Fréttablaðið - 09.10.2014, Qupperneq 20
9. október 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR Í MYNDUM | 20
Vélin lagði síðastliðinn þriðjudag
upp frá Miami í þriggja vikna heims-
reisu þar sem komið verður við á átta
áfangastöðum áður en vélin lendir í
New York 31. október næstkomandi.
Þetta flug er ekki ókeypis þar sem
hver farmiði kostar um 12,5 milljón-
ir króna, eða samanlagt um 625 millj-
ónir. Vélin er leigð bandarískri ferða-
skrifstofu, Abercrombie and Kent, og
er löngu uppselt í þessa ferð. Þetta er
ekki fyrsta verkefni Loftleiða þessar-
ar tegundar en félagið hefur tekið að
sér slík lúxusverkefni síðustu 12 árin,
en aldrei jafn glæsilega og nú. Und-
irbúningur þessara breytinga hefur
tekið á annað ár, en alls tók um fimm
vikur að breyta vélinni. Áhöfnin er öll
íslensk, alls 11 manns. Þar eru tveir
flugstjórar, einn flugmaður, 5 flug-
freyjur, 2 matreiðslumeistarar og einn
flugvirki. Að þessari ferð lokinni verð-
ur vélinni að nýju breytt í hefðbundna
farþegaflugvél.
Vélin farin að taka á sig mynd að nýju.
Búið að hreinsa allt út úr vélinni, öll
sæti, panel af veggjum og úr lofti.
Áhöfnin stillti sér upp fyrir brottför. Frá vinstri: Vil-
borg Edda Jóhannsdóttir flugfreyja, Loftur Kristinn
Magnússon matreiðslumaður, Torfi Sigurjónsson flugstjóri,
Jana María Guðmundsdóttir flugfreyja, Eiríkur Haraldsson
flugstjóri, Carl Ólafur Burrell flugvirki, Tómas Júlíus Thompson
flugmaður, Magnús Hallgrímsson matreiðslumaður, Sigríður E.
Thorlacius flugfreyja og Ragnar Þorsteinsson flugþjónn.
Salernisaðstaðan er glæsileg um borð og mun
glæsilegri en gengur og gerist í vélum sem þessum.
Svona leit Búrfell Boeing 757-200 út fyrir um
fimm vikum, áður en breytingar á vélinni hófust.
757 breytt í lúxusvél
Búrfelli, Boeing 757-200 flugvél Loftleiða, hefur verið breytt úr 183 sæta farþegavél í 50 sæta
lúxusflugvél með sérinnfluttum ítölskum leðursætum sem hægt er að breyta í rúm.
Pjetur Sigurðsson ljósmyndari fylgdist með breytingunum frá upphafi þeirra til brottfarar.
visir.is
Fleiri myndir má fi nna á Vísi
Vinna hafin við að endurinnrétta vélina. Það er
oft þröng á þingi því það voru margar hendur sem
komu að þessari vinnu og að baki liggja þúsundir
vinnustunda.
05.09.2014
21.09.2014
04.10.2014
06.10.2014
14.09.2014
Breytingum lokið og vélin
tilbúin til brottfarar.
05.10.2014
Í UPPHAFI