Fréttablaðið - 09.10.2014, Qupperneq 8
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
STJÓRNSÝSLA Samband íslenskra
sveitarfélaga undrast að ekki hafi
verið haft samráð við það vegna
fyrirhugaðs samnings velferðar-
ráðuneytisins við meðferðarheim-
ilið Háholt í Skagafirði.
„Ég hef sent tölvupósta á skrif-
stofustjóra í velferðarráðuneytinu
og forstöðumann Barnaverndar-
stofu og sagt þeim að það hafi nú
verið boðað til fundar af minna
tilefni. Ég hef ekki fengið svar,“
segir Guðjón Bragason, sviðs-
stjóri lögfræði- og velferðarsviðs
hjá Sambandi íslenskra sveitar-
félaga. Hann bætir við að sam-
bandið taki ekki beina afstöðu
til þess hvort halda eigi
áfram rekstri Háholts
eða ekki. Það sé þó skýr
afstaða sambandsins að
innan þessa málaflokks
skuli gæta vel að með-
ferð fjár og setja fjár-
muni í úrræði sem nýtast.
„Ef þessi úrræði standa
tóm vegna þess að Barna-
verndarstofa telur ekki
ástæðu til að nýta þau vakna
spurningar um hvort eigi að halda
þessu úrræði áfram.“
Hinrik Már Jónsson, annar
tveggja forstöðumanna heimilis-
ins, gefur ekki mikið fyrir gagn-
rýni á lélega nýtingu á heimilinu.
Hann segir óskandi að nýtingin
væri 100 prósent að öllu jöfnu en
það sé því miður ekki raunin.
Inntur eftir því hvað
starfsmenn, sem eru ell-
efu talsins, geri á vökt-
um þegar enginn eða fáir
unglingar dvelja á heim-
ilinu í lengri tíma, segir
Hinrik að slíkt hafi aðeins
einu sinni komið fyrir og
þá hafi heimilið staðið
autt í þrjár vikur, annars
sé yfirleitt um fáa daga
að ræða í senn. „Við nýttum hluta
af þessum tíma í endurmennt-
un, en einnig nýttum við tímann
til að styrkja félagslega þáttinn
hjá starfsfólkinu. Við fórum til
dæmis saman í hestaferð eina
helgi sem var mjög gott því það
er mikilvægt að hafa samhentan
starfshóp.“
Að sögn Hinriks dvelja tveir
unglingar á heimilinu um þessar
mundir.
Að mati Hinriks er mikilvægt
að halda úti meðferðarheimili
eins og Háholti þar sem það þjóni
ákveðnum hópi unglinga sem
engir aðrir staðir henta. Spurður
hvort skortur á sérhæfðu fagfólki,
eins og geðlæknum, í Skagafirði
til að koma að meðferð ungling-
anna hafi reynst vandamál segir
hann svo ekki vera en sækja þurfi
aðstoðina til Reykjavíkur: „Við
erum í Skagafirði, ekki á heims-
enda. Það er alveg hægt að fá þjón-
ustu geðlæknis og barnasálfræð-
ings þó að maður þurfi að sækja
hana til Reykjavíkur. Við höfum
einnig í nokkrum tilfellum fengið
geðlækni hingað til okkar úr borg-
inni.“ hannarut@365.is
Starfsmenn Háholts
efla starfsandann
Samband íslenskra sveitarfélaga hefur kallað eftir fundi velferðarráðherra og
Barnaverndarstofu vegna fyrirhugaðs samnings við meðferðarheimilið Háholt.
FORSTÖÐU-
MENN For-
stöðumenn
Háholts, Hinrik
Már Jónsson og
Ari Jóhann Sig-
urðsson, fyrir
utan heimilið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GUÐJÓN
BRAGASON
SAMFÉLAG Vinasamningur æsku-
lýðsfélags Hofsprestakalls,
Kýros, Vopnafjarðarhrepps,
Vopnafjarðarskóla og leikskólans
Brekkubæjar var undirritaður á
mánudag í félagsheimilinu Mikla-
garði. Tilefnið er Vinavika sem
hófst í fimmta sinn á Vopnafirði á
sunnudaginn.
Á vefsíðunni Vopnafjarðar-
hreppur.is segir að Vopnafjarðar-
hreppur hvetji íbúa og starfsfólk
sitt til að sýna vináttu og kær-
leika í verki. - fb
Vinavika hafin á Vopnafirði:
Undirrituðu
vinasamning
Íslensk löggjöf um innflutning
á fersku kjöti er andstæð EES-
samningnum. Þetta kemur fram
í rökstuddu áliti sem ESA, Eftir-
litsstofnun EFTA, sendi frá sér
í gær.
Íslensk löggjöf felur í sér inn-
flutningstakmarkanir á fersku
kjöti, unnu sem óunnu, kældu
sem frosnu, sem og innmat og
sláturúrgangi, hvort sem um
ræðir svína-, nauta-, lamba-,
geita- eða alifuglakjöt eða kjöt
af villtum dýrum. Innflytjend-
ur verða sam-
kvæmt g i ld -
andi lögum að
sækja um leyfi
og leggja fram
margvísleg
gögn til Mat-
vælastofnunar.
„ Þ etta á l it
er í fullu sam-
ræmi við álit
okkar lögmanna,“ segir Finn-
ur Árnason, forstjóri Haga, um
álitið. „Við eigum í málaferlum
við ríkið út af þessu og þau eru í
gangi,“ segir Finnur. Hann seg-
ist vonast til þess að staðið verði
við alþjóðasamninga. „Þannig að
ég held að menn ættu að drífa í
því að heimila þetta og hætta að
verjast í dómsölum gegn okkur,“
segir Finnur.
Í áliti ESA kemur fram að
hægt sé að höfða samnings-
brotamál ef ekki verður brugð-
ist við álitinu innan tveggja
mánaða.
- jhh
Allt stefnir í að ESA höfði samningsbrotamál gegn Íslandi vegna hafta á innflutningi landbúnaðarvara:
Innflutningsbann brýtur gegn EES-reglum
Ívilnunarsamningar íslenskra
stjórnvalda við fimm fyrir-
tæki, Becromal, Verne, Íslenska
kísilfélagið, Thorsil og GMR
Endurvinnsluna, fólu í sér
ríkisaðstoð sem gengur gegn
EES-samningnum. Þetta er mat
Eftirlitsstofnunar EFTA, sem gaf
í gær íslenskum stjórnvöldum
fyrirmæli um að endurheimta
alla þá ríkisaðstoð sem veitt var
á grundvelli umræddra samninga.
ÓLÖGMÆT AÐSTOÐ
SIGURÐUR INGI
JÓHANNSSON
Otrivin Comp - gegn
nefstíflu og nefrennsli
Andaðu með nefinu
Hafðu samband við
áður en þú kaupir dekk....
Vetrar-
Heilsársdekk
Sími 575-1500 eða www.kvikkfix.is og sparaðu stórt!
Stærðir Gerð Verð
175/70 R13 CS 8.500.-
175/65 R14 CS 8.600.-
185/65 R14 CS 9.500.-
185/65 R15 CS 10.600.-
195/65 R15 SP 10.900.-
205/65 R15 CS 12,300.-
215/70 R15 CS 13.900.-
205/55 R16 SP 11.990.-
205/60 R16 CS 12.300.-
215/55 R16 SP 12.900.-
215/65 R16 CS 13.990.-
235/70 R16 CS 17.700.-
225/45 R17 SP 13.990.-
235/45 R17 SP 14.900.-
235/65 R17 CS 17.800.-
265/70 R17 CS 21.700.-
Hvaleyrarbraut 4-6
SP CS