Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 20
 | 2 17. september 2014 | miðvikudagur Umsókn Fríhafnarinnar ehf. um áframhaldandi rekstur tískuvöru- verslunarinnar DutyFree Fashion í Leifsstöð hefur verið hafnað og versluninni verður lokað á næsta ári. Fríhöfnin, sem er dótturfélag Isavia, var á meðal umsækjenda í forvali ríkisfyrirtækisins um aðstöðu til veitinga- og verslunar- reksturs í fl ugstöðinni. Stjórnend- um félagsins var tilkynnt í ágúst síðastliðnum að Isavia ætlaði ekki í samningaviðræður við þá vegna reksturs DutyFree Fashion. Ákvörðun Isavia kom stjórnend- um og starfsmönnum Fríhafnar- innar mikið á óvart, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Ástæð- an sé ekki síst sú að dótturfélagið var ekki valið í hóp þeirra umsækj- enda sem nú bíða átekta eftir niður- stöðum samningaviðræðna Isavia við þau fyrirtæki sem báru af í mati umsókna. Nokkrum dögum eftir að ákvörðunin lá fyrir sagði Ásta Dís Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fríhafnarinn- ar, starfi sínu lausu. Fríhöfnin hefur rekið DutyFree Fashion, áður Saga Shop, í brottfar- arsal fl ugstöðvarinnar frá júlímán- uði 2010. Félagið tók við rekstrinum af Icelandair og var verslunin þá stækkuð og vöruúrval aukið. Versl- unin hefur meðal annars selt föt frá Boss og Burberry og íslenskar hönnunarvörur frá Farmers Mar- ket og Kron Kron. Stjórnendur Fríhafnarinnar fengu, samkvæmt heimildum, rök- stuðning fyrir ákvörðun Isavia. Í honum segir meðal annars að fjár- hagsáætlun verslunarinnar hafi verið óraunhæf. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, vill ekki staðfesta að fyrirtæk- ið hafi hafnað umsókn Fríhafnar- innar. Hann segir Isavia ekki veita upplýsingar um hvaða fyrirtæki sóttu um aðstöðu í Leifsstöð og þá ekki hvort ákveðin fyrirtæki hafi komist áfram í samningaviðræð- urnar. „Forvalið er samkvæmt ítar- legu og fastmótuðu ferli sem var kynnt í upphafi og allir þátttakend- ur samþykktu það með undirskrift sinni. Áfrýjunarnefnd útboðsmála hefur hafnað kröfu sem sett var fram um stöðvun forvalsins, enda snúist það um leigu á aðstöðu en ekki kaup á verki, vöru eða þjón- ustu,“ segir Friðþór. Forvalið er sam- kvæmt ítarlegu og fastmótuðu ferli sem var kynnt í upphafi og allir þátttakendur samþykktu það með undirskrift sinni. VERSLUN Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Fríhöfnin fær ekki að reka verslun í Leifsstöð Versluninni DutyFree Fashion í Leifsstöð verður lokað. Umsókn Frí- hafnarinnar um verslunarrými var hafnað af móðurfélaginu Isavia. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar hætti nokkrum dögum síðar. HÆTTI Í ÁGÚST Ásta Dís Óladóttir var ráðin framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í september 2010. MYND/OZZO Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Miðvikudagur 17. september ➜ Þjóðskrá - Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis Fimmtudagur 18. september ➜ Hagstofan - Samræmd vísitala neysluverðs í ágúst 2014 ➜ Hagstofan - Verðmæti sjávarafla í janúar-júní 2014 Mánudagur 22. september ➜ Hagstofan - Vísitala lífeyris- skuldbindinga í ágúst 2014 ➜ Hagstofan - Vísitala kaupmáttar launa í ágúst 2014 Þriðjudagur 23. september ➜ Þjóðskrá - Viðskipti með atvinnuhúsnæði í ágúst Miðvikudagur 24. september ➜ Hagstofan - Vinnumarkaður í ágúst 2014 VERSLUNIN Frí- höfnin opnaði DutyFree Fash ion eftir gagngerar endurbætur í júlí 2011. Magnús Kristinsson 534 1020 TIL LEIGU GLÆSILEGT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur í fyrsta sinn birt veltuvísi- tölu í byggingavöruverslun í Smá- söluvísitölu sinni. Greinilegur vöxtur hefur þann- ig verið í byggingavöruverslun það sem af er þessu ári, en í ágúst var 9,8 prósenta meiri velta en í sama mánuði í fyrra að raunvirði. Á fyrstu átta mánuðum ársins var velta byggingavöruverslana 11,6 prósentum meiri en á sama tíma- bili í fyrra. Þessi vöruflokkur er einn af þremur stærstu vörufl okkunum í smávöruverslun samkvæmt tölum úr virðisaukaskattsfl okkun Hag- stofunnar. Á heildina litið urðu ekki mikl- ar breytingar á veltu í smásölu í ágúst, samanborið við sama mánuð fyrir ári. Þó jókst áfengisverslun um 7,5 prósent á föstu verðlagi og um 9,7 prósent þegar leiðrétt hefur verið fyrir vikudaga- og árstíða- bundnum þáttum. Verð á áfengi hefur haldist nokkuð óbreytt það sem af er þessu ári. - fb j Velta í smásöluverslun í ágúst helst nokkuð óbreytt frá því fyrir ári: Birta veltuvísitölu í byggingarvöruverslun VÖXTUR Á fyrstu átta mánuðum ársins var velta byggingavöruverslana 11,6% meiri en í fyrra. Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 130,00 -16,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 262,0 -15,8% 0,0% Fjarskipti (Vodafone) 27,25 20,7% 1,1% Hagar 38,4 17,3% 0,1% Icelandair Group 18,20 -5,5% -4,9% Marel 133,00 -26,1% -0,3% N1 18,90 -0,5% -1,1% Nýherji 3,65 39,7% 2,0% Reginn 15,55 -1,9% -1,6% Tryggingamiðstöðin* 32,05 -25,0% -1,6% Vátryggingafélag Íslands** 10,79 -24,0% -0,7% Össur 229,00 40,2% 0,3% HB Grandi 27,70 11,9% 2,6% Sjóvá 13,50 -10,4% -1,3% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.259,60 -9,4% -1,5% First North Iceland Century Aluminum 1. 150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 13,25 50,9% 2,4% Sláturfélag Suðurlands 1,22 9,0% 0,0% *fyrsta verð 08. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ÖSSUR 40,6% frá áramótum HB GRANDI 2,6% í síðustu viku MESTA LÆKKUN MAREL -26,1% frá áramótum ICELANDAIR -4,9% í síðustu viku 5 7 2 Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.