Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 18
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, vinur og afi, JÓHANNES ÞÓR HERMANNSSON Ásgarði, Hjalteyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 15. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. september kl. 13.30. Jarðsett verður í Möðruvallaklausturskirkjugarði. Sverrir Jóhannesson Guðrún Birgisdóttir Hermann Þór Jóhannesson Anna Guðrún Jóhannesdóttir Bertha Svala Bruvik og afabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN STEFÁN SIGURBJÖRNSSON Víðilundi 24, Akureyri, lést á Kristnesi 12. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju 23. september klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög. Stefán Már Stefánsson Lára Margrét Traustadóttir Salbjörg J. Thorarensen Jón Höskuldsson Marín Hallfríður Ragnarsdóttir Kolbeinn Friðriksson Bogi Rúnar Ragnarsson Magnea Hrönn, Særún, Kári og Magnea. Ástkær bróðir minn, stjúpfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGILS STEFÁNSSON til heimilis að Hlévangi í Keflavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 14. september. Útförin verður auglýst síðar. Stefán Stefánsson Birgir Kristjánsson Sigríður Kristjana Kristjánsdóttir Guðný Sigurðardóttir Einar Guðberg Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1630 Borgin Boston í Bandaríkjunum er stofnuð af breskum landnemum. 1631 Gústaf Adolf 2. Svíakonungur vinnur sigur á hersveitum Tillys í orrustunni við Breitenfeld. 1844 Fyrstu alþingiskosningar eru haldnar í Reykjavík. Svein- björn Egilsson hlýtur flest atkvæði, 15, en neitar þingsetu og því verður Árni Helgason þingmaður með 11 atkvæði. 1896 Eldur sést í hafi frá Landeyjum, suðvestur af Hellisey. 1966 Vegur fyrir Ólafsfjarðarmúla er formlega opnaður. 1988 Sumarólympíuleikar eru settir í Seoul í Suður-Kóreu. 1992 Landsbankinn tekur eignir Sambands íslenskra samvinnu- félaga upp í skuldir og innlimar þar með Samvinnubankann. „Þetta er krefjandi en samt líka mjög gefandi og það er ástæða þess að ég endist svona lengi.“ Þetta segir Jurgita Milleriene um starf sitt sem skóla- stjóri litháíska móðurmálsskólans Þrír litir síðustu tíu ár. Jurgita stofnaði skólann fyrir tíu árum í Alþjóðahúsinu og hefur kennt litháískum börnum móðurmál sitt í sjálfboðavinnu síðan. Nú fer kennslan fram í Landakotsskóla á sunnudögum, frá tólf til hálf tvö, og Jurgita segir samstarfið við kirkjuna og prestinn mjög gott. En af hverju heitir skólinn Þrír litir? Skýringin er sú að litháíski fáninn er gulur, grænn og rauður og nafn skólans tengist þessum þremur litum. Jurgita er leikskólakennari í Reykjanesbæ að atvinnu og þarf því að keyra til Reykjavíkur á hverjum sunnudegi frá september fram á vor að undanskildum jóla- og páskafrí- um. „Já, ég þarf að vakna snemma á sunnudögum,“ segir hún glaðlega. Tekur líka fram að kennarar skólans séu fimm og allir með BA-háskóla- gráðu, auk þess að hafa sótt ýmiss konar námskeið bæði hér á landi og erlendis. „Starfsemi skólans blómstr- ar og kennslan er vel skipulögð og fag- leg.“ Nemendurnir í Þremur litum eru frá höfuðborgarsvæðinu og sveitar- félögum í kring, svo sem Akranesi, Mosfellsbæ, Selfossi og Reykjanesbæ, að sögn Jurgitu. „Þegar við byrjuðum voru nemendurnir 35 en þeim hefur fjölgað og eru nú hátt í fimmtíu. Þeim er skipt í fimm aldurshópa frá tveggja til tíu ára og eldri. En auðvitað eru börnin misjafnlega á vegi stödd í sínu móðurmáli, það fer ekki bara eftir aldri. Sum skilja bara málið en önnur geta talað, skrifað og lesið og því er kennslan einstaklingsmiðuð í raun og veru.“ Árið 2008 var stofnað Félag Litháa á Íslandi http://www.ltis.org/ og þá varð skólinn Þrír litir hluti af starfsemi félags- ins. Þess má geta að sýning um Litháen og litháíska móðurmálsskólann verður opnuð í Kringlusafni Borgarbókasafns- ins þann 20. september. gun@frettabladid.is Skólinn heitir eft ir litháísku fánalitunum Litháíski móðurmálsskólinn Þrír litir er tíu ára um þessar mundir því honum var hleypt af stokkunum í september 2004. Stofnandi hans og stjórnandi alla tíð er Jurgita Milleriene. „Það eru fimmtíu og tveir einstaklingar sem deyja hér á landi úr ristilkrabba á ári og ég er sannfærður um að hægt er að lækka þá tölu með forvörnum eins og skimun og ristilspeglun,“ segir Jóhannes V. Reynisson, forsprakki átaksins Bláa naglans. Hann er að hrinda af stað lands- söfnun til ágóða fyrir krabbameinsrannsóknir og for- varnir. Að þessu sinni er ætlunin að safna fé fyrir skim- unarprófi sem verður sent til allra sem verða fimmtugir á árinu 2015 og árlega eftir það til 2017 í það minnsta. Að auki verður haustráðstefna á vegum Bláa naglans þann 20. september á Grand Hóteli í Reykjavík þar sem færustu sérfræðingar halda erindi um ýmislegt varðandi rannsóknir og meðferðir á krabbameini hérlendis – „á mannamáli,“ lofar Jóhannes. Ráðstefnan er opin almenn- ingi án endurgjalds, meðan húsrúm leyfir, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á heimasíðu Bláa naglans www.blai- naglinn.is . Dagskrá ráðstefnunnar er á heimasíðunni. En af hverju heitir átakið Blái naglinn? „Ég fór sjálfur undir hnífinn árið 2012 og eftir aðgerðina fór ég til Dubai af því sonur minn var þar fimleikaþjálfari. Ég var þarna í hálfan mánuð í afslöppun og varð hugsað til bleiku slauf- unnar. En sagði við sjálfan mig: „Þú ert ekki slaufutýpa.““ lýsir Jóhannes. „Þegar ég kom heim úr hitanum syðra fór ég beint í Húsasmiðjuna að kaupa mér sex tommu nagla og spreyjaði þá bláa. Svona byrjaði þetta.“ - gun Safnar fé fyrir skimunarprófi Samtökin Blái naglinn standa fyrir landssöfnun til fj áröfl unar fyrir skimunarprófi sem er forvörn gegn ristilkrabba. Safnað verður 18. til 21. september. NAGLI Jóhannes hvetur landsmenn til að taka vel á móti söfnunar- fólki um næstu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óperan Vald örlaganna eftir Guiseppe Verdi var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu þennan dag árið 1994. Kristján Jóhanns- son og Elín Ósk Óskarsdóttir fóru með aðalhlutverkin sem Alvaro og Leonora og hlutu lof fyrir sína frammistöðu. Kristján birtist stökkvandi yfir vegg inn á sviðið og var fagnað með lófataki. Þriðja meginhlutverkið, Carlo, sem var bróðir Leonoru, var í höndum Norð- mannsins Trond Halstein Moe og þóttu raddir hans og Kristjáns fara einstaklega vel saman. Elsa Waage var flott sem spákonan Preziosilla. Viðar Gunnarsson var í hlutverki ábótans með sína virðulegu bassarödd og Bergþór Pálsson í hlutverki munksins Melitone sem söng lítið en lék þeim mun meira. Það var um það bil eini gamansemisljósgeislinn í því myrkri illra örlaga sem óperan fjallar um, samkvæmt dómi Sigurðar Steinþórssonar í Tímanum. ÞETTA GERÐIST: 17. SEPTEMBER 1994 Óperan Vald örlaganna frumsýnd VIÐ SKÓLA- SETNINGU 2014 Jurgita bar fram fína köku og mikið var um dýrðir þegar skólinn var settur 1. september. Sum skilja bara málið en önnur geta talað, skrifað og lesið og því er kennslan einstaklings- miðuð í raun og veru. Jurgita Milleriene skólastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.