drunga- og stónerarokk með eigin blæ. Hljómsveitin hefur verið að vinna í óhefðbundnu setti fyrir tónleika á Húrra næstkomandi föstudag. Þá mun sveitin spila drunu- og hávaðatónlist með áhrifum frá raf- tónlist. Ásamt þeim koma fram tónlistarmennirnir AMFJ, Ultra- orthodox og Döpur, betur þekktur sem Krummi í Mínus. En hvað er svona aðlaðandi við hávaða? „Við erum vön því að heyra umhverfishljóð þegar við löbbum út um dyrnar heima hjá okkur og það eru verksmiðjur í gangi, strætóar keyrandi fram hjá, fólk að tala. Hávaði er alls staðar og ég held að það sé búið að síast í undirmeðvitundina hjá fólki. Þegar það kemst að því að þetta er inni í manni þá dregur það fólk að þessari tónlistarstefnu, ef við ætlum að fara í þetta vísindalega,“ segir Krummi. Tónleikarnir á föstudaginn hefj- ast klukkan 22.00 og kostar litlar 1.000 krónur inn. - þij Tónlist sem hreyfi r við iðrunum Veisla með hávaða, drunum og drunga á Húrra á föstudaginn PLASTIC GODS spilar sérútbúið sett á föstu- dag. „Noise“ eða hávaðatónlist einkennist af notkun á hávaða í músíkölsku samhengi. Stefnan á uppruna sinn í módern- isma en ítalski fútúristinn Luigi Russolo skrifaði stefnuritið The Art of Noises árið 1913 þar sem hann hélt því fram að iðnbyltingin hefði hjálpað nútímamanninum að kunna að meta flóknari hljóð. Taldi hann að hefðbundin tónlist væri heftandi og að hávaðatónlist myndi koma í stað hennar í framtíðinni. Hávaðatónlist hélt áfram að þróast í gegnum tuttugustu öldina og hefur alltaf haldist í hendur við þróun tilraunakenndrar tónlistar á öldinni. Frægir einstaklingar sem spila hávaðatónlist eða hafa notast við hávaða í verkum sínum eru til dæmis John Cage, Karlheinz Stockhausen, Lou Reed, Sonic Youth, Ryoji Ikeda, Merzbow, Psychic TV og margir fleiri. HVAÐ ER „NOISE“-TÓNLIST? KRUMMI „Þetta er eins konar Fésbók hjólreiðamannsins,“ segir Emil um appið Strava, sem notað er af flestum hjólreiðamönnum sem vett- lingi geta valdið. Með Strava er hægt að skipuleggja hjólreiðarnar betur og keppa við vini sína. „Svo getur maður fylgst með því hvar menn eru að hjóla og séð nýjar leiðir. Þetta er algjör snilld.“ Strava virkar þannig að notandinn býr til ákveðna „segmenta“ sem er tiltekin leið og vegalengd. Þá er hægt að keppa á móti einhverjum öðrum um tímann sem tekur að hjóla þessa leið. Ef maður nær síðan besta tímanum þá verður maður svokallaður KOM, eða „king of the mountain“. Fésbók hjólreiðamannsins Fyrirbyggjandi lúsasjampó Nýtt Gotitas de Oro - Anti-Lice Shampoo Kemur í veg fyrir lúsasmit. Fyrirbyggjandi lúsasjampó fyrir börn. Virk samsetning innihaldsefna ver hárið og hársvörðinn og kemur í veg fyrir lúsasmit án þess að valda óþægindum né ertingu. Afar milt en öflugt sjampó. Virku innihaldsefnin í sjampóinu eru náttúruleg. Þau fyrirbyggja og gefa líka raka: Andiroba olía: 100% náttúruleg olía. Notuð víða í heiminum, m.a sem vörn gegn skordýrabiti. Quassia edik: Edik blanda með Quassia Amara seyði sem kemur í veg fyrir að egg lúsarinnar (nit) geti fest í hárinu. U m b o ð : w w w .v it ex .is Útsölustaðir: Lyfjaver/Heilsuver, Lyfjaval Mjódd, Rima Apótek, Reykjavíkur Apótek, Garðs Apótek, Árbæjar Apótek, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Lyfsalinn- Glæsibæ, Austurbæjar Apótek, Lyfja Lágmúla, Lyfja Smáratorgi, og Fjarðarkaup Notist reglulega eins og hvert annað sjampó fyrir hárþvott. Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.