Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 36
 | 10 17. september 2014 | miðvikudagur Gróska er mikil í nýsköpun. Fram- sæknir einstaklingar fara fram á völlinn með hugmyndir, studdir af hinum ýmsu samtökum, verk- efnum og sjóðum sem styðja við nýsköpun og smá fyrirtæki. Fólk sem lætur hugmyndir verða að fyrirtækjum. Þetta er grunnur að blómstrandi efna- hagslífi þar sem menntuðu fólki er gefið tækifæri til að nýta þekk- ingu sína á hagnýtan hátt. Sum þessara fyrirtækja ná ekki að vaxa úr grasi en önnur dafna eins og gengur. Sprotastarfið og starf stuðningsaðila, eins og Tækniþró- unarsjóðs og Nýsköpunarsjóðs, hefur verið nægilega öflugt til að koma mörgum fyrirtækjum á laggirnar. En síðan er eins og það myndist tómarúm þegar kemur að því að fjármagna næstu skref, að vaxa og verða fullorðin. Þetta plagar mörg góð fyrir- tæki sem eru mikils megnug, fyr- irtæki sem veita í heildina mörg- um atvinnu, eru í rannsóknum og þróun og viðhalda þekkingu í verki og tækni. Eitt framfaraskref Vonir standa til að Alþingi muni taka fyrir frumvarp um breyting- ar á lífeyrissjóðalögum á haust- mánuðum. Stuðningur við frum- varpið er víðtækur. Ef það yrði að lögum gætu félög öðlast betra aðgengi að fjármagni fagfjárfesta í gegnum First North-markaðinn. Það yrði mikið framfaraskref og tækifæri fyrir smá og meðalstór fyrirtæki til að hugsa lengra og stærra. En stærra en hvað? Sjáum við fleiri Marel og Össur? Heimilisfang: erlendis Staðan er snúin fyrir mörg nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Hér hafa þau slitið barnsskón- um en þau leita æ meira út fyrir landsteinana í vaxtarfasanum. Það er jákvætt að byggð séu tengsl við erlenda fjárfesta og að þeir sýni þessum fyrirtækj- um áhuga. En fjármögnunarum- hverfið hérlendis má ekki verða til þess að við missum af tæki- færum til að taka þátt í vexti þeirra. Viljum við að þessi fyrirtæki verði áfram hér, efnahagslífi og þekkingu á meðal okkar til góða, eða viljum við að fyrirtækin skapi auð annars staðar? Vítahringur Hættan er tvenns konar. Annars vegar að þessi fyrirtæki skjóti ekki rótum hér þar sem íslenskur fjármálamarkaður fær ekki tæki- færi til að styðja við þau, þeim og fjárfestum til hagsbóta. Hins vegar að þau geti ekki nýtt fjármagn sem þau myndu afla hér á landi á markaði til vaxtar utan landsteina vegna gjaldeyrishafta. Þetta hefur leitt til þess að fyrirtæki hafa hætt við að skrá sig á verðbréfamark- að og huga jafnvel að flutningi til annarra landa. Þetta er víta- hringur. Með hækkandi fasteignaverði getur orðið erfitt fyrir ungt fólk og sú staðreynd virðist blasa við ungu fólki í dag að það tekur lengri tíma en áður að safna fyrir útborgun í fyrsta íbúðarhúsnæð- inu. Fyrir suma virðist það nær óyfirstíganleg hindrun og þá ekki síst fyrir leigjendur þar sem ekki er óalgengt að stór hluti mánað- arlegra ráðstöfunartekna fari í leigugreiðslur. Við höfum fjölmörg dæmi um þetta hjá Íslandsbanka. Við því þarf að bregðast og því höfum við kynnt til sögunnar nýtt aukalán fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Á fertugsaldri heima hjá mömmu og pabba Hjá Íslandsbanka hafa verið unnar greiningar á fasteignamarkaðnum, bæði innanhúss en einnig af utan- aðkomandi sérfræðingum. Síðast- liðið vor vann Magnús Árni Skúla- son, hagfræðingur hjá Reykjavik Economics, skýrslu fyrir Íslands- banka undir heitinu „Íbúðamark- aðurinn – Endurreisn eða bóla“. Í skýrslunni verður Magnúsi tíð- rætt um mikilvægi fyrstu kaup- enda fyrir húsnæðismarkaðinn í heild sinni. Í því samhengi bendir Magnús Árni á aldurssamsetningu íslensku þjóðarinnar og þá stað- reynd að fólki á „fyrstu kaupa“- aldri fer nú fjölgandi og að það muni knýja áfram eftirspurn á íbúðamarkaðnum næstu árin. Enn- fremur bendir Magnús Árni á þá alþjóðlegu þróun að fyrstu kaup- endur eru að jafnaði eldri en áður. Samkvæmt rannsóknum í Bret- landi er meðalaldur fyrstu kaup- enda árið 2012 kominn yfir 35 ár en var 30 ár fimm árum áður og 28 fyrir áratug. Ekki hafa verið gerðar opinberar kannanir á því hvernig þessu er háttað á Íslandi en ekki er ólíklegt að aldur fyrstu kaupenda hafi hækkað töluvert. Einhvers staðar verður ungt fólk að búa og það er ekki óalgengt að fólk búi lengur í foreldrahúsum en áður eða leiti á leigumarkaðinn. Sparnaður fyrir útborgun Fyrir flesta krefst það bæði tíma og þolinmæði að safna fyrir útborgun á fyrsta íbúðarhús- næðinu. Því er mikilvægt að for- eldrar hvetji börnin sín til að byrja snemma að huga að sparn- aði. Síðastliðin ár hefur Íslands- banki boðið upp á húsnæðissparn- aðarreikninga þar sem hægt er að leggja grunninn að útborgun í íbúðarhúsnæði. Þegar að íbúðar- kaupum kemur er veittur helm- ingsafsláttur af lántökugjaldi hús- næðislána hjá Íslandsbanka sem og frítt greiðslumat. Þá er stigið mikilvægt skref með séreignarúrræði stjórnvalda til að létta ungu fólki leiðina að kaupum á sínu fyrsta íbúðarhúsnæði en þá er ekki greiddur tekjuskattur af sparnaðinum. Þeir sem eiga ekki íbúðarhúsnæði fyrir þurfa ekki að sækja sérstaklega um úrræðið fyrr en að húsnæðiskaupum kemur sem hægt er að fresta allt fram til árs- ins 2019. Í þessu samhengi er því lykillinn að vera með viðbótarlíf- eyrissparnað til að ávinna sér rétt- indi næstu þrjú árin. Aukalán fyrir kaupum á fyrstu íbúð Almennt býður Íslandsbanki upp á fjármögnun á 80% af kaupverði íbúðarhúsnæðis en hefur nú tekið ákvörðun um að bjóða þeim sem eru að kaupa sína fyrstu eign sér- staka aukafjármögnun að hámarki 1.500.000 kr. þó ekki hærra en sem nemur 90% af kaupverði íbúðar- húsnæðis. Þetta er gert til að auð- velda ungu fólki að fjármagna kaup á sínu fyrsta íbúðarhúsnæði. Þessi viðbótarfjármögnun getur skipt sköpum fyrir fyrstu kaupend- ur. Sé dæmi tekið um kaup á íbúð sem kostar 22 milljónir króna þá er almenn húsnæðisfjármögnun 17,6 milljónir kr. og útborgun 4,4 millj- ónir kr. en fyrir þann sem er að kaupa sína fyrstu eign og nýtir sér aukafjármögnunina þá er útborg- unin 2,9 milljónir króna. Um helm- ingur þeirra sem kaupa sér íbúð í fyrsta skipti kaupa eign á 25 millj- ónir króna eða minna. Fyrir utan að standast allar almennar kröfur til lántakanda, s.s. að standast greiðslumat, þá er skil- yrði fyrir aukafjármögnun vegna fyrstu íbúðarkaupa að lántaki sé skráður í viðbótarlífeyrissparnað, óháð vörsluaðila, og hafi þannig rétt til að nýta sér skattfrjálsa niður- greiðslu næstu þrjú árin. Húsnæðislánaráðgjafar okkar í útibúum Íslandsbanka aðstoða ungt fólk og foreldra við að fara yfir þá valkosti sem í boði eru vegna fyrstu íbúðarkaupanna. Ég var spurður að því um daginn hvernig mér litist á fjárlagafrumvarpið. Fyrsta hugsunin sem skaut upp kollinum var sú hvort mögulega væri hægt að sjá fjárlagafrumvarp sem manni líst vel á. Á síðustu árum fyrir bankahrun, í ríkisstjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, jukust þjóðarútgjöld sífellt sem hlutfall af landsframleiðslu. Strax eftir bankahrun hófst svo niðurskurður á sama tíma og skattar voru hækkaðir. Ýmsir skattar og gjöld hafa hækkað síðan þá, en samt hefur ríkissjóður verið rekinn með halla þangað til núna á þessu ári. Verst þykir mörgum að á árunum eftir hrun voru ýmsar breytingar gerðar á skattkerfinu sem gerðu það flóknara og hvatana til undanskota meiri. Á blaðamannafundi sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, hélt í Salnum í síðustu viku, þegar hann kynnti fjárlagafrum- varpið vakti boðuð breyting á virðisaukaskattskerfinu mesta athygli. Efra þrepið er hæsta skattprósentan sem þekkist í vestrænum löndum. Hún verður lækkuð um 1,5 prósentustig. Neðra þrepið verður svo hækkað um heil fimm prósentustig. Í fjárlagafrumvarpinu eru breytingarnar á virðis- aukaskattkerfinu réttlættar þannig að kerfisbreyting í þá átt að fækka skattþrepum eða minnka bilið á milli þeirra hafi í för með sér kosti á borð við sparnað við skattframkvæmd og -eftirlit, minni hvata til skattsvika og minni röskun á verðlagningu og samkeppnisstöðu. „Þannig hefur á síðustu árum fengist æ betur staðfest með rannsóknum á eðli virðisaukaskattsins að ákjósanlegast sé að hann sé lagður á með einungis einu skatthlutfalli og án undanþágu,“ segir í frumvarpinu sjálfu. Almenningur mun finna á mun áþreifanlegri hátt fyrir hækkun neðra þrepsins en lækkun efra þreps- ins vegna þess að þar eru matvörur. Alls óvíst er hvaða áhrif fyrirsjáanleg hækkun á matvörum mun svo hafa á neysluverðsvísitöluna. Þetta hefur valdið því að Framsóknarflokkurinn getur ekki sætt sig við þau prinsipp sem Bjarni Benediktsson byggir þessar skattkerfisbreytingar á. Fjárlagafrumvarpið hafði ekki verið kynnt almenningi þegar tveir þingmenn Framsóknarflokksins, þau Karl Garðarsson og Vigdís Hauksdóttir, lýstu sig andsnúna breyting- unum. Sú síðarnefnda er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Það er ansi sérkennileg staða að fjármálaráðherra og formann fjárlaganefndar greini á um einn helsta þáttinn í fjárlagafrumvarpinu. Gagnrýnisraddir Karls og Vigdísar hafa enda náð það vel til eyrna Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar forsætisráðherra, að strax sama dag og hann flutti stefnuræðu sína fyrir veturinn var hann farinn að ýja að því að hugsanlega yrði endaleg útfærsla á virðisaukaskattskerfinu ekki sú sama og lagt var af stað með. Verst er að þessi ósamstaða stjórnarmeirihlutans, strax í upphafi þingvetrar, gefur ekki fögur fyrirheit um það að hægt verði að byggja upp trúverðuga ríkisfjármálastefnu til framtíðar. Og þá var kannski betur heima setið en af stað farið í þessar skattkerfisbreytingar. Ég veit því hreint ekki hvort mér líst eitthvað betur á þetta fjárlagafrumvarp en þau sem ég hef áður séð. Einhvers staðar verður ungt fólk að búa og það er ekki óal- gengt að fólk búi lengur í foreldrahúsum en áður eða leiti á leigumarkað- inn. Alls óvíst hvort samstaða er hjá meirihlutanum um skattabreytingar: Betur heima setið Og þá var kannski betur heima setið en af stað farið í þessar skatt- kerfisbreytingar Markaðshornið Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Auðveldum fyrstu íbúðarkaupin Fyrirtæki í vexti á Íslandi – eða annars staðar SKOÐUN Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland SKOÐUN Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri á Viðskiptabankasviði Íslandsbanka ER ÞITT FYRIRTÆKI Á FLUGI? Regluleg ferðalög á vegum fyrirtækisins eru oft nauðsynleg. Það getur því borgað sig að gera fyrirtækjasamning við Icelandair. Njóttu hlunninda fyrirtækjasamningsins. Þar má nefna: Sérstakur ferðaráðgjafi hefur umsjón með hverju fyrirtæki. Neyðarnúmer er opið allan sólarhringinn – alla daga ársins. Afsláttur sem Icelandair býður er veittur af öllum fargjöldum á því farrými sem fyrirtæki óska eftir hverju sinni. Hægt er að nálgast nákvæmt viðskiptayfirlit á vefnum. + Allar nánari upplýsingar má finna á www.icelandair.is/fyrirtaeki Eins má senda fyrirspurnir á fyrirtaeki@icelandair.is ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 7 01 63 0 8/ 20 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.