Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.10.2014, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 09.10.2014, Qupperneq 12
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Kobani er landamærabær norðan til í Sýrlandi, rétt við landamæri Tyrk- lands. Þetta er helsta borg Kúrda í Sýrlandi, en meirihluti íbúanna er flúinn undan ofbeldi vígamanna Íslamska ríkisins. Kúrdar eru fjölmennir í Tyrklandi, Írak, Íran og Sýrlandi og hafa lengi viljað stofna eigið ríki, eða í það minnsta fá viðurkennd réttindi til sjálf- stjórnar að einhverju marki. Talið er að um fimm prósent Kúrda búi í Sýrlandi, alls um tvær milljónir manna, og eru þeir þar með um níu prósent af íbúum Sýrlands. Um 45 þúsund manns hafa búið í Kobani. Flestir þeirra eru Kúrdar. Í nágrenni bæjarins búa einnig margir Kúrdar og er talið að alls hafi um 200 þúsund manns á þessum slóðum flúið undan vígasveitunum. Helsta borg Kúrda í Sýrlandi SÝRLAND Loftárásir, sem Banda- ríkjaher hefur haft forystu um, eru sagðar hafa hrakið vígasveit- ir Íslamska ríkisins að hluta frá landamærabænum Kobani í Sýr- landi. Enn er þó hart barist í bænum og hafa flestir íbúar hans flúið, flestir yfir landamærin til Tyrk- lands. Kúrdar saka tyrknesk stjórn- völd um að hafa setið hjá aðgerða- lítil meðan vígasveitirnar herja á Kobani og nágrenni. Efnt hefur verið til mótmæla víða í Tyrklandi og hafa stjórnvöld þar tekið hart á mótmælendum. Að minnsta kosti tólf manns hafa látið þar lífið. Vígasveitir Íslamska ríkisins hófu umsátur sitt um Kobani um miðjan september. Átökin hafa harðnað mjög á síðustu dögum og kostað nokkur hundruð manns lífið. Liðsmenn Íslamska ríkisins héldu síðan í fyrsta sinn nú í vik- unni inn í borgina og hafa götu- bardagar geisað þar. Að sögn arabísku fréttastofunnar Al Jazeera hefur kúrdískur blaða- maður lýst ástandinu í borginni svo að þar liggi lík vígamanna Íslamska ríkisins eins og hráviði á götunum. Recep Tayyip Erdogan segir að loftárásir geti ekki dugað til að ráða niðurlögum Íslamska ríkisins í Kobani. Hann segir að Tyrkir muni hins vegar taka þátt í landhernaði verði tryggt að hlutlausu svæði verði komið upp milli Sýrlands og Tyrklands og flugbanni verði komið á yfir Sýrlandi. Bandaríkin þyrftu væntanlega að sjá um að fram- fylgja slíku. gudsteinn@frettabladid.is Hart barist í Kobani Á annan tug manna hafa látið lífið í Tyrklandi í mótmælum gegn aðgerðaleysi tyrkneskra stjórnvalda. Erdogan Tyrklandsforseti segir að loftárásir dugi ekki. MÓTMÆLI BROTIN Á BAK AFTUR Lögreglan í Istanbúl beitti táragasi og þrýsti- vatnsbyssum til að dreifa mannfjöldanum sem krafðist þess að tyrknesk stjórnvöld tækju þátt í aðgerðum gegn Íslamska ríkinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Niðurföll og rennur í baðherbergi Mikið úrval – margar stærðir COMPACT 30cm . 90,- AQUA 35cm 1 .990, - Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Reykjavík Reykjanesbæ PROLINE NOVA 60 cm 2 .990,-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.