Fréttablaðið - 17.09.2014, Síða 24

Fréttablaðið - 17.09.2014, Síða 24
 | 6 17. september 2014 | miðvikudagur Skemmtiferðaskip á stærð við fjölbýlishús við skipahöfnina í Reykjavík er orðin algeng sýn. Alls komu 89 skemmtiferða- skip til Reykjavíkur í sumar samkvæmt tölum frá Faxafl óa- höfnum, en farþegar í þeim skipum voru í kringum 98 þús- und. Aldrei hefur slíkur fjöldi skemmtiferðaskipa lagst hér að bryggju. Tölur frá því í fyrra voru met, en þá komu hingað 80 skip og 92 þúsund farþegar. Aukningin hefur verið gríðar- leg á síðustu árum en árið 2003 komu hingað fi mmtíu skip með rúmlega 31 þúsund farþega. Flest hafa skipin fl eiri áfanga- staði á Íslandi en Reykjavík. Flutningsmiðlunarfyrirtæk- ið TVG-Zimsen er umboðsað- ili fl estra þessara skipa þegar þau eru í höfn. TVG-Zimsen er dótturfélag Eimskipafélagsins en framkvæmdastjórinn, Björn Einarsson, segir mikil tækifæri felast í auknum áhuga ferða- manna á Íslandi. „Það er ótrúlega mikill vöxt- ur í þessu. Ísland er að styrkjast verulega í ferðamannaiðnaðin- um almennt. Hann er síðan ólík- ur innbyrðis og þetta, skemmti- ferðaskipin, er ein tegundin,“ segir Björn. Hann segir þau hjá TVG-Zim- sen sjá mun stærri skip koma til landsins en áður og eðli ferð- anna sé ólíkt því sem verið hefur. „Ísland er ekki lengur endi- lega bara hluti af „rúntinum“, það er að segja hluti af ferðum á aðra áfangastaði, heldur er það orðinn skýr áfangastaður í sjálfu sér. Ákveðinn miðpunkt- ur. Það er nú verið að selja sér- stakar Íslandsferðir og við sjáum þær styrkjast.“ Farþegar skemmtiferðaskip- anna eru, eðli málsins sam- kvæmt, eins ólíkir og þeir eru margir. Björn segir bæði um að ræða fólk sem komi við hérna til að fara í stuttar skoðunarferð- ir sem og farþega sem vilji fá „dýpri“ ferðir. „Það kemur einnig meira af öðrum tegundum skipa og þar sem er frekari áhersla á náttúr- una og Norðurslóðir, heldur en á stóru skipunum – þau eru nátt- úrulega bara eins og fl jótandi hótel.“ Í mars á næsta ári munu til dæmis koma hingað tvö skemmtiferðaskip í sérstak- ar norðurljósasiglingar, sem hefur ekki áður gerst. Þá kemur skemmtiferðaskipið Disney Magic til Reykjavíkur í júlí og mun stoppa yfi r nótt við Skarfa- bakka. Disney-skip hefur aldrei áður komið hingað til lands, en Björn segir siglinguna undir áhrifum frá kvikmyndinni Frost. Skipið er 84 þúsund rúm- lestir að stærð og tekur 1.750 farþega og mun hafa selst mjög fl jótlega upp í ferðina. Sem umboðsaðili skipanna sér TVG-Zimsen um ólíkustu viðvik. „Við sjáum um allt frá minnstu viðvikum upp í þau stærri, til dæmis að útvega mat og vatn, Tækifærin sem felast í mikilli fjölgun skemmtiferðaskipa hingað óendanleg Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, sem þjónustar skemmtiferðaskip sem koma til Íslands, segir vöxtinn hafa verið ótrúlegan undanfarið. Fyrirtækið hefur verið að styrkja sig í jaðarverkefnum líkt og þjónustu við skemmtiferðaskipin sem hafa aldrei verið fleiri en í sumar. Norðurslóðirnar opna einnig á frekari tækifæri. BJÖRN EINARSSON, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen, segir Ísland vera orðið að sérstökum áfangastað skemmtiferðaskipa en sé ekki hluti af „rúntinum“ eins og áður. Í því felist gríðarleg tækifæri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VIÐTAL Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.