Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.09.2014, Blaðsíða 46
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 26 Þessi pestó-uppskrift er með þeim einfaldari og hollari sem fyrirfinn- ast. Ekki er verra að það er á sama tíma ótrúlega bragðgott, bæði fyrir bragðlaukana og sálina. Frækexið er örlítið flóknara en frábært að eiga til sem millimálabita með alls kyns gómsætu áleggi. Súpergrænt pestó ½ brokkolí 8 grænkálsslauf 2-3 hvítlauksrif 40 g steinselja 40 g basillauf 80 g valhnetur 80 ml ólífuolía safi af einni sítrónu salt Frækex 40 g chia-fræ 40 g sólblómafræ 40 g graskersfræ 40 g sesamfræ 200 ml vatn 1 tsk. ítalskt hvítlaukskrydd 1 msk. ferskt saxað rósmarín sjávarsalt, eftir smekk Hitið ofninn í 150°C. Setjið allt saman í skál og látið standa í 5 mínútur. Deigið á að vera svolítið þykkt í sér. Dreifið deiginu á smjörpappírsklædda ofnplötu 5-6 mm þykkt. Bakið í 30 mín. Takið kex úr ofni, leggið smjörpappír ofan á og snúið við. Skerið kexið í bita, setjið aftur í ofninn og bakið áfram í 30 mínútur. Súpergrænt pestó og frækex „Þetta byrjaði út frá því að það fauk í okkur einhvern tímann þegar við vorum að tala um að okkur þætti viss bjór góður. Þá heyrðist í ein- hverjum strák að við vissum ekkert um það, þetta væri ekki stelpubjór,“ segir Unnur Tryggvadóttir Flóvenz sem ásamt Elínu Oddnýju Sigurðar- dóttur stendur fyrir stofnun Félags íslenskra bjóráhugakvenna. Þær Unnur og Elín eru báðar miklar bjóráhugakonur og ákváðu að stofna félagið til þess að geta deilt áhuga sínum með sem flestum kynsystr- um sínum. Skilyrðin fyrir inngöngu í félagið er að vera kona og að hafa áhuga á bjór. „Það er svo oft tengt við bjór að þetta sé bara áhugamál stráka. Við höfum báðar mikinn áhuga á bjór og finnst skemmtilegt að pæla í mis- munandi tegundum. Við ákváðum að þetta gæti verið skemmtilegt félags- starf fyrir konur sem hafa áhuga á bjór,“ segir Unnur, sannfærð um að geta breytt því að bjóráhugi sé ein- ungis tengdur við áhugasvið karla. Sjálf segir hún sinn bjóráhuga hafa kviknað þegar hún var í heim- sókn hjá systur sinni í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. „Við vinur minn fórum á bar þegar systir mín var á kóræfingu. Þar fékk ég besta hveitibjór í heimi sem var bruggað- ur á staðnum og eftir það varð ekki aftur snúið,“ segir hún. Undirtektir við stofnun félagsins hafa verið vonum framan og hafa nú þegar um 60 konur boðað komu sína á stofnfundinn. Unnur segir þær ekki hafa mótað stefnu félagsins að öðru leyti en því að félagskonur þurfi að hafa áhuga á að bjór. „Planið er að hittast allavega einu sinni til tvisvar á önn. Við ætlum að byrja bara á að hittast á þessum stofnfundi, spjalla og ræða hvað við getum gert. Hið eina sem skiptir máli er að konurnar hafi áhuga á bjór.“ Stofnfundurinn verður haldinn á Microbar 2. október næstkomandi klukkan 17 en nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook-síðu við- burðarins. viktoriah@365.is Stofna félag fyrir konur sem elska bjór Unnur og Elín Oddný standa fyrir stofnfundi Félags íslenskra bjóráhuga- kvenna. „Eina sem skiptir máli að konurnar hafi áhuga á bjór.“ BJÓRÁHUGAKONUR Þær Unnur og Elín hafa mikinn áhuga á bjór. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRÆNT OG FERSKT Pestóið og frækexið er bæði einfalt og hollt. Það er svo oft tengt við bjór að þetta sé bara áhugamál stráka. Við höfum báðar mikinn áhuga á bjór og finnst skemmtilegt að pæla í mismunandi tegundum. Unnur Tryggvadóttir Flóvenz. F ÍT O N / S ÍA Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN Minna að fletta meira að frétta Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir, fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og færri flettingar. Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta- og afþreyingarvefur ársins á Íslensku vefverðlaununum 2012. Við skutlum Júlíu heim Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Júlíu LÍFIÐ Plómulituð augu í tísku í vetur Þessi fallegi en óvenjulegi augnskuggalitur var vin- sæll á tískuvikunni í New York. Nú er um að gera að prófa sig áfram með litinn í vetur. DEREK LAM DEREK LAM VERA WANGVERA WANG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.