Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 48
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 28 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggvadóttur MIÐASALA Á SJÁ FLEIRI SÝNINGAR Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK DENOFGEEK.COM RICHARD ROEPER-CHICAGO SUN TIMES FRAMLEIÐENDURNIR STEVEN SPIELBERG OG OPRAH WINFREY BJÓÐA ÞÉR UPP Á SANNKALLAÐA VEISLU ARIZONA REPUBLIC NEW YORK OBSERVER PÓSTURINN PÁLL 2D 5:50 THE NOVEMBER MAN 5:50, 8, 10:20 PARÍS NORÐURSINS 5:50, 8, 10:10 LIFE OF CRIME 10 LUCY 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL2D KL. 5.50 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 - 10.15 THE GIVER KL. 8 - 10.15 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 DAWN.. .PLANET OF THE APES 3D KL. 10.15 VONARSTRÆTI ENSKUR TEXTI KL. 5.20 VONARSTRÆTI KL. 8 - 10.40 THE NOVEMBER MAN KL. 5.30 - 8 - 10.25 THE NOVEMBER MAN LÚXUS KL. 10.10 Ó ÁP STURINN P LL ÍSL. TAL2D KL. 3.30 - 5.45 PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL3D KL. 3.30 ÍPARS NORÐURSINS KL. 3.30 - 5.45 - 8 PARÍS NORÐURSINS LÚXUS KL. 8 THE GIVER KL. 10.10 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 - 10.20 LET́S BE COPS LÚXUS KL. 3.30 - 5.45 EXPENDABLES KL. 8 - 10.40 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2DKL. 3.30 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Söngkonan Lana Del Rey sendi á mánudag frá sér tilkynn- ingu þess efnis að hún þyrfti að fresta tónleikaferð sinni um Evrópu. Ástæðuna segir hún vera veikindi sem hún sé búin að glíma við í hátt í tvö ár. „Ég er bara alltaf veik, það er bara orðinn partur af lífi mínu. En lækn- arnir geta ekki fundið út hvað er að hrjá mig, þetta er eitthvað mjög sjaldgæft“, segir söngkonan. Fyrirhugaðir eru tónleikar með söngkonunni í Mexíkó í október en ekki hefur verið gefið út hvort þeim verður frest- að líka. Frestar tónleikaferð Við vorum öll rosalega ánægð með viðbrögð-in í Toronto, þau voru vonum framar og það er gaman fyrir mig að tónlistin skuli fá svona mikla athygli,“ segir tónskáld- ið Jóhann Jóhannsson, sem gerði tónlistina fyrir kvikmyndina The Theory of Everything. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíð- inni í Toronto um helgina og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Var þá tón- list Jóhanns sérstaklega lofuð af meðal annars gagnrýnendum Var- iety, BBC og Screen Daily svo ein- hverjir séu nefndir. Tónlistin tekin upp í Abbey Road Jóhann kynntist leikstjóra mynd- arinnar, James Marsh, þegar hann samdi tónlist fyrir dönsku myndina The Good Life. James vann sem ráð- gjafi að þeirri mynd og hafði sam- band við umboðsskrifstofu Jóhanns þegar hann var að gera The Theory of Everything. „Mér fannst það mjög spennandi verandi aðdáandi James. Ég hef sömuleiðis verið mikill áhugamaður um Stephen Hawking, bæði hann sem karakter og verk hans,“ segir hann. Myndin er byggð á bók Jane Wilde, Travell- ing to Infinity: My life with Stephen, sem fjallar um ástarsamband Jane og Stephens. „Ég las bók Hawkings A Brief History of Time í háskóla og hef alltaf haft mikinn áhuga á honum sem persónu. Þannig að fyrir mig var þetta í rauninni drauma- verkefni,“ segir Jóhann. Tónlistin var tekin upp í Abbey Road-hljóðverinu í London en Jóhann byrjaði að semja tónlistina þegar tökur voru langt á veg komn- ar. „Ég fékk myndina fyrst mjög hráa og sá strax að hún var mjög áhrifamikil. Vel skrifuð, vel leikin og mjög öflug. Það var mjög gaman að takast á við þetta verkefni að semja tónlistina,“ segir hann. Þetta er ekki fyrsta stórmyndin sem Jóhann semur tónlist fyrir, en hann samdi einnig tónlistina fyrir myndina Prisoners. Hann segir bæði verkefnin hafa verið skemmti- leg en ólík. „Þetta eru rosalega ólíkar myndir. Prisoners er mjög dökk og drunga- leg mynd sem lýsir skuggahlið- um manneskjunnar sem í rauninni hentar að mörgu leyti minni tónlist mjög vel en hún er yfirleitt drama- tísk og frekar svona í myrkari kant- inum. Aftur á móti er The Theory of Everything léttari og aðgengilegri. Hún er dramatísk mynd og alvarleg en hefur miklu breiðara og bjartara litróf heldur en Prisoners þannig að þessar tvær myndir eru eins og svart og hvítt. Tónlistarlega nálgun- in var allt önnur,“ segir hann. Spennandi verkefni fram undan Það er nóg um að vera hjá Jóhanni og á næstu dögum byrjar hann að semja tónlist fyrir nýja mynd sem ber nafnið Sicario og er leikstýrt af Denis Villeneuve, þeim sama og leikstýrði Prisoners. Þetta er því í annað sinn sem þeir vinna saman. Meðal þeirra sem fara með aðalhlut- verk í myndinni er leikarinn Beni- cio Del Toro og Emily Blunt. „Þetta er mjög spennandi verkefni,“ segir hann. Jóhann er svo væntanlegur til landsins í nóvember þar sem hann mun setja upp verk sitt, The Miners’ Hymns í fyrsta skipti á Íslandi. „Þetta er samstarfsverkefni Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og Ice- land Airwaves. Þetta er verk sem ég hef flutt úti um allan heim en þetta verður í fyrsta skipti sem það er flutt á Íslandi,“ segir hann. Um er að ræða tón- og myndverk. „Mynd- in er eftir bandarískan listamann sem heitir Bill Morrison. Þetta er klukkutímalöng mynd sem er byggð á gömlum myndskeiðum frá kola- námuiðnaðinum í Bretlandi. Myndin er þögul og tónlistin er flutt lifandi undir. Verkið er upprunalega samið fyrir brasshljómsveit en þarna verður frumflutt ný útgáfa af verk- inu fyrir sinfóníuhljómsveit,“ segir hann spenntur, en þetta er í fyrsta skipti sem Jóhann spilar með Sin- fóníuhljómsveit Íslands og einnig kemur hann fram í fyrsta skipti í Eldborgarsal Hörpu. „Ég hlakka til að koma til Íslands og sýna fólkinu heima þetta fallega verk.“ „Draumaverkefni fyrir mig“ Jóhann Jóhannsson fær góða dóma fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Hann fl ytur tón- og myndverk í Eldborgarsal Hörpu með Sinfóníuhljómsveit Íslands á Iceland Airwaves-hátíðinni. Myndin er byggð á bók Jane Hawking, Travelling to Infinity: My life with Stephen, og fjallar um samband Jane og fyrrverandi eiginmanns hennar. Myndinni er leikstýrt af James Marsh en handritshöfundur er Anthony McCarten. Í aðalhlutverkum eru Eddie Redmayne og Felicity Jones. Í öðrum aðalhlutverkum eru Charlie Cox, Emily Watson, Simon McBurney og David Thewlis. Myndin var heimsfrumsýnd á dögunum á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Toronto. ➜ The Theory of Everything FARSÆLL Jóhann er að gera góða hluti með tónsmíðum sínum. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Ég var að ganga frá þvotti um daginn og meðal þess sem ég tíndi af snúrunum voru bleikar nærbuxur. Svona alveg dökk- skærbleikar bómullarnærbuxur. Ég á þær. Keypti þær í sumar. Þær voru reyndar í pakka með nokkrum öðrum nærbuxum í sama sniði, en þessar eru áberandi bleikast- ar. Einhver dulin skömm læddist aftan að mér og allt í einu mundi ég eftir því hvað var hræðilega vandræðalegt að uppgötva í leikfimitíma í grunnskóla að maður var í bleikum nærbuxum. Það var ekkert asnalegra en bleikar nærbuxur. „Flottar nærbuxur.“ Glott- andi, flissandi stelpur. Úff … þurfti ég að vera í þessum asnalegu nærbuxum í dag. SUMT er hallærislegt af óskilj- anlegum ástæðum. Svona sam- einingartákn svala fólksins. Bleikar nærbuxur, Breezer og U2. Og ég tala nú ekki um að líkjast stelpu ef þú ert ekki stelpa. ÉG var að hlusta á útvarpið um daginn, þarna þegar U2 átti Rás 2 heilan dag. Útvarpsmaðurinn var vel undirbúinn, því hann þuldi upp hvert fróð- leikskornið af öðru um hljómsveitarmeð- limi. Meðal annars sagði hann frá því að Bono hefði lengi verið komplexaður yfir því að syngja eins og stelpa. Það tók mig ekki nema eina Google-atrennu að finna blaða- grein með fyrirsögninni „U2’s Bono: I think I sound like a girl“ og undirtitlinum „Singer says he can’t stand the sound of his own voice“. Þetta olli mér miklu hugarangri. Hvað felst í því að hljóma eins og stelpa og hvers vegna hefur það svona gríðarleg áhrif á sjálfstraust þessa söngvara? VEIT hann ekki að meira að segja fótbolta- menn grenja eins og smástelpur? LEIÐINDAMÁL. En allavega. Svo gerist það, að því er virðist undantekningarlaust, að það verður kúl að vera „hallærislegur“. Með „mullet“ og stór gleraugu. Gulrótar- buxur og útvíðar buxur. Sokkar og sand- alar. Normcore. Ég veit svo sem ekki hvert ég er að fara með þetta, en ég vildi óska að mér fyndist U2 geðveik hljómsveit, því þá myndi ég setja það í status. Ég er komin með leiða á statusunum um hið öndverða. Bono í bleikar nærbuxur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.