Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 50
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 30 Ég er einn af þeim sem láta tilfinningarnar ráða för í þessum mál- um. Aðalsteinn Ingi Pálsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. SPÁIN 2014 OLÍS-DEILD KARLA: 1. Valur (304 stig), 2. Haukar (288), 3. FH (266), 4. Akureyri (234), 5. ÍBV (214), 6. ÍR (170), 7. Afturelding (163), 8. Fram (141) 9. Stjarnan (98) 10. HK (72). OLÍS-DEILD KVENNA: 1. Grótta (399 stig) 2. Fram (398) 3. ÍBV (363), 4. Stjarnan (337), 5. Haukar (264), 6. Valur (244), 7. Fylkir (226), 8. HK (148), 9. FH (140), 10. Selfoss (131), 11. KA/Þór (99), 12. ÍR (59) 1. DEILD KARLA: 1. Víkingur (265 stig), 2. Selfoss (263) 3. Grótta (256), 4. Fjölnir (214), 5. KR (182), 6. ÍH (169), 7. Hamrarnir (147), 8. ÍF Milan (117), 9. Þróttur (88). FÓTBOLTI Ísland mætir Serbíu í undankeppni HM 2015 á Laug- ardalsvelli. Ísland á ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppn- inni og því hefur Freyr Alex- andersson lagt áherslu á að gefa ungum og efnilegum leikmönnum tækifæri. Í þeim hópi er Sigrún Ella Einarsdóttir sem stóð sig vel þegar hún kom inn á í sínum fyrsta landsleik um helgina, er Ísland lagði Ísrael, 3-0. „Mér leið vel og það var gott að koma inn á í stöðunni 2-0. Þá var maður aðeins rólegri fyrir vikið,“ sagði Sigrún Ella, sem uppskar mikið hrós frá þjálfaranum fyrir frammistöðu sína. „Það er alltaf gott að fá hrós en ég reyni að halda mér á jörð- inni og sinna minni vinnu áfram,“ segir hún en Sigrún Ella veit ekki hvort frammistaðan dugir til að fá sæti í byrjunarliðinu í kvöld. „Fanndís stóð sig vel í leiknum, skoraði til dæmis frábært mark, og það verður erfitt að slá hana út úr liðinu. Ég æfi bara og spila eins vel og ég get,“ segir Sig- rún Ella sem kom til Stjörnunn- ar frá uppeldisfélagi sínu, FH, fyrir síðasta tímabil. Þar hefur hún blómstrað og verið í lykil- hlutverki í liði Stjörnunnar sem er aðeins einu stigi frá Íslands- meistaratitlinum. „Ég skipti um lið til að fá stærri áskorun og mér hefur gengið ágætlega. Ég hef mín markmið en framtíðin verður að leiða í ljós hvort ég næ þeim.“ Freyr sagði fyrir leikinn gegn Ísrael að Sigrún Ella væri kant- maður af „gamla skólanum“ og að það væru leikmenn að hans skapi. „Ég vissi reyndar ekki alveg hvað hann átti við en ég tók því bara sem hrósi,“ sagði hún og hló. Leikurinn í kvöld verður sá síð- asti hjá markverðinum Þóru B. Helgadóttur en hann hefst klukk- an 17.00 og verður í beinni texta- lýsinu á íþróttavef Vísis. - esá Vissi ekki alveg hvað Freyr var að tala um Þátttöku Íslands í undankeppni HM 2015 lýkur í kvöld er stelpurnar taka á móti Serbum í Laugardalnum. EFNILEG Sigrún Ella Einarsdóttir hefur átt frábært tímabil með Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÚRSLIT MEISTARADEILD EVRÓPU A-RIÐILL OLYMPIACOS - ATLETICO MADRID 3-2 1-0 Arthur Masuaku (13.), 2-0 Alejandro Domínguez (36.), 2-1 Mario Mandzukic (38.), 3-1 Konstantinos Mitroglou (78.), 3-2 Antoine Griez- mann (87.). JUVENTUS - MALMÖ 2-0 1-0 Carlos Tévez (53.), 2-0 Carlos Tévez (90.). B-RIÐILL LIVERPOOL - LUDOGORETS 2-1 1-0 Mario Balotelli (82.), 1-1 Dani Abalo (90.), 2-1 Steven Gerrard (90.+3). REAL MADRID - BASEL 5-1 1-0 Marek Suchy (14. sjálfm.), 2-0 Gareth Bale (30.), 3-0 Cristiano Ronaldo (31.), 4-0 James Rodríguez (37.), 4-1 Derlis Gonzalez (38.), 5-1 Karim Benzema (80.) C-RIÐILL MONACO - BAYER LEVERKUSEN 1-0 1-0 Joao Moutinho (61.). BENFICA - ZENIT ST. PÉTURSBORG 0-2 0-1 Hulk (5.), 0-2 Axel Witsel (22.) D-RIÐILL DORTMUND - ARSENAL 2-0 1-0 Ciro Immobile (45.), 2-0 Pierre-Emerick Aubameyang (48.). GALATASARAY - ANDERLECHT 1-1 0-1 Dennis Praet (52.), 1-1 Burak Yilmaz (90.). FRJÁLSÍÞRÓTTAÆFINGAR Fyrir fötluð börn og ungmenni. Alla fimmtudaga í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 16:50-17:50. Þjálfarar eru Theodór Karlsson (663 0876) og Linda Kristinsdóttir (862 7555). Öllum 13 ára börnum og yngri er velkomið að koma á æfingarnar. www.ifsport.is HANDBOLTI Handknattleikssamband Austurríkis tilkynnti í gær að það hefði samið við Patrek Jóhannes- son um að stýra landsliði þess áfram til ársins 2020 en gamli samningurinn átti að renna út á næsta ári. Mikil ánægja hefur ríkt með störf Patreks sem tók við liðinu árið 2011 en undir hans stjórn varð liðið í ellefta sæti á EM í Danmörku í upphafi ársins og vann sér svo sæti á HM í Katar með því að slá Noreg úr leik í undankeppninni. „Ég var ekki lengi að velta tilboðinu fyrir mér því mér hefur liðið afar vel í þessu starfsumhverfi,“ sagði Patrekur í viðtali á vef sambandsins. „Þetta er fimm ára samningur og sýnir vel hversu mikið traust ríkir á milli aðila. Ég er mjög ánægður og stoltur yfir að halda áfram sem landsliðsþjálfari Austurríkis.“ - esá Patrekur fékk fi mm ára samning FÓTBOLTI Fyrstu leikviku Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu lýkur í kvöld með átta leikjum. Eini Íslendingurinn í Meistaradeildinni að þessu sinni, fram- herjinn Kolbeinn Sigþórsson, verður á ferðinni með sínum mönnum í Ajax þegar hollenska liðið tekur á móti hinum moldríku Frakklandsmeisturum í PSG. Kolbeini, sem er annars mikill markaskorari, virðist fyrirmunað að skora í Meistaradeildinni, en hann hefur spilað sjö leiki með Ajax í keppninni án þess að koma boltanum í netið. Hann lét meðal annars verja frá sér vítaspyrnu á Nývangi gegn Barcelona í fyrra. Börsungar eru aftur í riðli með Ajax, en þeir mæta AOPEL frá Kýpur í kvöld. Englandsmeistarar Manchester City heimsækja Bayern München, en þessi sömu lið voru saman í riðli í fyrra og þá með CSKA Moskvu sem einnig er með þeim í riðli að þessu sinni. Rússneska liðið mætir Roma í þessum annars sterka riðli. Man. City tapaði heimaleiknum gegn Bayern í fyrra en sótti sigur á Allianz- völlinn þannig að Englandsmeistararnir þurfa ekki að vera hræddir við erfiðan heimavöll Þýskalandsmeistaranna. - tom Áttunda tilraun hjá Kolbeini KOMIÐ AÐ ÞVÍ? Kolbeinn vonast til að skora í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SPORT HANDBOLTI Val og Gróttu var í dag spáð Íslandsmeistaratitli í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna í Olís-deildunum í handbolta. Valur fékk yfirburðaspá í karladeildinni en aðeins mun- aði einu stigi á Gróttu og Fram í kvennadeildinni. Víkingi er síðan spáð öruggum sigri í 1. deild karla. Það er búið að fjölga í Olís- deild karla en þar spila nú tíu lið og verður átta liða úrslitakeppni. Einnig verður átta liða úrslita- keppni í kvennadeildinni. - hbg Val og Gróttu spáð titlinum FÓTBOLTI „Þetta eru mikil von- brigði enda ekki það sem stefnt var að,“ segir Aðalsteinn Ingi Páls- son, formaður knattspyrnudeildar Þórs, en Þórsarar eru fallnir úr efstu deild þó svo enn séu þrjár umferðir eftir af Íslandsmótinu. Margir spáðu Þór góðu gengi fyrir mótið en liðið stóð aldrei undir þeim væntingum. Þór varð í áttunda sæti á síðasta ári og stefn- an var tekin enn hærra í ár. Við- dvölin í efstu deild var því ekki nema tvö ár hjá Þór að þessu sinni. „Við vorum kannski með ódýr- asta liðið í deildinni en erum með fullt af flottum einstaklingum sem lofuðu góðu fyrir mót. Ótrúlega mörg af þessum fáu stigum okkar í sumar hafa komið gegn KR og FH. Ég held því að þetta lið geti gert ýmislegt þegar allt gengur upp en það getur líka greinilega tapað fyrir hvaða liði sem er,“ segir for- maðurinn, en fjögur af níu stigum Þórs komu gegn FH og KR. Sigur- leikurinn var gegn KR. Kallar á naflaskoðun Að falla niður um deild kallar á endurskoðun á rekstri félagsins sem og naflaskoðun. „Þetta kallar á fjárhagslega end- urskoðun sem og á öllum hópnum. Þjálfurum og öðru slíku. Við þurf- um að fara í naflaskoðun og líta í eigin barm og sjá hvað við eigum að gera í stöðunni enda er þetta ekki sú staða sem félagið ætl- aði sér að vera í. Stefnan var að festa félagið í sessi í efstu deild. Við höfum verið í Pepsi í þrjú af síðustu fimm árum. Hin árin tvö unnum við 1. deildina. Árangurinn miðað við fjármagn og aðstæður er kannski alveg viðunandi þó svo maður hefði viljað festa eitt lið af landsbyggðinni uppi í efstu deild. Það er að sýna sig enn og aftur að það er erfitt og þá sérstaklega fjár- hagslega.“ Aðalsteinn telur að lið Þórs sé líklega ódýrasta lið Pepsi-deildar- innar og segir að það sé erfiðara fyrir Þór en mörg önnur félög að ná í fjármagn. „Við stöndum verr að því leyti að öll stórfyrirtæki og fjársterk- ir aðilar eru á suðvesturhorninu. Auðvitað eru samt góðir aðilar hér sem standa vel við bakið á okkur og fyrir það ber að þakka.“ Það hefur mikil áhrif á rekstur- inn að falla niður um deild og því þarf að stokka spilin upp á nýtt. „Þetta er klárt tekjutap upp á að minnsta kosti 15 milljónir. Það er örugglega varlega áætlað en maður veit aldrei hver snjóbolta- áhrifin verða. Fyrir lítinn klúbb með lítinn fjárhag þá munar gríð- arlega um þessar tekjur.“ Það má nú ekki búast við því að framherjinn Chukwudi Chijindu verði áfram hjá Þór en samningur hans er að renna út. Hann hefur ekki skorað mark í átta leikjum með liðinu í sumar. „Öll leikmannamál verða skoð- uð og þar með hans mál. Það eru gríðarleg vonbrigði að hann er meiddur hálft tímabilið. Hann átti að vera maðurinn sem skoraði mörkin fyrir okkur. Hann skilaði því síðustu ár en ekki núna, því miður,“ segir Aðalsteinn og hann segir ekkert vera ákveðið hvort Páll Viðar Gíslason verði áfram þjálfari liðsins. Það séu skiptar skoðanir á því innan stjórnarinnar. Útilokar ekki sameiningu Næsta sumar verða bæði Akur- eyrarliðin í 1. deild og sú umræða að best sé að sameina félögin er komin upp enn og aftur. „Ég er einn af þeim sem láta tilfinningarnar ráða för í þess- um málum og kannski er skyn- semin ekki alltaf efst á blaði. Ég er Þórsari og verð það alla tíð. Ég er samt að reka lið, ásamt öðrum, sem heitir Þór/KA í kvennaboltan- um og það er að fullu rekið af Þór. Það er mjög góð reynsla af því og auðvitað ættu menn að skoða alla hluti af skynsemi. Ég útiloka ekk- ert í þessum efnum en það er mín skoðun að það eigi að vera hægt að halda úti tveimur liðum hérna. Það er kannski ekki hægt að halda úti tveimur úrvalsdeildarfélögum og kannski ekki einu sem er stöðugt lið í efstu deild,“ segir Aðalsteinn Ingi og bætir við það sé ekkert búið að ræða þessi mál og enginn hafi hafið máls á því að funda um sameiningu meistaraflokka Þórs og KA. henry@frettabladid.is Verða af fi mmtán milljónum Það er mikill skellur fyrir Þór að falla úr Pepsi-deildinni og segir formaður knattspyrnudeildar að tekjutapið sé að minnsta kosti 15 milljónir króna. Hann segir að félagið þurfi að fara í nafl askoðun og líta í eigin barm. FLOTTIR Þórsarar hafa fengið flottan stuðning úr stúkunni en það skilar sér ekki á vellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.