Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 12
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 NÁTTÚRA Hraunið sem hefur runn- ið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hrauns- ins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkíló- metrar en rúmmálið metið 250 milljónir rúmmetra. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjalla- fræðingur hjá Raunvísindastofn- un Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljónir rúm- metra, eins og það var metið fyrir fjórum dögum – og nefn- ir 250 milljónir rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflu- eldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eld- gos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngju- jökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljónir rúmmetra, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hall- grímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljónir rúmmetra. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar bygg- ingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarð- eðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efn- ismagnið í nýja hrauninu taki til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verði að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé mis- jöfn eftir stöðum í hraunbreið- unni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmanna- eyjum er rúmar 200 milljónir rúm- metra, afar þykkt en aðeins 3,4 fer- kílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljónir rúmmetra og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljörðum rúmmetra og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti. svavar@frettabladid.is Hraunið orðið miklu stærra en allar byggingar á Íslandi Eldstöðin í Holuhrauni hefur þegar skilað upp úr jörðinni hrauni sem myndi fylla 8.300 til 10.400 Hallgríms- kirkjur. Rúmmál hraunsins er metið allt að því 104 milljónum rúmmetra meira en allar byggingar hér á landi. REYKJAVÍK Allar byggingar á Íslandi rúma ekki nýja hraunið sem myndi fylla Hallgrímskirkju allt að 10.400 sinnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Allar byggingar á Íslandi eru um 146 MILLJÓN RÚMMETRAR Nýja hraunið í Holuhrauni er metið 200-250 MILLJÓNIR RÚMMETRA Hraunið myndi fylla 8.300 TIL 10.400 HALLGRÍMSKIRKJUR Hraunið myndi fylla 667.000 HUNDRAÐ FERMETRA ÍBÚÐIR ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SAMGÖNGUR Nýr hjólreiðastígur var opnaður í gær og markaði athöfnin upphaf árvissrar sam- gönguviku í Reykjavík. Mark- mið hennar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferða- venjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Hjálmar Sveinsson, formað- ur umhverfis- og skipulagsráðs, sagði þegar hann opnaði stíg- inn að stefna Reykjavíkurborgar væri að gera hjólreiðar að alvöru valkosti. Áhersla væri á uppbygg- ingu hjólastíga á öllum meginleið- um og með slíkri uppbyggingu væri hlúð að vistvænum sam- göngum. Stígurinn nýi liggur frá Suðurhlíð upp að Sléttuvegi. - fb Samgönguvika í Reykjavík: Nýr hjólastígur opnaður í gær VERSLUN BDS Ísland – sniðgöngu- hreyfing fyrir Palestínu hefur farið fram á við stjórnir Byko ehf. og Elko ehf. að fyrirtæk- in láti af öllum viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki og hætti inn- flutningi á ísraelskum vörum. Samtökin sendu stjórnendum fyrirtækjanna bréf fyrir viku, þar sem þau eru leiðandi í sölu á SodaStream-vörum á Íslandi. Í bréfunum voru stjórnendur fyrirtækjanna hvattir til þess að hætta að selja SodaStream-vörur. - sko SodaStream af markaði: Vilja sniðganga ísraelskar vörur FORMAÐUR Hjálmar Sveinsson opnaði nýjan hjólreiðastíg í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.