Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 42

Fréttablaðið - 09.10.2014, Side 42
9. OKTÓBER 2014 FIMMTUDAGUR8 ● Geðhjálp E.J. 44 ára, óg. kona. ARFHNEIGÐ: Systkinabarn haft maníu á köflum í mörg ár. Sjúkl. geðveik í 17 ár, byrjaði með exaltatio, breyttist brátt í schizophren mynd (kata- konia). Fékk insúlínlost 1936 (Jón heitinn Geirsson læknir) í 3 vikur, án árangurs. 1937 cardiazol-lost, 20 aðgerðir (J.G.) með allgóðum árangri. Bati hélzt stutt. Raflost reynt 1948, án árangurs. SJÚKDÓMUR: Schizophrenia (katatonia). Lobotomia 17/.5. 1951, dó 24/5. ‚51. (Alfreð Gíslason o.fl. 1952, s. 110) Sjúkraskrárupplýsingarn-ar duga til að finna nán-ari deili á þessari ógæfu- sömu konu, þótt hún verði ekki nafngreind hér. Hún var yngst fjögurra systkina sem ólust upp í foreldrahúsum á Norðurlandi. Systur hennar urðu háaldrað- ar en bróðirinn dó á besta aldri. Þau virðast öll hafa verið mikið mannkostafólk sem bjó tvíbýli á fæðingarjörðinni. Áður en E.J. veiktist var hún titluð bústýra hjá annarri systur sinni, við jarð- setningu var hún titluð vinnu- kona á sama stað. Líklega hleypti hún aldrei heimdraganum heldur bjó í skjóli systkina sinna. E.J. veiktist 27 ára gömul og leitaði sér lækninga inni á Akur- eyri, hjá Jóni Geirssyni heimilis- lækni. Jón hafði m.a. menntast í Danmörku. Læknisaðferðir hans eru þess eðlis að hann hlýtur að hafa beitt þeim á sjúkrahúsinu á Akureyri nema e.t.v. raflost- unum. Öllum lostaðferðunum fylgdi talsverð hætta á beinbrot- um vegna krampafloga. Lítum nánar á hvað hann gerði: INSÚLÍNLOST Austurríski geðlæknirinn Man- fred Sakel fann upp insúlínlost fyrir tilviljun árið 1927, sem lækningu við morfínfíkn. Seinna reyndi hann uppgötvun sína á geðklofasjúklingum og taldi gef- ast vel þótt hann hefði enga hug- mynd um hvers vegna aðferðin virkaði. Þetta spurðist út og urðu m.a. danskir geðlæknar hrifnir af aðferðinni; Á dönskum geð- sjúkrahúsum var byrjað að beita insúlínlostum við geðklofa á fjórða áratug síðustu aldar. Ís- lenskir geðlæknar voru flestir menntaðir í Danmörku, sem og margir aðrir íslenskir læknar, og áhrif danskra geðlækninga því mjög mikil hérlendis. Læknisaðferðinni er lýst þann- ig í danskri grein árið 1939: Sjúk- lingarnir eru sprautaðir klukkan 7 að morgni. Stuttu eftir spraut- una byrja þeir að svitna gífur- lega og slefan rennur í stríðum straumum. Áður en meðvitundarleysið tekur við fá sjúklingarnir kippi og krampa og stundum flog sem líkjast flogaveiki. Svo falla þeir í dá. Til að vekja sjúkling úr dái er leidd sonda gegnum nös ofan í maga og hellt í sykurvatni um trekt, venjulega um 11-11.30 leyt- ið. Svo verður að bíða í 8-10 mín- útur uns sjúklingurinn rakn- ar úr rotinu. Vaninn er að gefa hverjum sjúklingi lost einu sinni í viku í allt að þrjá mánuði (Kragh, 2008, s. 201-203). Stundum tókst ekki að vekja sjúk- ling úr insúlíndáinu og hann lést. CARDIAZOLLOST Meduna, ungverskur geðlækn- ir, taldi sig hafa uppgötvað að geðklofasjúklingar væru aldrei flogaveikir og dró af því þá ályktun að framköllun floga gæti læknað geðklofa. Eftir að hafa prófað sig áfram með ýmis efni taldi hann cardiazol virka best til að framkalla krampaflog til lækningar. Cardiazol var þekkt lyf við hjartasjúkdómum en væri því sprautað í sjúkling í stórum skömmtum olli það nánast um- svifalaust krampa. Geðlæknar um alla Evrópu og Ameríku tóku aðferð Med- ina fagnandi og cardiazol-lostin voru hvarvetna gefin geðklofa- sjúklingum frá því seint á fjórða áratug síðustu aldar. Á dönskum geðspítala var framkvæmdin þessi: Sjúkling- urinn sem átti að meðhöndla var látinn liggja á bakinu í rúmi sínu með útlimi teygða frá sér. Koddi var settur undir höfuðið og sam- anbrotinn koddi undir axlir til að draga úr slysahættu af ofsa- fengnum krömpunum. Sjúkling- urinn var svo sprautaður með 500-700 milligrömmum af upp- leystu cardiazoli. Tíu sekúnd- um eftir sprautuna þurfti lækn- irinn að grípa um úlnliði sjúk- lings og halda föstum, jafnframt að ýta niður öxlum hans. Næstu 50 sekúndurnar fékk sjúklingur- inn slæmt flog, líkaminn spennt- ist í boga, andardráttur stöðvað- ist og andlitið blánaði. Svo kippt- ust hendur og fætur til ótt og títt og loks missti hann meðvitund (Kragh, 2008, s. 206, og Kragh, 2010). Einn ókosturinn við cardia- zol-lostin var að sjúklingar sem reynt höfðu voru svo skelf- ingu lostnir við tilhugsunina um annað lost að stundum þurfti að ríghalda þeim meðan sprautan var gefin. Þau voru þó ekki eins lífshættuleg og insúlínlostin. RAFLOST Ítölsku geð- og taugalæknarnir Cerletti og Bini voru sem aðrir samtíma geðlæknar vissir um að krampi gæti læknað geðsjúkdóma og fundu upp á að framkalla flog með raflostum árið 1938. Raf- skaut voru sett á gagnaugu sjúk- lings og rafstraumi hleypt á. Sú aðferð fór sigurför um heim- inn og var að því leyti skárri en cardiazol-lostin að sjúklingarnir voru miklu síður hræddir við raf- lostin enda gleymdu þeir yfirleitt upplifuninni sem aukaverkun af hverju losti. Sömu annmarkar fylgdu þó raflostum og öðrum lo- staðferðum, þ.e.a.s. að sjúkling- arnir gátu beinbrotnað, jafnvel hryggbrotnað í flogunum en það vandamál var leyst þegar am- Sjúkrasaga geðklofa- sjúklingsins E.J. HÖFUNDUR Harpa Hreinsdóttir framhalds - skóla kennari Walter Freeman (t.h.) og James Watts undirbúa lóbótómíu árið 1942.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.