Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGRaki&mygla MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, s. 512 5446, jonatan@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Gríðarlegt eignatjón, mikil óþægindi og jafnvel heilsu-tjón verður vegna vatns- leka, raka og myglu á íslenskum heimilum ár hvert. Trygginga- félögin bæta hluta tjónsins en verulegar fjárhæðir lenda á heim- ilunum. Átján vatnstjón tilkynnt að meðaltali á dag Vatnstjón á heimilum og í fyr- irtækjum nam á þriðja milljarð króna árið 2013 og og varð lang- mestur hluti tjónsins á heimil- um, eða 84 prósent. Trygginga- félögin bæta tjónið að miklu leyti en ljóst er að heimilin bera veru- legan kostnað af vatnstjóni. Annars vegar greiða þau hundruð milljóna króna í eigin áhættu en hins vegar er mjög algengt að vatnstjón reynist ekki bótaskylt. Til- kynnt var um vatns- tjón átján sinnum að meðaltali á dag, þar af voru að meðaltali fjögur tilvik ekki bótaskyld. Þetta kemur fram í tölum trygginga- félaganna sem teknar voru saman af óháðum aðila fyrir samstarfs- hóp um varnir gegn vatnstjóni. 455 milljónir í óbætt tjón Bætt vatnstjón á heimilum nam nærri 1.900 milljónum króna en þar af er eigin áhætta trygginga- taka um 300 milljónir. Vatnstjón í fyrirtækjum nam rúmlega 366 milljónum króna. Alls var tilkynnt um 6.700 tilvik og bættu trygg- ingafélögin tjónið í 5.200 tilvikum en í 1.500 tilvikum reyndist tjónið ekki bótaskylt. Tryggingafélögin greiddu að meðaltali rúmlega 300 þúsund krónur fyrir hvert tjón. Sé með- altalið það sama þar sem tjón var ekki bótaskylt má ætla að heimil- in hafi tekið á sig um 455 milljón- ir í óbætt tjón. Að viðbættri eigin áhættu eru bein fjárútlát heim- ilanna vegna vatnsleka þá um 753 milljónir króna. Þá er ótalið rask, óþægindi og jafnvel heilsu- tjón sem getur hlotist af vatnsleka, raka og myglu. Samstarfshópur um varnir gegn vatnstjóni Ellefu fyrirtæki, stofnanir og sam- tök mynduðu samstarfshóp um varnir gegn vatnstjóni í lok síð- asta árs. Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr þessu tjóni með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmanna. Að samstarfshópnum standa Félag dúklagninga- og veggfóðr- arameistara, Félag pípulagninga- meistara, IÐAN fræðslusetur, Mannvirkjastofnun, Múrara- meistarafélag Reykjavík- ur, Nýsköpunarmið- stöð Íslands, Sam- tök um loftgæði og tryggingafélög- in Sjóvá-Almennar tryggingar, TM, VÍS og Vörður trygging- ar. Hópurinn bendir á ýmsar leiðir til að draga úr vatnstjóni. Meðal annars má nefna: ■ Að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum (eldhús, bað, þvotta- hús), svo sem múrverk, f lísa- lögn og dúklögn. Reynslan sýnir að ófagleg vinnubrögð eða fúsk getur orðið fólki afar dýrkeypt. Einnig þarf að hafa fagmenn með í ráðum um val á tækjum og efnum. ■ Að auka þekkingu og fag- mennsku iðnaðarmanna sem koma að frágangi í votrýmum með því að gefa þeim kost á framhaldsmenntun. ■ Að fólk sinni umhirðu og eft- irliti með lögnum og tækjum og bregðist við til að draga úr líkum á vatnstjóni eða koma í veg fyrir það. ■ Að fólk kunni að bregðast rétt við þegar vatnsleki verður. Þannig má koma í veg fyrir tjón eða draga úr því. Mikið tjón vegna vatns Samstarfshópur um varnir gegn vatnstjóni hefur verið stofnaður. Talið er að draga megi úr tjóni með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu fagmanna. Vatnstjón á heimilum og í fyrirtækjum nam á þriðja milljarð árið 2013. ERU MYGLU- SVEPPIR HEIMA HJÁ ÞÉR? Sjáðu m nd y band um myglusveppaprófið á www.iaqpronow.com Látið smella tvisvar í vökvafylltu kúlunni. Hvíta lokið snúið af. Pinninn tekinn í sundur. Setjið 5 dropa á hvort greiningarpróf. MYGLUSVEPPAPRÓF Pro greiningarprófið er einfalt í notkun og gefur nákvæmar niðurstöður á 5 mínútum. Það greinir margar tegundir myglusveppa sem líklegt er að hafi slæm áhrif á heilsu fólks þegar þær vaxa innanhúss. Einfalt í notkun BARÁTTA VIÐ MYGLUNA AÐEINS MYGLU- SVEPPA- PRÓF Alexeter‘s IAQ 4.695kr.MYGLUSVEPPAPRÓF Vnr. 41132003 1.895kr. 1.595kr. BAKTERÍUEYÐIR Eyðir bakteríum í sveppum og slæmri lykt úr íþróttafatnaði, sótt- hreinsun án klórs. Vnr. 41111123 RODALON, 5% lausn, 1 l. Vnr. 16001952 HG myglueyðir, 500 ml. 795kr.Vnr. 42301947Grænsápa, 4 l. MYGLUEYÐIR Drepur myglusveppi, notist aðeins við góða loftræstingu. Öl l v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ e ða m yn da br en gl . A lla r v ör ur fá st í BY KO B re id d en m in na fr am bo ð ge tu r v er ið í öð ru m v er sl un um . Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is. w w w .v er t.i s / V ER T- m ar ka ðs to fa facebook.com/BYKO.is Raki og mygla í húsum er ekki t ískubylgja,“ segir Sylgja Dögg Sigurjónsdótt- ir, líffræðingur og lýðheilsunemi. „Það vill enginn fylgja þeirri tísku að þurfa að flýja heimili sitt eða vinnustað. Á Íslandi á sér stað vit- undarvakning um þá raunveru- legu áhættu sem fylgir því að búa eða hafa viðveru í húsnæði, skóla eða vinnustað þar sem er raki og mygla, og/eða loftgæðum er ábótavant vegna uppsöfnunar á öðrum ögnum eða mengunar- völdum. Alþjóðaheilbrigðismála- stofnun (WHO) og vísindasamfé- lagið efast ekki um þessa áhættu. Ef rakavandamál eru til staðar er helsta markmiðið að finna upp- tök, kanna ástand á byggingarefn- um og lagfæra. Mygla er sjaldnast sýnileg, hún er oftast til vandræða innan í veggjum, undir gólfefnum eða í þakrýmum. Mygla við rúður og í þéttiefnum getur vissulega haft áhrif en íbúar geta sjálfir í flestum tilfellum haft stjórn á því. Fræðsla til almennings og fagaðila er nauð- synleg þar sem enn þá er ekki alltaf tekið nógu alvarlega á málum, oft með skelfilegum afleiðingum. Við erum einmitt með námskeið hjá Ið- unni fræðslusetri núna 2. október.“ Sylgja segir það koma helst á óvart að þau einkenni sem eru hvað erfiðust og langvarandi eru ekki endilega nefrennsli eða önd- unarfæraeinkenni. „Alvarlegustu tilfellin eru þegar fólk hverfur af vinnumarkaði. Einkenni hverfa ekki endilega að fullu þó að hús- næði sé yfirgefið eða lagað. Marg- ir einstaklingar verða ofurnæmir fyrir umhverfi sínu í framhaldi og lífsgæði skerðast mikið.“ Hús og heilsa þjónustar fólk meðal annars við fasteignakaup. „Hefð er fyrir því að bíll sem kost- ar eina til fimm milljónir fari í ástandsskoðun en húsnæði sem kostar kannski fimmtíu milljónir er keypt án skoðunar. Skjólstæð- ingar okkar finna til einkenna á heimili eða vinnustað. Í lang- f lestum tilfellum þar sem raki hefur verið viðvarandi má finna myglu, bakteríur og aðrar lífverur en það er hægt að laga með réttu handbragði, ráðgjöf og þekkingu. Mikilvægast er gott viðhald og for- varnir. Frekari upplýsingar má nálgast á www.husogheilsa.is Er mygla tískubylgja? Fyrirtækið Hús og heilsa er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og varð til vegna eftirspurnar fyrir níu árum. Tilgangurinn var að nýta eigin reynslu, stofna til umræðu og efla vitund um inniloft, húsnæði og heilsufarsvanda. Mygla getur valdið alvarlegum veikindum, jafnvel svo að fólk þurfi að hverfa af vinnumarkaði. AÐSEND MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.