Fréttablaðið - 17.09.2014, Síða 19

Fréttablaðið - 17.09.2014, Síða 19
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 17. september 2014 | 23. tölublað | 10. árgangur V I Ð ELSKUM U M H V E R F I Ð ! TÆKIFÆRI Í FJÖLGUN SKEMMTIFERÐASKIPA ➜ Alls komu 89 skemmti- ferðaskip til Reykjavíkur í sumar með um 98 þúsund farþega. ➜ Framkvæmdastjóri TVG- Zimsen segir áhuga á Norðurslóðum opna á tækifæri. ➜ Ísland er orðið sér áfanga- staður fyrir skemmtiferða- skip. SÍÐA 6-7 Alcoa gerir samning við Boeing Alcoa hefur undirritað langtímasamning við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um framleiðslu á margvíslegum íhlutum og álplötum í flugvélar Boeing. Samningurinn er metinn á um einn milljarð Bandaríkjadala að því er fram kemur á heimasíðu Alcoa. Samningurinn er sá stærsti sem fyrirtækin hafa gert til þessa og felur hann einnig í sér umtalsvert samstarf um þróun á nýju, háþróuðu og léttara málmblendi í flugvélar Boeing. „Samstarf Alcoa og Boeing er nú tryggt næstu 35 árin og við munum halda áfram samstarfi um þróun á nýjum og framúrskarandi tæknilausnum fyrir flugvélaiðnaðinn,“ segir Klaus Kleinfeld, for- stjóri og stjórnarformaður Alcoa, um samninginn. - fbj Stefnir í heimsmet í útboði Amerískir fjárfestar bítast nú um að kaupa hlut í kínverska netsölurisanum Alibaba, sem fer á mark- að í útboði sem gæti orðið það stærsta í sögunni. Skráð verð á hvern hlut hefur hækkað verulega og er komið upp í 66 til 68 Bandaríkjadali. Eftirspurnin er því mikil en Alibaba stefnir að sölu fyrir 25 millj- arða dala í útboðinu. Argricultural Bank of China aflaði sem nemur 22,1 milljarði Bandaríkjadala í út- boði í Kína árið 2010 sem er núverandi heimsmet. Fari sem horfir verður heildarmarkaðsvirði fyrir- tækisins um 168 milljarðar Bandaríkjadala og þann- ig verðmætara en Amazon. - fbj Stjórnendur ekki við sama borð Kaupmáttur launa hækkaði um 3,5 prósent í júlí frá sama tíma í fyrra. Aukinn kaupmáttur með litlum launabreytingum er rakinn til þess að áherslur við gerð síðustu kjarasamninga hafi tekist vel. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar kemur að auki fram að athygli veki að stjórnendur virðist ekki skara fram úr í launaþró- un að nokkru leyti, en mikil umræða var um mikl- ar launahækkanir forstjóra eftir útkomu tekju- blaða í sumar. Þjónustu- og afgreiðslufólk hafi notið mestra hlutfallslegra kjarabóta og þar á eftir skrifstofufólk, tæknar og sérmenntað fólk. Þessar upplýsingar bendi til að mikill munur sé á launa- hækkunum stjórnenda, ekki sitji allir við sama borð. Verkafólk og iðnaðarmenn hækki minnst í kaupmætti á tímabilinu. - fbj

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.