Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 33
 7 | 17. september 2014 | miðvikudagur ford.is Ford Explorer 4WD 7 manna 3,5 TiVCT V6 290 hö bensín, 6 þrepa sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 12,4 l/100 km. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16 KOMDU OG PRÓFAÐU FORD EXPLORER 3,5 V6 290 HESTÖFL 9.350.000 KR.FRÁ 6 ÞREPA SJÁLFSKIPTUR 4WD 7 MANNA Ford Explorer 7 manna lúxusjeppi sjá um viðgerðir á bilunum um borð eða fara með farþega til tannlæknis ef þess þarf.“ Tækifærin sem í þessu felast eru óendanleg. Björn segir fyr- irtækið í samstarfi við nokkur önnur um að koma íslenskum vörum á framfæri í þessi skip. „Við höfum búið til hugtak sem kallast „Flavor of Iceland“ þar sem við viljum selja meira af íslenskum afurðum, mat- vælum eða öðru, meðal annars íslenskt grænmeti og mjólkur- afurðir, um borð í skipin. Stað- an núna er sú að þau fylla sig til dæmis í Kaupmannahöfn og víðar í Evrópu en við viljum ná að stíga inn í þessa þróun og ná að koma íslensku afurðunum um borð og kynna samkeppnis- hæfni þeirra hvað gæði og verð varðar. Það er ljóst að við höfum margt að bjóða í þessu, eins og til dæmis mjólkurafurðir, fi sk, vatn og margt fl eira.“ Björn segir þetta ganga vel, en það sé hins vegar langhlaup. „Maður verður að skilja að þetta er ekki spretthlaup til að ná árangri í þessu. Það er svo- lítið íslenska leiðin að halda að maður vinni sigurinn á morgun en það er ekki þannig í þessu. Þessi iðnaður er íhaldssamur og við gerum okkur grein fyrir að það tekur tíma að byggja svona upp.“ Miklar sveifl ur eru í ferða- mannaiðnaðinum almennt eftir árstíðum og Björn segir það ekki síður eiga við um skemmti- ferðaskipin. „Skipin byrja að koma í maí og klára sig af í lok september. Kúfurinn og toppurinn er algjör- lega þessir björtustu sumar- mánuðir. Við höfum verið að sjá meiri áhuga á vetrarmánuðun- um en það eru þá frekar minni skip sem eru að horfa til sér- stakra ferða til norðurslóða og annað slíkt. Það er aukinn áhugi á slíku. En það verður aldrei eins stórt og björtustu sumar- mánuðirnir.“ Stjórnendur TVG-Zimsen sjá einnig mikil tækifæri í auknum áhuga á norðurslóðum. „Við höfum verið að stilla saman strengi með Grænlandi og Færeyjum í samstarfi sem kallast, NAA, North Atlantic Agency, og viljum vinna með þessum þjóðum að því að búa til sameiginlega vöru sem hægt er að bjóða þessum stóru útgerðum sem sigla um öll heimsins höf. Við viljum gera þetta að einu markaðssvæði, Ísland, Færeyj- ar og Grænland, og bjóða upp á lausnir í því,“ segir Björn. Aðspurður hvort Ísland geti tekið endalaust við skipum á stærð við íbúðarblokkir segir Björn að hann telji að við eigum að vera stórhuga. „Þetta er kannski frekar spurning um þolmörk ferða- iðnaðarins í heild. Ég tel að við eigum að vera stórhuga og halda áfram að reyna að stækka okkur meira. Við þurfum hins vegar að setja okkur viðmið og skilgreina vöruna sem við erum að bjóða hér á landi.“ Björn segir TVG-Zimsen hafa einbeitt sér vel að þessum iðn- aði, það er að þjónusta skemmti- ferðaskipin, sem er þó í raun ekki beinn hluti af kjarnastarf- semi félagsins. „Við höfum gert það undan- farin ár að styrkja og stækka fyrirtækið í svokallaðri jaðar- starfsemi, eins og skemmti- ferðaskipunum. Annar fókus hjá okkur er til dæmis að við erum að sjá um mikið af kvikmynda- verkefnum sem koma hingað,“ segir Björn og nefnir sem dæmi þættina Game of Thrones og Sense 8. „Þetta er fl utningur á búnaði til og frá landinu og öll umsýsla hérlendis. Það er gríðarlegt umfang í kringum þetta og þess- ir kúnnar eru mjög kröfuharðir og það skiptir máli að vera með allar lausnir til taks sem hægt er.“ Þrátt fyrir þessi jaðarverk- efni sem TVG-Zimsen hefur sinnt af krafti undanfarið eru það alhliðaflutningslausnir í innfl utningi sem er kjarnastarf- semin. „Við sinnum helst meðalstór- um og smærri fyrirtækjum. Þar erum við í svokölluðu safngáma- kerfi í sjófrakt, bjóðum flug- frakt, heilgámalausnir frá Asíu og fl eira. Þetta eru svokallaðar „door-to-door“ lausnir með toll- afgreiðslu og akstri og er sniðið að því sem innfl ytjandinn þarf. Við komum inn í ráðgjöfi na og klárum málið með öflugri og persónulegri þjónustu fyrir við- skiptavini okkar. Þetta er okkar markaður.“ TVG-Zimsen varð til við samruna Tollvörugeymslunnar hf. og Skipaafgreiðslu Jes Zimsens hf. Áður hafði Tollvörugeymslan hf. yfirtekið starfsemi Almennu tollvörugeymslunnar hf. á Akureyri. Rætur fyrirtækisins liggja allt til ársins 1894 er Jes Zimsen stórkaupmaður hóf rekstur umfangsmikils verslunarfyrirtækis í Reykjavík. Skipaafgreiðsla var deild innan þess þar til hún varð sjálfstætt fyrirtæki árið 1932 og var þá kölluð Skipaafgreiðsla Jes Zimsens. Starfsemin hefur breyst verulega í áranna rás og eigendaskipti hafa orðið nokkrum sinnum. Í upphafi hafði skipaafgreiðsludeild Jes Zimsens umboð fyrir Sameinaða gufuskipafélagið (DFDS), danskt fyrirtæki sem var í siglingum milli Íslands og Danmerkur. Með breyttum samgöngum, breyttum viðskiptaháttum og auknum innflutningi hóf Skipaafgreiðsla Jes Zimsens að taka að sér aðra þjónustu. Í fyllingu tímans varð fyrirtækið síðan að alhliða flutningsmiðlun sem gat boðið heildarlausnir í flutningum. Tollvörugeymslan hf. var stofnuð árið 1962 af hópi manna sem Helgi K. Hjálms- son leiddi. Fyrirtækið bauð geymsluaðstöðu fyrir ótollafgreiddar vörur og varð fljótt umsvifamikið á sínu sviði. Árið 1996 sameinuðust fyrirtækin undir nafninu TVG-Zimsen sem bauð alhliða flutningsþjónustu, svo sem flugsendingar, hraðsendingar, sjósendingar, toll- skjalagerð, verðútreikninga, endursendingar, umhleðslusendingar (transit), tollvörugeymslu og frísvæðisþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Í febrúar 2004 flutti TVG-Zimsen alla vöruhúsastarfsemi sína frá Héðinsgötunni í nýtt húsnæði Vöruhótelsins á Sundabakka 2. Vöruhótelið ehf. er sameignar- félag TVG-Zimsen og Eimskips og sér um alla vöruhúsaþjónustu TVG-Zimsen. Skrifstofuaðstaða TVG-Zimsen er í Korngörðum 2 og einbeitir fyrirtækið sér að starfsemi flutningsmiðlunar, þ.e. sjófrakt, flugfrakt og skjalagerð. SAGA TVG-ZIMSEN Á STÆRÐ VIÐ HÓTEL Skemmtiferðaskipið Royal Princess kom til Reykjavíkur um síðustu helgi. Það var þjónustað af TVG-Zimsen. Skipið er 330 metrar að lengd og getur tekið 3.600 farþega. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.