Fréttablaðið - 17.09.2014, Side 29

Fréttablaðið - 17.09.2014, Side 29
KYNNING − AUGLÝSING Raki&mygla17. SEPTEMBER 2014 MIÐVIKUDAGUR 3 Mosey ehf. frá Selfossi hefur um nokkurra ára skeið sérhæft sig í framleiðslu og pökkun á ýmsum hreinsivörum auk þess sem það pakkar einnig sótthreinsivörum og mygluvarn- arefnum í neytendaumbúðir. Fyr- irtækið hefur einnig boðið upp á úttektir á húsnæði þeirra sem hafa fengið myglu í húsakynni sín. Í kjölfarið fylgja svo ástands- skýrslur og verklýsingar á því sem þarf að lagfæra segir Hreggviður Davíðsson, skoðunarmaður hjá Mosey. Hann segir að raka- og mygluvandamál í húsum séu allt of algeng og iðulega vegna smá- vægilegra galla í byggingum. „Í sumum tilfellum þarf einungis að skipta út glerlistum á botnstykkj- um glugga til að bæði gluggar og veggir losni við raka. Einnig skipt- ir miklu máli að steinhús séu með góða veðurvörn. Það er grátlega algengt að sjá sprungna steypta veggi sem eru fullir af raka sem síðan leitar inn þar sem mygla sest í hann. Einnig er allt of algengt að djúpar og breiðar sprungur mynd- ist í útveggi þar sem steyptar plöt- ur ná út í ystu brún þeirra. Það er hins vegar hægt að laga með frek- ar litlum tilkostnaði.“ Hreggviður er byggingameist- ari að mennt með framhaldsnám í ábyrgri verkstjórnun frá háskól- anum í Linköping í Svíþjóð. Hann starfaði lengi við úrlausnir raka- og myglumála þar í landi og því var mikill fengur fyrir Mosey að fá hann um borð. Fyrir vikið er meðal annars að fæðast ný vöru- lína sem gerð er í samvinnu við aðra starfsmenn fyrirtækisins. Málningin úrslitaatriðið Hreggviður segir galdurinn við að verja steinhús fyrir sprungumynd- unum og rakasöfnun vera máln- inguna. „Það verður að segjast eins og er að megnið af þeirri úti- málningu sem notuð er hérlend- is ræður ekki nógu vel við að verja útveggi gegn raka við erfið veð- urskilyrði. Sé málningin af rétt- um gæðum er hins vegar hægt að verja húsin áratugum saman.“ Að sögn Hreggviðar uppfyllir S-26 málningarkerfið allar væntingar varðandi veðurvörn á steinhús og því sé hægt að mæla með því og sambærilegum efnum. Höfuðat- riðið er að öndunarstuðull máln- ingar sé réttur og að hún teygist en springi ekki. „Reynslan sýnir að þetta málningarkerfi er alls stað- ar að standa sig. Nú er komin átta ára reynsla á kerfið hérlendis auk þess sem ég hef persónulega góða reynslu af þessu málningarkerfi.“ Hreggviður bendir einnig á að loftun yfir einangrun í þökum sé víða ófullnægjandi og raunar stórt vandamál hérlendis. „Þar sem þök eru brotin og annar þakflöturinn kemur að vegg hafa menn verið með svokallaða hliðarloftun. Hún byggir á lofttúðum í öðru til þriðja hverju sperrubili og síðan er borað í sperrur á milli túðanna. Þannig loftun er allsendis ófullnægjandi því þá safnast hitinn saman efst í sperrubilunum og verður þar að raka. Við höfum hins vegar hann- að loftunarlista sem leysa þessi vandamál.“ Einstök efni Hreinsiefnin sem Mosey býður upp á eru flest hver einstök í sinni röð að sögn Hreggviðar. „Sturtu-, baðs- og f lísahreinsirinn hefur til dæmis getu til að hreinsa burt myglu. Síðan seinkar „Myglueyð- irinn“ komu myglunnar þó svo að valdurinn að myglunni sé ekki lagfærður strax. Það þýðir einfald- lega að fólk sem býr við myglu en hefur ekki möguleika til að fara í lagfæringar á húsnæðinu getur í f lestum tilfellum haldið mygl- unni í skefjum þar til efnahagur- inn leyfir lagfæringar.“ Síðan eru líka sótthreinsi- efnin frá Mosey í algjörum sér- klassa. „Sem dæmi þá er Mosey með sótthreinsi fyrir heita potta með loftnuddi. Ein meðhöndlun með sótthreinsinum endist í allt að sex mánuði þannig að örverur og annar óþverri nær ekki að lifa í leiðslunum og stútunum í pottun- um. Handsótthreinsirinn er líka ótrúlega góður og heldur höndum sýklafríum í þrjár klukkustundir en hann er án alkóhóls og allra ilmefna.“ Vörurnar frá Mosey fást í versl- unum Húsasmiðjunnar, Málning- arverslun Íslands við Vatnagarða og í Málningarbúð Ísafjarðar. Sérhæft í raka- og mygluvörnum Um nokkurra ára skeið hefur Mosey ehf. sérhæft sig í framleiðslu og pökkun á hreinsivörum. Fyrirtækið pakkar einnig úrvals sótthreinsivörum og mygluvarnarefnum í neytendaumbúðir auk þess að bjóða upp á úttektir á húsnæði þar sem mygla hefur fundist. Hreggviður Davíðsson byggingameistari er skoðunarmaður hjá Mosey. MYNDIR/PJETUR Heldur höndunum sýklafríum í allt að þrjár klukkustundir. Hreinsar burt myglu og útfell- ingar frá heita vatninu. Varnar mygluvexti og seinkar komu hennar í raka. Hindrar myglu í að setjast í þvottavélar. Ein með- höndlun endist í allt að sex mánuði. Öflugur ofnahreinsir sem auðveldar vinnuna. Hentar vel til allra almennra þrifa.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.