Fréttablaðið - 17.09.2014, Side 12

Fréttablaðið - 17.09.2014, Side 12
17. september 2014 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 12 NÁTTÚRA Hraunið sem hefur runn- ið frá gossprungunni í Holuhrauni frá mánaðamótum er þegar orðið mun stærra að rúmmáli en allar byggingar á Íslandi samtals. Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum þá er flatarmál hrauns- ins sem runnið hefur í eldgosinu þegar orðið 25 til 30 ferkílómetrar, og því eitt það víðáttumesta sem hefur runnið á Íslandi síðan á 19. öld, einkanlega miðað við stuttan gostíma. Flatarmál alls hrauns í Kröflueldum var um 60 ferkíló- metrar en rúmmálið metið 250 milljónir rúmmetra. Flatarmál hraunsins í Holuhrauni segir hins vegar aðeins hálfa söguna. Ármann Höskuldsson, eldfjalla- fræðingur hjá Raunvísindastofn- un Háskólans, segir raunhæft að miða við að hraunið sé orðið vel rúmlega 200 milljónir rúm- metra, eins og það var metið fyrir fjórum dögum – og nefn- ir 250 milljónir rúmmetra sem efri mörk. „Þetta er þegar orðið meira að umfangi en hraunin sem runnu frá Kröflu- eldum. Þetta er ekkert ósvipað sem er að gerast, nema þetta eld- gos er nær heita reitnum,“ segir Ármann. Þegar rúmmál hraunsins er skoðað betur koma betur í ljós þeir kraftar sem gosið norðan Dyngju- jökuls felur í sér. Séu aðeins lægri mörkin nýtt til útreiknings, 200 milljónir rúmmetra, kemur í ljós að ef setja ætti hraunið allt undir þak þyrfti til þess 8.300 Hall- grímskirkjur, en 10.400 miðað við efri mörkin. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands er rúmmál allra bygginga á Íslandi, stórra sem smárra, 148 milljónir rúmmetra. Því nálgast stærð nýja hraunsins það hratt að geta fyllt allar bygg- ingar hér á landi í tvígang. Ari Trausti Guðmundsson, jarð- eðlisfræðingur og rithöfundur, þekkir sögu eldsumbrota á Íslandi vel, enda höfundur margra bóka um efnið. Hann útskýrir að efn- ismagnið í nýja hrauninu taki til flatarmálsins, sem er auðvelt að mæla, og þykktarinnar sem verði að meta. Rúmmálið er margfeldi þeirra stærða. Þykktin sé mis- jöfn eftir stöðum í hraunbreið- unni, mest næst gossprungunni og eflaust nokkuð mikil í farvegi Jökulsár. „Til samanburðar má geta þess að Eldfellshraunið í Vestmanna- eyjum er rúmar 200 milljónir rúm- metra, afar þykkt en aðeins 3,4 fer- kílómetrar. Hekluhraunið 1947 er 800-900 milljónir rúmmetra og kom upp á þrettán mánuðum, en Skaftáreldahraun er metið nálægt 14 milljörðum rúmmetra og varð til á átta mánuðum,“ segir Ari Trausti. svavar@frettabladid.is Hraunið orðið miklu stærra en allar byggingar á Íslandi Eldstöðin í Holuhrauni hefur þegar skilað upp úr jörðinni hrauni sem myndi fylla 8.300 til 10.400 Hallgríms- kirkjur. Rúmmál hraunsins er metið allt að því 104 milljónum rúmmetra meira en allar byggingar hér á landi. REYKJAVÍK Allar byggingar á Íslandi rúma ekki nýja hraunið sem myndi fylla Hallgrímskirkju allt að 10.400 sinnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Allar byggingar á Íslandi eru um 146 MILLJÓN RÚMMETRAR Nýja hraunið í Holuhrauni er metið 200-250 MILLJÓNIR RÚMMETRA Hraunið myndi fylla 8.300 TIL 10.400 HALLGRÍMSKIRKJUR Hraunið myndi fylla 667.000 HUNDRAÐ FERMETRA ÍBÚÐIR ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SAMGÖNGUR Nýr hjólreiðastígur var opnaður í gær og markaði athöfnin upphaf árvissrar sam- gönguviku í Reykjavík. Mark- mið hennar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferða- venjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. Hjálmar Sveinsson, formað- ur umhverfis- og skipulagsráðs, sagði þegar hann opnaði stíg- inn að stefna Reykjavíkurborgar væri að gera hjólreiðar að alvöru valkosti. Áhersla væri á uppbygg- ingu hjólastíga á öllum meginleið- um og með slíkri uppbyggingu væri hlúð að vistvænum sam- göngum. Stígurinn nýi liggur frá Suðurhlíð upp að Sléttuvegi. - fb Samgönguvika í Reykjavík: Nýr hjólastígur opnaður í gær VERSLUN BDS Ísland – sniðgöngu- hreyfing fyrir Palestínu hefur farið fram á við stjórnir Byko ehf. og Elko ehf. að fyrirtæk- in láti af öllum viðskiptum við ísraelsk fyrirtæki og hætti inn- flutningi á ísraelskum vörum. Samtökin sendu stjórnendum fyrirtækjanna bréf fyrir viku, þar sem þau eru leiðandi í sölu á SodaStream-vörum á Íslandi. Í bréfunum voru stjórnendur fyrirtækjanna hvattir til þess að hætta að selja SodaStream-vörur. - sko SodaStream af markaði: Vilja sniðganga ísraelskar vörur FORMAÐUR Hjálmar Sveinsson opnaði nýjan hjólreiðastíg í gær.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.