Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 09.10.2014, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 9. OKTÓBER 2014 3Geðhjálp ● Sjálfshjálparhópur fólks með geðklofa var stofnaður árið 2003 eftir að Garðar Sölvi Helgason hafði varpað þeirri hugmynd fram á aðalfundi Geðhjálpar hvort ekki væri kominn tími til að stofna slíkan hóp. Garðar segir það hafa skot-ið skökku við að sá sjúk-lingahópur í samfélaginu sem væri með þann sjúkdóm sem gæti valdið hvað mestri fötlun ætti engan stuðningshóp. „Ég varpaði því þeirri hugmynd fram á aðal- fundinum og í kjölfarið var mér, ásamt sálfræðingi Geðhjálpar, falið að stofna slíkan hóp og hann hefur starfað fram á þennan dag.“ Í upphafi voru vikulegir fund- ir haldnir í húsnæði Geðhjálp- ar en fljótlega voru þeir færðir í húsnæði Vinjar við Hverfisgötu í Reykjavík. „Frá upphafi höfum við notið aðstoðar geðheilbrigðis- starfsmanns og því virkar þetta sem stuðningshópur, frekar en sjálfsræktarhópur. Meðal þeirra sem setið hafa fundi okkar eru sálfræðingar og geðhjúkrunar- fræðingar.“ Garðar leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að hafa heilbrigðisstarfsmenn með því án þátttöku þeirra er hætt við að hóp- urinn lognist út af. „Þessir viku- legu fundir okkar taka um klukku- stund. Starfsmaðurinn sem situr með okkur stjórnar ekki fundin- um beint en grípur inn í ef þörf er á. Stuðningur og nærvera hans skiptir öllu máli og því er það slæm þróun þegar búið er að tak- marka þátttöku þeirra. Undanfar- ið hefur geðhjúkrunarfræðing- ur hópsins eingöngu getað komið aðra hverja viku sem skaðar starf okkar mikið.“ ALGJÖR TRÚNAÐUR RÍKIR Margrét Eiríksdóttir, hjúkrunar- fræðingur á Kleppi, hefur setið fundina með hópnum undanfar- in ár. Hún segir hefðbundinn fund fara þannig fram að ein ákveð- in bók sé rædd sem allir eru að lesa saman. „Fyrst er lesið upp úr henni og svo er farið hringinn þar sem hún er rædd eða þar sem hver og einn tjáir sig um eigin mál. Um leið leita margir ráða hjá öðrum í hópnum sem er mjög jákvætt enda ríkir algjör trúnaður meðal hóp- meðlima.“ Sjálfur finnur Garðar mikinn styrk í hópnum enda skiptir miklu máli að geta rætt málin í trúnaði þegar þörf er á. „Geðsjúkdóm- ar eru nefnilega lúmskir. Sá sem haldinn er honum áttar sig ekki endilega á því sjálfur heldur frek- ar fólkið í kringum hann. Því er árangur af svona hópastarfi svo mikill og ekki síður starf Vinjar. Sjálfur lenti ég á geðdeild tvisvar, fyrst 1971, þá sautján ára gamall, og svo aftur árið 1982 en þá hafði ég asnast til að hætta á lyfjum. Á einu ári hrundi heimurinn en á þessum tími var engin Vin til stað- ar og um leið enginn stuðningshóp- ur. Annars hefði örugglega verið hægt að koma vitinu fyrir mig varðandi lyfin.“ Fordómar gegn geðsjúkdómum hafa alltaf verið til staðar en Garð- ar telur þá hafa minnkað jafnt og þétt gegnum árin. „Mestu fordóm- arnir í dag eru yfirleitt hjá okkur sjálfum. Ég er búinn að vera á ör- orkubótum síðan 1972 en sagði aldrei tannlækninum mínum frá því og borgaði fyrir vikið fullt gjald. Ég notaði aldrei öryrkja- miða í strætó og þrælaði mér gegn- um öldungadeildina í MH og sagði engum frá ástandi mínu. Fólk held- ur oft að við séum hættuleg en það er mikill misskilningur. Sjálf- ur reyki ég ekki, hef aldrei orðið drukkinn og aldrei neytt eitur- lyfja. Ég er með hreina sakaskrá og hef ekki einu sinni fengið umferð- arlagasekt. Auk þess tókst mér að leggja til hliðar pening af örorku- bótum mínum og keypti mér íbúð.“ Geðsjúkdómar eru svo lúmskir Hluti sjálfshjálparhóps fólks með geðklofa. F.v. efri röð: Kristín, Guðmundur, Hafdís og Garðar Sölvi. Neðri röð: Kári, Helgi og Eyjólfur. MYND/STEFÁN Alþjóða geðheilbrigðis - dagurinn er haldinn víðs vegar um heiminn þann 10. október ár hvert. Deginum var fyrst hrundið af stað árið 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu. Markmið dagsins er að opna umræðu um geðsjúkdóma og stuðla að fræðslu. Á rið 1995 ákvað Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heil-brigðisráðherra, að helga 10. október geðheilbrigðismálum á Íslandi. Árið eftir var Alþjóða geð- heilbrigðisdagurinn haldinn há- tíðlegur hér á landi í fyrsta sinn og árið 2009 var stofnað sérstakt styrktarfélag Alþjóða geðheilbrigð- isdagsins. Bergþór G. Böðvarsson, for- maður styrktarfélags Alþjóða geð- heilbrigðisdagsins á Íslandi, segir markmið dagsins að vekja athygli á geðsjúkdómum, minnka fordóma og stuðla að fræðslu. „Fólk með geðsjúkdóma hefur þurft að kljást við fordóma sam- félagsins og einnig sína eigin for- dóma. Við leggjum áherslu á að þessi dagur sé fyrir alla,“ segir Bergþór. „Yfirskrift dagsins í ár er „lifað með geðklofa“. Svo til allar fjöl- skyldur á Íslandi geta átt von á því að kynnast geðsjúkdómum af eigin raun eða í frændgarði sínum.“ Vakin verður athygli á úrræð- um sem standa til boða en geð- heilbrigðisfélög og miðstöðvar á landsbyggðinni munu meðal ann- ars kynna sín störf. Fjölmörg sam- tök og stofnanir standa að dagskrá í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðis- deginum í Reykjavík, til dæmis. Geðhjálp, Klúbburinn Geysir, Hug- arafl, Vin, Lækur, Dvöl, Atvinna með stuðningi – Vinnumálastofn- un, geðsvið Landspítala – Háskóla- sjúkrahúss, ADHD-samtökin, Ör- yrkjabandalag Íslands og Velferð- arsvið Reykjavíkurborgar. Hefur dagurinn borið einhvern árangur? „Það hefur tekist að opna um- ræðuna um geðsjúkdóma síðustu ár og það má þakka þessum degi,“ segir Bergþór. „Í tilefni Alþjóða geðheilbrigð- isdagsins verður röð viðburða dagana 9. til 15. október. Þá höfum við fengið áhugaverðan fyrirles- ara, Ivan Barry frá Edinborg, til að segja sögu sína en hann heyrði sjálfur raddir og deilir upplifun sinni með áheyrendum.“ Þann 10. október klukkan 16 mun Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri ávarpa gesti við Hall- grímskirkju. Þaðan verður síðan gleðiganga niður í Bíó Paradís með Lúðrasveitinni Svaninum en hátíðadagkrá hefst þar klukkan 16.30. Almenningi verður boðið frítt í bíó klukkan 18. Sigrún Heiða Birgisdóttir, um- sjónarmaður dagskrár Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, segir göng- una mikilvæga. „Gangan er gífurlega mikil- vægur hlekkur í dagskránni því þá gengur maður stoltur yfir því að vera eins og maður er. Gay pride á Íslandi hefur til að mynda náð góðum árangri í að minnka fordóma og vekja athygli á að samkynhneigð er í góðu lagi. Við stefnum á að stækka viðburð Al- þjóða geðheilbrigðisdagsins á næstu árum og vekja enn frekari athygli á geðsjúkdómum og því að það er hægt að öðlast bata og aukin lífsgæði,“ segir Sigrún Heiða. Nánari dagskrá má finna á www.10okt.com. og Facebook undir; Alþjóða geðheilbrigðisdag- urinn 2014. Eyða fordómum í garð geðsjúkra Bergþór G. Böðvarsson, formaður styrktarfélags Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, og Sigrún Heiða Birgisdóttir, umsjónarmaður dagskrár Alþjóða geðheilbrigðisdagsins. MYNDVILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.