Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGRaki&mygla MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 20144 RÁÐ TIL VARNAR MYGLU ■ Þegar verið er að elda verður gufan að komast út, opnið glugga eða komið fyrir gufugleypi. ■ Hafið gluggann opinn eða gufugleypinn í gangi í allt að tuttugu mínútur eftir að elda- mennskunni lýkur. ■ Hafið lokið á pottum og pönnum meðan eldað er og látið ekki vatn sjóða að óþörfu. ■ Lokið eldhús- og baðherbergis- dyrum meðan eldað er eða farið er í bað eða steypibað svo gufan dreifi sér ekki inn í önnur kaldari herbergi. ■ Að lokinni matseld og baði skal opna milli herbergja svo loft streymi á milli. ■ Hafið glugga í hverju herbergi opna í einhvern tíma á hverjum degi til að loftskipti verði í íbúð- inni. ■ Þurrkið strax upp alla bleytu og raka sem myndast innanhúss. ■ Tryggið að loft geti leikið um húsgögn og skápa. Hafið til dæmis örlítið bil milli veggjar og skápa og athugið að út- veggir eru kaldari en innveggir. ■ Þurrkið þvott utandyra þegar hægt er. ■ Lokið opnum fiskabúrum og hafið í huga að gæludýr og pottablóm gefa frá sér raka. www.homesforharingey.org www.ust.is MYGLAN FJARLÆGÐ Mygla vex aðeins þar sem raki er nægur. Þegar mygla kemur í ljós þarf fyrst að finna hvaðan rakinn kemur en aðalorsakir hans eru lekar vatnslagnir, niðurföll eða flóð upp úr niðurföllum, lek þök, stíflaðar rennur, leki með gluggum, brotnar lagnir og biluð loftræstikerfi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar, ust.is. Þegar tekist hefur að finna upp- tök raka og draga úr honum eða eyða, er næsta skref að ákveða hvort hægt sé að fjarlægja mygl- una án aðstoðar fagmanna. Þegar myglu má rekja til byggingargalla og/eða mygla er í byggingarefni, er ráðlegt að leita til fagmanna. Ef mygluvöxt má rekja til rakaþétt- ingar, mygluflöturinn er minni en einn fermetri og stafar ekki frá frárennslislögnum eða niður- föllum geta íbúar líklega sjálfir leyst vandann með því að fara eftir leiðbeiningum sem finna má á vef Umhverfisstofnunar eða leiðbeiningum annarra sem þekkingu hafa á þessum málum. SVEPPAMYNDUN Í ÞVOTTAVÉLUM Á síðu Leiðbeiningarstöðvarinnar, www. leidbeiningastod.is, er fjallað um sveppa- myndun í heimilistækjum, til dæmis í þvottavélum. Þar segir að sveppamyndun í þvottavélum leyni sér ekki, það komi vond lykt af þvottinum og sveppurinn sé sýnilegur með berum augum t.d. í sápuhólfinu. Sveppurinn þrífst í raka og er talið að aukin notkun mýkingarefna og þvottaefna með ensímum eigi þar hlut að máli. Gefin eru ráð á síðunni um hvernig eigi að takast á við mygluna: ■ Byrja að skoða hvort dökkgrátt slím (gulleitt í byrjun) er í sápuhólfi vélarinnar. Ef svo er þá er best að byrja á að þrífa hólfið, taka það í sundur ef hægt er. Nota óblandað Rodalon (fæst í lyfjaverslunum) sem sett er í skál/fat og og nota bursta við verkið (flöskubursta) og fara vel í öll horn hólfsins. Einnig er hægt að setja efnið í úðabrúsa, úða vel í hólfið og skrúbba síðan. Gæta skal þess að nota gúmmí- hanska við verkið. Taka síu eða sigti á sama hátt. Nauðsynlegt er að þrífa einnig gúmmíhring og gler í hurð vel. Helst með óblönduðu efninu. Áhrifaríkast er að setja Rodalon í sápuhólf og tóma tromluna, stilla á 40°hita og láta vélina taka inn á sig vatn smástund, slökkva síðan á henni og láta standa í henni yfir nótt. Kveikja á henni aftur og láta ganga út. ■ Til að koma í veg fyrir sveppa- myndun er mælt með því að þvo af og til á suðu þar sem sveppamyndun lifir ekki af slíkan hita. Þó þarf ávallt að fylgjast með sápuhólfinu sem ekki hitnar jafn mikið. ■ Góð regla er að að þurrka sápu- hólf, gúmmíhring og gler eftir notkun og skilja vélina eftir opna á milli þvotta. 20:05 MÁNUDAG Gulli byggir eru þættir þar sem breytingar og lagfæringar á húsnæði eru mál málanna. Hér fylgjumst við með lagfæringu á húsi í Stykkishólmi, færum eldhús í Langagerði, byggjum garðhús í Grafarvogi, breytum baðherbergi á Dalvík, fylgjumst með heilu húsi rísa frá grunni í Skerjafirði, svo eitthvað sé nefnt. Eitt verkefni verður tekið fyrir í hverjum þætti. Gulli byggir á mánudögum! Internet og heimasími fylgir SkemmtipakkanumFullt verð: 3.490 kr. Sex sjónvarpsstöðvar, internet og heimasími í þrjú ár, Tónlist.is í þrjá mánuði og aðild að Vild á aðeins 8.490 kr. Enginn binditími fyrir internet og heimasíma! Ljóshraði og heimasími fylgir sjónvarpsáskrift í þrjú ár! 8.490 kr. + 0 kr. Innifalið er 10GB erlent niðurhal og 100 mínútur í heimasíma. Þriggja mánaða uppsagnarfrestur er á Skemmtipakkanum. Greiða þarf 2.610 kr. aðgangsgjald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.