Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 24
 | 6 17. september 2014 | miðvikudagur Skemmtiferðaskip á stærð við fjölbýlishús við skipahöfnina í Reykjavík er orðin algeng sýn. Alls komu 89 skemmtiferða- skip til Reykjavíkur í sumar samkvæmt tölum frá Faxafl óa- höfnum, en farþegar í þeim skipum voru í kringum 98 þús- und. Aldrei hefur slíkur fjöldi skemmtiferðaskipa lagst hér að bryggju. Tölur frá því í fyrra voru met, en þá komu hingað 80 skip og 92 þúsund farþegar. Aukningin hefur verið gríðar- leg á síðustu árum en árið 2003 komu hingað fi mmtíu skip með rúmlega 31 þúsund farþega. Flest hafa skipin fl eiri áfanga- staði á Íslandi en Reykjavík. Flutningsmiðlunarfyrirtæk- ið TVG-Zimsen er umboðsað- ili fl estra þessara skipa þegar þau eru í höfn. TVG-Zimsen er dótturfélag Eimskipafélagsins en framkvæmdastjórinn, Björn Einarsson, segir mikil tækifæri felast í auknum áhuga ferða- manna á Íslandi. „Það er ótrúlega mikill vöxt- ur í þessu. Ísland er að styrkjast verulega í ferðamannaiðnaðin- um almennt. Hann er síðan ólík- ur innbyrðis og þetta, skemmti- ferðaskipin, er ein tegundin,“ segir Björn. Hann segir þau hjá TVG-Zim- sen sjá mun stærri skip koma til landsins en áður og eðli ferð- anna sé ólíkt því sem verið hefur. „Ísland er ekki lengur endi- lega bara hluti af „rúntinum“, það er að segja hluti af ferðum á aðra áfangastaði, heldur er það orðinn skýr áfangastaður í sjálfu sér. Ákveðinn miðpunkt- ur. Það er nú verið að selja sér- stakar Íslandsferðir og við sjáum þær styrkjast.“ Farþegar skemmtiferðaskip- anna eru, eðli málsins sam- kvæmt, eins ólíkir og þeir eru margir. Björn segir bæði um að ræða fólk sem komi við hérna til að fara í stuttar skoðunarferð- ir sem og farþega sem vilji fá „dýpri“ ferðir. „Það kemur einnig meira af öðrum tegundum skipa og þar sem er frekari áhersla á náttúr- una og Norðurslóðir, heldur en á stóru skipunum – þau eru nátt- úrulega bara eins og fl jótandi hótel.“ Í mars á næsta ári munu til dæmis koma hingað tvö skemmtiferðaskip í sérstak- ar norðurljósasiglingar, sem hefur ekki áður gerst. Þá kemur skemmtiferðaskipið Disney Magic til Reykjavíkur í júlí og mun stoppa yfi r nótt við Skarfa- bakka. Disney-skip hefur aldrei áður komið hingað til lands, en Björn segir siglinguna undir áhrifum frá kvikmyndinni Frost. Skipið er 84 þúsund rúm- lestir að stærð og tekur 1.750 farþega og mun hafa selst mjög fl jótlega upp í ferðina. Sem umboðsaðili skipanna sér TVG-Zimsen um ólíkustu viðvik. „Við sjáum um allt frá minnstu viðvikum upp í þau stærri, til dæmis að útvega mat og vatn, Tækifærin sem felast í mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa hingað óendanleg Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, sem þjónustar skemmtiferðaskip sem koma til Íslands, segir vöxtinn hafa verið ótrúlegan undanfarið. Fyrirtækið hefur verið að styrkja sig í jaðarverkefnum líkt og þjónustu við skemmtiferðaskipin sem hafa aldrei verið fleiri en í sumar. Norðurslóðirnar opna einnig á frekari tækifæri. BJÖRN EINARSSON, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, segir Ísland vera orðið að sérstökum áfangastað skemmtiferðaskipa en sé ekki hluti af „rúntinum“ eins og áður. Í því felist gríðarleg tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VIÐTAL Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.