Fréttablaðið - 17.09.2014, Síða 20

Fréttablaðið - 17.09.2014, Síða 20
 | 2 17. september 2014 | miðvikudagur Umsókn Fríhafnarinnar ehf. um áframhaldandi rekstur tískuvöru- verslunarinnar DutyFree Fashion í Leifsstöð hefur verið hafnað og versluninni verður lokað á næsta ári. Fríhöfnin, sem er dótturfélag Isavia, var á meðal umsækjenda í forvali ríkisfyrirtækisins um aðstöðu til veitinga- og verslunar- reksturs í fl ugstöðinni. Stjórnend- um félagsins var tilkynnt í ágúst síðastliðnum að Isavia ætlaði ekki í samningaviðræður við þá vegna reksturs DutyFree Fashion. Ákvörðun Isavia kom stjórnend- um og starfsmönnum Fríhafnar- innar mikið á óvart, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Ástæð- an sé ekki síst sú að dótturfélagið var ekki valið í hóp þeirra umsækj- enda sem nú bíða átekta eftir niður- stöðum samningaviðræðna Isavia við þau fyrirtæki sem báru af í mati umsókna. Nokkrum dögum eftir að ákvörðunin lá fyrir sagði Ásta Dís Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Fríhafnarinn- ar, starfi sínu lausu. Fríhöfnin hefur rekið DutyFree Fashion, áður Saga Shop, í brottfar- arsal fl ugstöðvarinnar frá júlímán- uði 2010. Félagið tók við rekstrinum af Icelandair og var verslunin þá stækkuð og vöruúrval aukið. Versl- unin hefur meðal annars selt föt frá Boss og Burberry og íslenskar hönnunarvörur frá Farmers Mar- ket og Kron Kron. Stjórnendur Fríhafnarinnar fengu, samkvæmt heimildum, rök- stuðning fyrir ákvörðun Isavia. Í honum segir meðal annars að fjár- hagsáætlun verslunarinnar hafi verið óraunhæf. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, vill ekki staðfesta að fyrirtæk- ið hafi hafnað umsókn Fríhafnar- innar. Hann segir Isavia ekki veita upplýsingar um hvaða fyrirtæki sóttu um aðstöðu í Leifsstöð og þá ekki hvort ákveðin fyrirtæki hafi komist áfram í samningaviðræð- urnar. „Forvalið er samkvæmt ítar- legu og fastmótuðu ferli sem var kynnt í upphafi og allir þátttakend- ur samþykktu það með undirskrift sinni. Áfrýjunarnefnd útboðsmála hefur hafnað kröfu sem sett var fram um stöðvun forvalsins, enda snúist það um leigu á aðstöðu en ekki kaup á verki, vöru eða þjón- ustu,“ segir Friðþór. Forvalið er sam- kvæmt ítarlegu og fastmótuðu ferli sem var kynnt í upphafi og allir þátttakendur samþykktu það með undirskrift sinni. VERSLUN Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is Fríhöfnin fær ekki að reka verslun í Leifsstöð Versluninni DutyFree Fashion í Leifsstöð verður lokað. Umsókn Frí- hafnarinnar um verslunarrými var hafnað af móðurfélaginu Isavia. Framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar hætti nokkrum dögum síðar. HÆTTI Í ÁGÚST Ásta Dís Óladóttir var ráðin framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í september 2010. MYND/OZZO Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsinsl i i lí i Miðvikudagur 17. september ➜ Þjóðskrá - Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis Fimmtudagur 18. september ➜ Hagstofan - Samræmd vísitala neysluverðs í ágúst 2014 ➜ Hagstofan - Verðmæti sjávarafla í janúar-júní 2014 Mánudagur 22. september ➜ Hagstofan - Vísitala lífeyris- skuldbindinga í ágúst 2014 ➜ Hagstofan - Vísitala kaupmáttar launa í ágúst 2014 Þriðjudagur 23. september ➜ Þjóðskrá - Viðskipti með atvinnuhúsnæði í ágúst Miðvikudagur 24. september ➜ Hagstofan - Vinnumarkaður í ágúst 2014 VERSLUNIN Frí- höfnin opnaði DutyFree Fash ion eftir gagngerar endurbætur í júlí 2011. Magnús Kristinsson 534 1020 TIL LEIGU GLÆSILEGT SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur í fyrsta sinn birt veltuvísi- tölu í byggingavöruverslun í Smá- söluvísitölu sinni. Greinilegur vöxtur hefur þann- ig verið í byggingavöruverslun það sem af er þessu ári, en í ágúst var 9,8 prósenta meiri velta en í sama mánuði í fyrra að raunvirði. Á fyrstu átta mánuðum ársins var velta byggingavöruverslana 11,6 prósentum meiri en á sama tíma- bili í fyrra. Þessi vöruflokkur er einn af þremur stærstu vörufl okkunum í smávöruverslun samkvæmt tölum úr virðisaukaskattsfl okkun Hag- stofunnar. Á heildina litið urðu ekki mikl- ar breytingar á veltu í smásölu í ágúst, samanborið við sama mánuð fyrir ári. Þó jókst áfengisverslun um 7,5 prósent á föstu verðlagi og um 9,7 prósent þegar leiðrétt hefur verið fyrir vikudaga- og árstíða- bundnum þáttum. Verð á áfengi hefur haldist nokkuð óbreytt það sem af er þessu ári. - fb j Velta í smásöluverslun í ágúst helst nokkuð óbreytt frá því fyrir ári: Birta veltuvísitölu í byggingarvöruverslun VÖXTUR Á fyrstu átta mánuðum ársins var velta byggingavöruverslana 11,6% meiri en í fyrra. Aðallisti Kauphallarinnar | Nasdaq OMX Iceland Félag Gengi í gær Frá áramótum Vikubreyting Bank Nordic (DKK) 130,00 -16,2% 0,0% Eimskipafélag Íslands 262,0 -15,8% 0,0% Fjarskipti (Vodafone) 27,25 20,7% 1,1% Hagar 38,4 17,3% 0,1% Icelandair Group 18,20 -5,5% -4,9% Marel 133,00 -26,1% -0,3% N1 18,90 -0,5% -1,1% Nýherji 3,65 39,7% 2,0% Reginn 15,55 -1,9% -1,6% Tryggingamiðstöðin* 32,05 -25,0% -1,6% Vátryggingafélag Íslands** 10,79 -24,0% -0,7% Össur 229,00 40,2% 0,3% HB Grandi 27,70 11,9% 2,6% Sjóvá 13,50 -10,4% -1,3% Úrvalsvísitalan OMXI6 1.259,60 -9,4% -1,5% First North Iceland Century Aluminum 1. 150,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 13,25 50,9% 2,4% Sláturfélag Suðurlands 1,22 9,0% 0,0% *fyrsta verð 08. maí 2013 **fyrsta verð 24. apríl 2013 Gengi félaga í Kauphöll Íslands Á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði Á NIÐURLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði STÓÐU Í STAÐ Félög sem stóðu í stað MESTA HÆKKUN ÖSSUR 40,6% frá áramótum HB GRANDI 2,6% í síðustu viku MESTA LÆKKUN MAREL -26,1% frá áramótum ICELANDAIR -4,9% í síðustu viku 5 7 2 Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.